Þrátt fyrir að nafn Hildar Guðnadóttur kunni að vera frekar nýtt fyrir mörgum Íslendingum þá hefur Hildur verið í hringiðu íslensku tónlistarsenunnar um árabil og þá einkum jaðarbundna hlutanum. Hún er fædd árið 1982 í Reykjavík en faðir hennar er Guðni Franzson klarinettuleikari og móðir hennar Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, útvarpskona og óperusöngkona.
Hildur á systurina Guðrúnu Höllu Guðnadóttur og bræðurna Þórarinn Guðnason, meðlim Agent Fresco, Óla Guðmundsson og Finn Torfa Þorgeirsson. Hún ólst upp í Hafnarfirði og gekk í Öldutúnsskóla. Ung að árum, eða árið 1997, stofnaði Hildur hljómsveitina Woofer ásamt þremur piltum úr Hafnarfirði og tók þátt í Músiktilraunum við góðar undirtektir. „Báðir foreldrar mínir eru tónlistarmenn og margir í fjölskyldunni. Tónlist hefur verið í kringum mig síðan áður en ég fæddist. Ég held ég hafi farið í fyrsta sellótímann fimm ára,“ sagði Hildur í viðtali við Morgunblaðið árið 2005 þegar hún brautskráðist úr námi við Listaháskóla Íslands af …
Athugasemdir