Tanngreiningar á fólki, sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi, verða ekki lengur framkvæmdar á vegum Háskóla Íslands, en skólinn hefur gert slíkar greiningar fyrir Útlendingastofnun um árabil. Þetta var samþykkt á fundi háskólaráðs HÍ í síðustu viku. Ekki liggur fyrir hvort stofnunin hyggist fá aðra aðila til að gera greiningarnar eða nota aðrar aðferðir til að greina aldur fólks, þegar vafi leikur á honum. Þátttaka háskólans í þessu hefur lengi verið gagnrýnd, meðal annars af Stúdentaráði HÍ.
„Afstaða Stúdentaráðs hefur alla tíð verið hörð, þessi framkvæmd fylgir ekki ítrustu vísindalegum stöðlum, við teljum hana siðferðilega ranga og við fögnum því að Háskóli Íslands hafi slitið samningnum, “ segir Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Ráðið hefur ítrekað krafist þess að háskólinn slíti samningnum, meðal annars á þeim forsendum að það sé ekki í samræmi við stefnu skólans að taka að sér slíkt hlutverk í ferli fylgdarlausra ungmenna …
Athugasemdir