Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Útlendingastofnun leitar að nýjum samstarfsaðila

Út­lend­inga­stofn­un leit­ar nú að nýj­um sam­starfs­að­ila til að fram­kvæma ald­urs­grein­ing­ar á tönn­um, en Há­skóli Ís­lands hef­ur ákveð­ið að fram­lengja ekki samn­ing sinn við stofn­un­ina um slík­ar grein­ing­ar.

Útlendingastofnun leitar að nýjum samstarfsaðila
Háskóli Íslands Háskólaráð skólans ákvað að samningur hans við Útlendingastofun um framkvæmd tanngreininga á umsækjendum um alþjóðlega vernd yrði ekki endurnýjaður. Útlendingastofnun leitar nú að nýjum samstarfsaðila.

Útlendingastofnun leitar nú að nýjum samstarfsaðila til að framkvæma aldursgreiningar á tönnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, en háskólaráð Háskóla Ísland ákvað á fundi sínum á föstudaginn að framlengja ekki samning skólans við Útlendingastofnun um slíkar greiningar. 

Tilkynnt var á vefsíðu Háskóla Íslands í dag að samningurinn yrði ekki framlengdur. Þar segir meðal annars að þegar hann var undirritaður í mars í fyrra hafi HÍ komið ábendingum til dómsmálaráðherra um að í bókun barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna komi meðal annars fram að ríki skuli notast við fjölþætt mat á líkamlegum og andlegum þroska barna og að forðast eigi að notast við klínískar aldursgreiningar á tönnum.

HÍ hafi komið sömu sjónarmiðum á framfæri í athugasemdum við frumvarp um breytingu á útlendingalögum síðastliðið haust.  Í skriflegu svari til Stundarinnar segir Þórhildur Líndal, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, að þessum ábendingum háskólans hafi verið komið á framfæri við dómsmálaráðherra og því geti stofnunin ekki svarað því hvernig brugðist var við þeim. 

Tanngreiningin í samræmi við lög

Umræddur samningur gildir til 25. mars næstkomandi. Í tilkynningu á vefsíðu Útlendingastofnunar segir að stofnunin vilji árétta að verklag hennar við ákvörðun á aldri, sem byggi á „heildstæðu mati á aðstæðum einstaklings, frásögn hans, framlögðum gögnum og eftir atvikum aldursgreiningu á tönnum, sé í fullu samræmi við ákvæði gildandi laga og reglugerðar um útlendinga,“ eins og segir í tilkynningunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu