Efling hefur um margra ára skeið látið vinna könnun á meðal eigin félagsmanna þar sem kjör þeirra eru könnuð, sem og viðhorf þeirra. Nýjasta slík könnun, sem opinber er, var unnin árið 2018 og birt í nóvember það ár. Fjöldi þátttakenda var yfir 1.000 og þykir könnunin gefa góða vísbendingu um viðhorf og stöðu félagsmanna Eflingar.
Í könnuninni kom fram að Eflingarfólk vann almennt meira en annað fullvinnandi fólk árið 2018, miðað við tölur Hagstofunnar um vinnutíma allra á vinnumarkaði. Meðalfjöldi vinnustunda á viku hjá öllum var samkvæmt Hagstofunni 44,6 stundir en Eflingarfélagar unnu 46,5 stundir á viku að meðaltali. Yfir helmingur svarenda í könnun Eflingar fékk þá greiddar yfirvinnugreiðslur, 52,6 prósent, og 72 prósent svarenda fengu einhverjar greiðslur ofan á grunnlaun sín.

Langflestir undir miðgildi launa
Árið 2018 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna í landinu að meðaltali 721 þúsund krónur á mánuði samkvæmt tölum …
Athugasemdir