Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Syrgði eiginmanninn sem vildi verða kona

Helga Snæ­dal var í ham­ingju­sömu hjóna­bandi þeg­ar þörf eig­in­manns­ins til að klæða sig í kven­manns­föt ágerð­ist. Hann ákvað síð­an að fara í kyn­leið­rétt­inga­ferli og fannst hún ósann­gjörn að vilja skiln­að. Grét­ar Veig­ar Grét­ars­son var stóra ást­in í lífi henn­ar og skiln­að­ur­inn var sár.

Í dag hafa þær Helga Snædal og Veiga Grétarsdóttir yfirstigið erfiðleikana sem fylgdu kynleiðréttingu Veigu og þeim stóru breytingum sem varð á lífi þeirra beggja í kjölfarið. Þær sammælast um að vinátta og gagnkvæm virðing sé mikilvæg til að ala upp átta ára gamla dóttur þeirra. Áður en þær komust á þennan stað þurfti Helga tíma og aðstoð fagfólks til þess að jafna sig á álaginu og streitunni sem fylgdi því að eiginmaður hennar tók ákvörðun um að verða kona. 

Helga deilir hér reynslu sinni sem fyrrverandi eiginkona manns sem vildi verða kona og er búinn að ganga í gengum kynleiðréttingarferlið. „Ég tala alltaf um hann þegar ég tala um fortíðina,“ segir Helga. „Veiga vill samt meina að hún hafi alltaf verið kona. Hún var þó ekki konan mín. Veigar var maðurinn minn.“

Fór heim með fiðrildi í maganum 

Þau Veigar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár