„Ég er þakklát stúlkunni sem sagði frá því að hann hefði dreift myndum af henni. Það hefur örugglega ekki verið auðvelt fyrir hana.“ Þetta segir móðir unglingsdrengs, sem þróaði með sér klámfíkn þegar hann var 13 ára og dreifði kynferðislegum myndum af jafnöldrum sínum. Hún segir ómögulegt að segja til um hvernig þessi hegðun hefði þróast hefði stúlkan ekki látið vita. Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur segir klámfíkn ungmenna falið vandamál og hann hefur haft níu ára gömul börn til meðferðar vegna klámáhorfs.
„Við foreldrarnir höfðum haft áhyggjur af honum í nokkurn tíma. Hann var kominn í nýjan félagsskap stráka sem við þekktum ekki, einkunnum hans hafði hrakað, hann var orðinn hortugur og lyginn og komst ítrekað upp á kant við fjölskyldu, vini og kennara. Í þokkabót var hann gripinn við að veipa. Við höfðum rætt við sálfræðing skólans, sem gerði mat á honum þar sem ekkert athugavert kom fram. Við …
Athugasemdir