Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Heilbrigðisstarfsfólk í hættu: 51 læknir á Ítalíu hefur látist af völdum Covid-19

Ít­alska dag­blað­ið Corri­ere della Sera held­ur yf­ir­lit yf­ir þá lækna sem hafa lát­ist í land­inu í bar­átt­unni við Covid-19. Heil­brigð­is­starfs­fólk sem með­höndl­ar Covid-19 sjúk­linga virð­ist vera í meiri hættu að veikj­ast al­var­lega af sjúk­dómn­um. Með­al­ald­ur ít­ölsku lækn­anna er langt und­ir með­al­tali þeirra sem lát­ist hafa af sjúk­dómn­um á Ítal­íu.

Heilbrigðisstarfsfólk í hættu: 51 læknir á Ítalíu hefur látist af völdum Covid-19
Einungis 49 ára Yngsti læknirinn sem hefur látist á Ítalíu í baráttunni við Covid 19, Ivano Garzena, var einungis 49 ára gamall. Hann sést hér með 5 ára syni sínum, Matteo.

51 læknir hefur látist á Ítalíu vegna Covid-19 sjúkdómsins. Ítalska blaðið Corriere della Sera fjallar um ítölsku læknana sem hafa tínt lífi í baráttu við sjúkdóminn og uppfærir stöðugt tölurnar yfir fjölda þeirra sem falla frá. Með þessu heiðrar ítalska blaðið þær fórnir sem læknarnir og heilbrigðisstarfsfólk í landinu færir þessa dagana við að berjast við Covid-faraldurinn.

Ítalía er það í land í heiminum þar sem langflest dauðsföll vegna sjúkdómsins hafa verið og dóu tæplega þúsund manns á einum degi vegna sjúkdómsins í fyrradag. Nærri 11 þúsund manns hafa nú látið lífið á Ítalíu af völdum Covid. 

Í texta Corriere della Sera um læknana segir: „Margir af læknunum eru heimilislæknar en líka tannlæknar, smitsjúkdómalæknar og svæfingalæknar. Fjöldi heilbrigðisstarfsfólks sem hefur sýkst af sjúkdómnum er komið upp í 6205. Þeir hafa tínt lífi sínu við það að reyna að bjarga lífum sinna eigin sjúklinga.“ 

Í grein ítalska blaðsins La Republicca um sama efni kemur fram að heildarfjöldi heilbrigðisstarfsfólks sem hefur látist sé nú kominn upp í 712. Þetta þýðir að dánartíðnin meðal heilbrigðisstarfsfólks á Ítalíu er  rúmlega 11 prósent miðað við tölur um að meira en 6200 heilbrigðisstarfsmenn hafi fengið sjúkdóminn. 

Sumir af læknunum sem hafa látist voru sestir í helgan stein en höfðu verið kallaðir aftur til starfa til að aðstoða við að berjast gegn Covid-faraldrinum, meðal annars tannlæknar á efri árum. Meðalaldur læknanna er umtalsvert lægri en þeirra einstaklinga sem látist hafa á Ítalíu í heildina en meðalaldur hinna látnu í landinu er rúmlega 80 ár. 

Margir af læknunum sýkust af sjúkdómnum í kjölfar þess að fyrstu smitin komu upp á Norður-Ítalíu (en smitfaraldurinn hófst þar í Evrópu eftir að hafa borist frá Kína).  Fólk sem sýktist leitaði sér læknisaðstoðar án þess að læknarnir sem hjúkruðu þeim væru í þeim hlífðarbúnaði sem nú er vitað að getur varið heilbrigðisstarfsfólk í meira mæli fyrir smitum. 

„Bróðir, við erum hérna til að vinna og til að berjast.“

Var við það að setjast í helgan steinVicenza Amato, sem starfaði á sjúkrahúsinu í Bergamo, var við það að setjast í helgan stein þegar hún lést. Hún var 67 ára gömul.

Yngsti læknirinn var 49 ára gamall 

Yngsti læknirinn sem hefur látist á Ítalíu var Ivan Garzena, 49 ára gamall tannlæknir frá borginni Tórínó.  Ivan var giftur og átti einn 5 ára gaman son, Matteo. Hann lést þann 24. mars síðastliðinn eftir að hafa byrjað kenna sér meins og átt í öndunarerfiðleikum tveimur vikum áður. Hann var fluttur á sjúkrahús þann 22. mars en allt kom fyrir ekki og lést hann tveimur dögum síðar. 

Af læknunum 51 sem hafa fallið frá eru 50 karlmenn og ein kona, Vicenza Amato, sem starfaði sem læknir í borginni Bergamo í Lombardy-héraði, borg sem sem hefur orðið mjög illa úti í Covid-19 faraldrinum. Amato var 67 ára gömul þegar hún féll frá eiginmanni sínum og þremur uppkomnum börnum. Í viðtali við Corriere della Sera nefnir bróðir hennar að hún hafi verið við það að setjast í helgan stein eftir nokkra mánuði: „Hún hefði helgað sig fjölskyldunni af öllum hug og hjarta, hún hefði verið mamma og amma og ekkert annað,“ segir hann. 

Annað dæmi er heimilislæknirinn Roberto Stella sem var einnig 67 ára þegar hann lést þann 10. mars síðastliðinn. Hann starfaði sem heimilislæknir í bænum Busto Arsizio í nágrenni Mílanó-borgar. Stella tók þá ákvörðun að hjúkra sjúklingum sínum áfram eftir að hann varð veikur sjálfur en hann var á endanum lagður inn á spítala borginni Como þar sem hann lést. Í grein Corriere della Sera er haft eftir vini hans og kollega, Saverio Chiaravalle, að síðustu orð hans við hann hafi verið. „Bróðir, við erum hérna til að vinna og til að berjast.“

Roberto Stella

„Ónæmiskerfi hennar, líkt og hjá mörgum öðrum heilbrigðisstarfsmönnum kann að hafa verið orðið veikt vegna þess hversu mikið hún var útsett fyrir sjúkdómnum.“ 

Meiri snerting við vírusinn - meiri hætta?

Talið er að heilbrigðisstarfsfólki sem vinnur við að sinna og hjúkra Covid-smituðum, líkt og þeir ítölsku læknar sem fjallað er um í fjölmiðlum á Ítalíu, stafi meiri hætta af sjúkdómnum sökum þess hve nálægð þeirra við vírusinn er tíð og mikil. Um þetta hefur verið fjallað víða í fjömiðlum síðustu vikurnar.

Í viðtali við CNN um miðjan mars sagði Dr. Peter Hotez, prófessor við læknisfræðideild Baylor-háskóla í Bandaríkjunum að ástæðan fyrir þessu væri ókunn. „Við vitum um hina háu dánartíðni hjá eldra fólki en af ástæðum sem okkur eru ókunnar eiga þeir heibrigðisstarfsmenn sem vinna með Covid-smituðum meiri hættu á að verða alvarlega veikir þrátt fyrir yngri aldur,“ sagði Hotez. „Kannski er það vegna þess að þeir verða fyrir meiri snertingu við meira magn af vírusnum,“ sagði hann tók jafnframt fram að þetta væri tilgátu og að rannsaka þyrfti þetta atriði betur. 

Eitt af því sem er bent á í þessari umræðu er að kínverski læknirinn Li Wenliang frá borginni Wuhann, sá sem reyndi að vara yfirvöld þar í landi við útbreiðslu Covid, lést einungis nokkrum vikum eftir að hann komst í snertingu við vírusinn. Hann var einungis 34 ára. Sömu sögu er að segja um marga aðra kínverska lækna eins og meltingarlækninn, Xia Sisi, sem var einungis 29 ára, og The New York Times fjallaði sérstaklega um í grein. Dánarorsök Sisi er ekki að fullu kunn en blaðamaður New York Times bendir á möguleikann á því að stöðugt nálægð hennar við kórónaveiruna á spítalanum þar sem hún vann við að hjálpa fólk með Covid-19 sjúkdóminn kunni að spila þar inn í. „Ónæmiskerfi hennar, líkt og hjá mörgum öðrum heilbrigðisstarfsmönnum kann að hafa verið orðið veikt vegna þess hversu mikið hún var útsett fyrir sjúkdómnum.“ 

Í sænska blaðinu Dagens Nyheter í gær var birt grein um þetta og af hverju svo mikilvægt er að sjá heilbrigðisstarfsfólki fyrir besa mögulega útbúnaði og hlífðarklæðnaði til að verja það gegn vírusnum. Bæði Svíþjóð og Ísland geta litið til Kína og Ítalíu sem fordæma að þessu leyti þar sem svo margir ungir og miðaldra læknar hafa látið lífinu, sérstaklega í upphafi þess að Covid-faraldrinum braust út í löndunum.

Í grein eins af vísindablaðamönnum Dagens Nyheter, Amina Manzoor, segir meðal annars um þetta: „Það eru til nokkrar rannsóknir sem benda ti að manneskjur sem eru mjög sjúkar af Covid-19 séu með meira magn af vírusum í líkamanum en einstakingar sem eru ekki eins sjúkir og eru með minni einkenni. Sams konar reynsla var af SARS-sjúkdómnum og almennri inflúensu,“ segir Manzoor en af þessu leiðir að þeir sem verða fyrir vírusnum frá þessum einstaklingum eru í meiri hættu. 

Hún bendir svo á hið augljósa að ef læknar og heilbrigðisstarfsfólk veikist vegna þess að hlífðarbúnaður þess er ekki nægilega góður og að þá séu einnig færri hendur til að lækna þá sem sýkjast af Covid-19.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár