Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hliðum Wuhan-borgar lokið upp

Þeg­ar borg­inni Wu­h­an í Kína var lok­að 23. janú­ar litu marg­ir ut­an Kína á þess­ar að­gerð­ir sem fjar­stæðu­kennd­ar, eitt­hvað sem ekki gæti gerst á Vest­ur­lönd­um. En síð­an þá hef­ur far­ald­ur­inn breiðst út og all­flest vest­ræn lýð­ræð­is­ríki hafa grip­ið til að­gerða þar sem frelsi fólks hef­ur ver­ið skert veru­lega. Hlið­um borg­ar­inn­ar var lok­ið upp á mið­nætti og voru þær 11 millj­ón­ir íbúa sem borg­ina byggja voru frels­inu fegn­ir eft­ir 76 daga inni­lok­un.

Hliðum Wuhan-borgar lokið upp
Frá borginni Wuhan í morgun Heilbrigðisstarfsmaður grætur á Tianhe-flugvelli, við opnunina í morgun. Mynd: Hector RETAMAL / AFP

Hlið borgarinnar Wuhan í Kína, þangað sem upptök COVID-19 faraldursins eru rakin, voru opnuð á miðnætti . Þær 11 milljónir íbúa sem borgina byggja voru frelsinu fegnir eftir 76 daga innilokun. Þetta eru hörðustu aðgerðir sem vitað er til að gripið hafi verið til vegna faraldursins, kínversk yfirvöld segja að þær hafi borið tilætlaðan árangur, en ekki eru allir íbúar sannfærðir um það. 

Borginni var skellt í lás 23. janúar, öll umferð til og frá henni bönnuð, miklar takmarkanir settar á opnanir verslana og þjónustu og íbúum sagt að halda sig heima eins og kostur væri á.  Þegar þetta var gert litu margir utan Kína á þessar aðgerðir sem fjarstæðukenndar, eitthvað sem ekki gæti gerst á Vesturlöndum. En síðan þá hefur faraldurinn breiðst út og allflest vestræn lýðræðisríki hafa gripið til aðgerða þar sem frelsi fólks hefur verið skert verulega.

Viðhöfn og ljósadýrð við opnunina

Í dag verður hluti verslana og þjónustufyrirtækja borgarinnar opnaður að nýju og þeir íbúar sem eru með græn heilsufarsskírteini, sem staðfesta að þeir eru ekki smitaðir, geta snúið aftur til starfa. Skólar á öllum skólastigum eru enn lokaðir og ekki hefur verið tilkynnt um hvenær þeir verða opnaðir. Þá er þeim tilmælum beint til íbúa að takmarka ferðir sínar utan heimilis og að taka ekki þátt í fjölmennum viðburðum. 

„Þegar þetta var gert litu margir utan Kína á þessar aðgerðir sem fjarstæðukenndar, eitthvað sem eingöngu myndi gerast í landi eins og Kína“

Nokkur viðhöfn var þegar borgin var opnuð.  Borgarbúum var boðið upp á ljósasýningu, flugvöllur borgarinnar var opnaður við hátíðlega athöfn og herferð var hrundið í gang á samfélagsmiðlum til kynningar. Lestir og strætóskýli voru ljósum prýdd og skýjakljúfar borgarinnar báru áletrunina Halló Wuhan. 30 flugferðir frá Wuhan til annarra borga í Kína eru á áætlun í dag og meira en 1.600 farþegar hafa bókað ferðir með þeim. Yfir 55.000 ætla að yfirgefa borgina með lestum, margir hverjir búa annars staðar í Kína en voru staddir í borginni þegar henni var lokað.

Flykkst að lestarstöðinniMyndin er tekin á Hankou lestarstöðinni í Wuhan. Þangað flykkist nú fólk til að komast frá borginni, en ferðir til og frá henni lágu niðri frá 23. janúar.

Eins og vera leystur úr prísund

„Þetta er eins og að vera leystur úr prísund,“ hefur breska blaðið The Guardian eftir Zhang Kaizhong, 51 árs gömlum íbúa úr nágrenni borgarinnar. Hann var einn þeirra sem lögðu þegar af stað frá borginni um leið og kostur gafst, en hann hafði komið til borgarinnar til að heimsækja son sinn daginn áður en borginni var lokað. Hann var fullur eftirvæntingar að komast aftur til fjölskyldu sinnar.

„Ég missti tíu kíló, las tvær bækur, prófaði klippingu sem ég hefði annars aldrei þorað að gera og svaf í átta tíma á sólarhring“

Stjórnvöld í Kína hvöttu fólk til að birta jákvæðar hliðar innilokunarinnar á samfélagsmiðlum. „Ég missti tíu kíló, las tvær bækur, prófaði klippingu sem ég hefði annars aldrei þorað að gera, svaf í átta tíma á sólarhring. Næsta skref er að missa fleiri kíló og aðlagast samfélaginu á nýjan leik,“ skrifaði einn íbúi borgarinnar á samfélagsmiðilinn Weibo.

56 milljónir íbúa voru í fyrirskipaðri sóttkví

Wuhan var lokað með skömmum fyrirvara, en borgin var fyrsti þéttbýlisstaðurinn í heimi til að grípa til aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19. Í kjölfarið fylgdu aðrar borgir í Hubei héraði og samtals voru 56 milljónir íbúa á svæðinu í sóttkví að fyrirskipan yfirvalda. Kínversk stjórnvöld segja aðgerðirnar hafa heppnast vel, mjög hafi hægt á útbreiðslunni og réttlæta megi þessar hörðu aðgerðir fullkomnlega.

Um það eru skiptar skoðanir. Á meðan kínversk stjórnvöld segjast hafa hægt á útbreiðslunni með því að loka þennan hluta landsins af frá öðrum landshlutum, hafa þau verið gagnrýnd fyrir að hafa brugðist of seint við. Hægt hefði verið að grípa til mildari aðgerða fyrr og koma þannig í veg fyrir svo umfangsmiklar aðgerðir.

Segja ástandið ekki eins gott og fullyrt sé

Samkvæmt opinberum tölum kínverskra stjórnvalda hafa rúmlega 50.000 íbúar Wuhan sýkst af veirunni 2.500 látist af völdum hennar, en grunsemdir eru um að talan sé hærri. Þetta eru 77% þeirra dauðsfalla sem kínversk yfirvöld segja að hafi orðið af völdum COVID-19 í landinu. 

„Ástandið er ekki jafn gott og fullyrt er,“ segir Yao sem býr í Wuhan við The Guardian. Hún seir að margir íbúar borgarinnar óttist smit frá fólki, sem sýnir engin einkenni, nú þegar samgangur á milli fólks hefur verið leyfður að nýju.

Bera smit inn í Kína frá öðrum löndum

Nokkuð hefur verið um að Kínverjar, búsettir utan heimalandsins, hafi borið veiruna með sér inn í landið. Til dæmis var tilkynnt um 698 slík smit í gær, samkvæmt frétt CNN.

„Á meðan heimsfaraldur geisar er þessu ekki lokið í Kína. Við erum einfaldlega komin á nýjan stað“ 

Það, að engin ný tilvik hafi komið upp, þýðir ekki að hættan sé liðin hjá, segir í kínverska dagblaðinu People’s Daily í dag. CNN hefur eftir Zeng Guang, sem er sóttvarnalæknir Kína, að faraldrinum sé síður en svo lokið í landinu.  „Á meðan heimsfaraldur geisar er þessu ekki lokið í Kína. Við erum einfaldlega komin á nýjan stað,“ segir læknirinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár