Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Útlendingastofnun leitar að nýjum samstarfsaðila

Út­lend­inga­stofn­un leit­ar nú að nýj­um sam­starfs­að­ila til að fram­kvæma ald­urs­grein­ing­ar á tönn­um, en Há­skóli Ís­lands hef­ur ákveð­ið að fram­lengja ekki samn­ing sinn við stofn­un­ina um slík­ar grein­ing­ar.

Útlendingastofnun leitar að nýjum samstarfsaðila
Háskóli Íslands Háskólaráð skólans ákvað að samningur hans við Útlendingastofun um framkvæmd tanngreininga á umsækjendum um alþjóðlega vernd yrði ekki endurnýjaður. Útlendingastofnun leitar nú að nýjum samstarfsaðila.

Útlendingastofnun leitar nú að nýjum samstarfsaðila til að framkvæma aldursgreiningar á tönnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, en háskólaráð Háskóla Ísland ákvað á fundi sínum á föstudaginn að framlengja ekki samning skólans við Útlendingastofnun um slíkar greiningar. 

Tilkynnt var á vefsíðu Háskóla Íslands í dag að samningurinn yrði ekki framlengdur. Þar segir meðal annars að þegar hann var undirritaður í mars í fyrra hafi HÍ komið ábendingum til dómsmálaráðherra um að í bókun barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna komi meðal annars fram að ríki skuli notast við fjölþætt mat á líkamlegum og andlegum þroska barna og að forðast eigi að notast við klínískar aldursgreiningar á tönnum.

HÍ hafi komið sömu sjónarmiðum á framfæri í athugasemdum við frumvarp um breytingu á útlendingalögum síðastliðið haust.  Í skriflegu svari til Stundarinnar segir Þórhildur Líndal, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, að þessum ábendingum háskólans hafi verið komið á framfæri við dómsmálaráðherra og því geti stofnunin ekki svarað því hvernig brugðist var við þeim. 

Tanngreiningin í samræmi við lög

Umræddur samningur gildir til 25. mars næstkomandi. Í tilkynningu á vefsíðu Útlendingastofnunar segir að stofnunin vilji árétta að verklag hennar við ákvörðun á aldri, sem byggi á „heildstæðu mati á aðstæðum einstaklings, frásögn hans, framlögðum gögnum og eftir atvikum aldursgreiningu á tönnum, sé í fullu samræmi við ákvæði gildandi laga og reglugerðar um útlendinga,“ eins og segir í tilkynningunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu