Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Útlendingastofnun leitar að nýjum samstarfsaðila

Út­lend­inga­stofn­un leit­ar nú að nýj­um sam­starfs­að­ila til að fram­kvæma ald­urs­grein­ing­ar á tönn­um, en Há­skóli Ís­lands hef­ur ákveð­ið að fram­lengja ekki samn­ing sinn við stofn­un­ina um slík­ar grein­ing­ar.

Útlendingastofnun leitar að nýjum samstarfsaðila
Háskóli Íslands Háskólaráð skólans ákvað að samningur hans við Útlendingastofun um framkvæmd tanngreininga á umsækjendum um alþjóðlega vernd yrði ekki endurnýjaður. Útlendingastofnun leitar nú að nýjum samstarfsaðila.

Útlendingastofnun leitar nú að nýjum samstarfsaðila til að framkvæma aldursgreiningar á tönnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, en háskólaráð Háskóla Ísland ákvað á fundi sínum á föstudaginn að framlengja ekki samning skólans við Útlendingastofnun um slíkar greiningar. 

Tilkynnt var á vefsíðu Háskóla Íslands í dag að samningurinn yrði ekki framlengdur. Þar segir meðal annars að þegar hann var undirritaður í mars í fyrra hafi HÍ komið ábendingum til dómsmálaráðherra um að í bókun barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna komi meðal annars fram að ríki skuli notast við fjölþætt mat á líkamlegum og andlegum þroska barna og að forðast eigi að notast við klínískar aldursgreiningar á tönnum.

HÍ hafi komið sömu sjónarmiðum á framfæri í athugasemdum við frumvarp um breytingu á útlendingalögum síðastliðið haust.  Í skriflegu svari til Stundarinnar segir Þórhildur Líndal, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, að þessum ábendingum háskólans hafi verið komið á framfæri við dómsmálaráðherra og því geti stofnunin ekki svarað því hvernig brugðist var við þeim. 

Tanngreiningin í samræmi við lög

Umræddur samningur gildir til 25. mars næstkomandi. Í tilkynningu á vefsíðu Útlendingastofnunar segir að stofnunin vilji árétta að verklag hennar við ákvörðun á aldri, sem byggi á „heildstæðu mati á aðstæðum einstaklings, frásögn hans, framlögðum gögnum og eftir atvikum aldursgreiningu á tönnum, sé í fullu samræmi við ákvæði gildandi laga og reglugerðar um útlendinga,“ eins og segir í tilkynningunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár