Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sólveig starfar á smitsjúkdómadeild: „Ég hef stundum grátið“

Sól­veig Gylfa­dótt­ir er stolt af því að starfa á smit­sjúk­dóma­deild nú þeg­ar kór­óna­veir­an herj­ar á. Stars­fólk­ið leggi sig fram um að vera upp­lífg­andi og gera það besta úr að­stæð­un­um. „Það hlýt­ur að vera erfitt að vera í þeirra spor­um þar sem við kom­um alltaf uppá­klædd eins og geim­far­ar inn til þeirra.“

Sólveig starfar á smitsjúkdómadeild: „Ég hef stundum grátið“

Sólveig Gylfadóttir vinnur á smitsjúkdómadeild og segir starfið allt í senn gefandi, krefjandi og erfitt á köflum: „Ég viðurkenni að ég hef stundum grátið“. 

Nú séu skrítnir tímar, en það fylli hana stolti og gleði að vinna á smitsjúkdómadeild, því hún treysti sér til að gefa sig alla að skjólstæðingum sínum þar. „Það hlýtur að vera erfitt að vera í þeirra sporum þar sem við komum alltaf uppáklædd eins og geimfarar inn til þeirra. Ég reyni eftir bestu getu að vera upplífgandi og gleðja, auk þess reyna sýna samhygð og hlýju, sem og læt skjólstæðingana mína vita að ég sé til staðar fyrir þá sama hvað.“

Aðlagast breyttum aðstæðum

Starfsfólk smitsjúkdómadeildar eru hetjur, segir hún. Þar þurfi starfsfólk að laga sig að breyttum aðstæðum en allir séu tilbúnir til að leggja á sig ómælda vinnu til að tryggja að allt gangi vel.

„Við erum hér fyrir þig“ 

„Enn er auðvitað mikil óvissa hvað verður og hversu margir veikjast alvarlega og þurfa innlögn.“ Starfsandinn sé engu að síður sterkari en aldrei fyrr og starfsliðið tilbúið til að mæta því sem koma skal. Faraldurinn sé þrátt fyrir allt tímabundið ástand.„Við erum hér fyrir þig.“ 

Færir persónulegar fórnir

Sjálf hafi hún þurft að færa fórnir, hún hafi tekið ákvörðun um að hitta hvorki vini né fjölskyldu á meðan faraldurinn gengur yfir, ekki nema maka sinn, dóttur og stjúpson. Aðra hitti hún ekki, ekki einu sinni foreldra sína eða nánustu fjölskyldu. 

„Þar sem ég er í framlínu get ég ekki verið að veikjast.“

Hún vill heldur ekki taka áhættu af því að hafa smitast í gegnum starfið og smita síðan aðra. Þá sé betra að loka á allt félagslíf um óákveðinn tíma. 

Samningslaus stétt

„Hjúkrunarfræðingar fórna ýmsu fyrir vinnuna,“ segir hún um leið og hún bendir á að þeir séu samningslausir. „Þessi mikilvæga stétt gerir allt fyrir samfélagið en ríkið getur ekki séð sóma sinn í að semja um mannsæmandi laun fyrir ábyrgð, tryggð og þá ástríðu sem hjúkrunarfræðingar leggja í störf sín. Eitt sem ég veit er að ef ekki verður samið til hins betra mun verða flótti úr stéttinni.“

Skrítnir tímar á smitsjúkdómadeild 

Þetta eru svo sannarlega skrítnir tímar.

Að vera vinna uppá smitsjúkdómadeild á þessum tíma fyllir mig miklu stolti og gleði að vissu leyti. Afþví ég treysti mér til og vil gefa mig alla í að sinna þessum skjólstæðingahópi, alveg eins og öðrum skjólstæðingum. Það hlýtur að vera erfitt að vera í þeirra sporum þar sem við komum alltaf upp klædd eins og geimfarar inn til þeirra. Ég reyni eftir bestu getu að vera upplífgandi og gleðja, auk þess reyna sýna samhygð og hlýju, sem og læt skjólstæðingana mína vita að ég sé til staðar fyrir þá sama hvað.

Ég elska vinnuna mína ólýsanlega mikið, hún er gefandi, krefjandi, erfið á tímum og viðurkenni að ég hef stundum grátið, við megum ekki gleyma að við erum mennsk.

Ég reyni að vinna eins mikið og ég get núna afþví ég veit að samfélagið þarfnast okkar. Þess á milli reyni ég að hvíla mig, njóta með 11 mánaða dóttur minni, ég er dugleg að sleppa mér og gleyma mér í að dansa um gólf og syngja barnalög með henni, hugleiða og fara í göngutúra með hundinn minn. Ég tók sjálf ákvörðun um að hitta ekki vini né fjölskyldu á meðan þetta gengur yfir. Ég hitti jú maka minn, dóttur og stjúpson en ekki foreldra mína, aðra fjölskyldumeðlimi, né vini mína. Þar sem ég er í framlínu get ég ekki verið að veikjast og tek ekki áhættu þar sem ég er að sinna jákvæðum Covid19 sjúklingum að ef ég er smituð að ég fari að smita aðra.

Þannig ég myndi segja að hjúkrun sé lífsstíll. Hjúkrunarfræðingar fórna ýmsu fyrir vinnuna. Þeir loka sig sjálfir frá félagslífi, koma til baka þegar á reynir og samfélagið þarf á þeim að halda. Og ekki má gleyma að hjúkrunarfræðingar eru samningslausir. Þessi mikilvæga stétt gerir allt fyrir samfélagið en ríkið getur ekki séð sóma sinn í að semja um mannsæmandi laun fyrir ábyrgð, tryggð og þá ástríðu sem hjúkrunarfræðingar leggja í störf sín. Eitt sem ég veit er að ef ekki verður samið til hins betra mun verða flótti úr stéttinni.

Starfsfólk smitsjúkdómadeildar eru þvílíkar hetjur. Við þurfum að aðlaga okkur allskonar breytingum sem munu koma og vinna við öðruvísi aðstæður. Það er ótrúlegt hvað allir eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að þetta gangi nú allt vel. Ég er svo ólýsanlega stolt að vinna á þessari deild. Auðvitað er enn mikil óvissa hvað verður og hversu margir veikjast alvarlega og þurfa innlögn. En starfsandinn er sterkari sem aldrei fyrr og við erum tilbúin í komandi tíma, sama hvað gerist. Við stöndum saman og förum í gegnum þetta saman, þetta er tímabundið ástand og mun ganga yfir.

Árið 2020 er tileinkað hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun, hver hefði trúað því að við fengjum svona mikilvægt verkefni að vinna.

Við erum hér fyrir þig.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár