Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mest lesnu pistlar ársins: Samherji, kynbundið ofbeldi og íslensk sumarkvöld

Bar­átt­an gegn kyn­bundnu of­beldi var um­fjöll­un­ar­efni fimm af tíu mest lesnu pistl­um Stund­ar­inn­ar, en þar var einnig fjall­að um Sam­herja­skjöl­in, stétta­skipt­ingu, ís­lensk su­mar­kvöld og um­deild­an gjörn­ing Hat­ara.

Mest lesnu pistlar ársins: Samherji, kynbundið ofbeldi og íslensk sumarkvöld

1 Sómakennd Samherja 

Mest lesni pistill ársins fjallaði um Samherjaskjölin. Þar sagði frá því hvernig Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur tekið sér hlutverk þolanda í íslensku samfélagi. Hann hefur kvartað undan „árásum“ eftirlitsaðila og reynt að fá þá í fangelsi. Í ljós er komið að Samherji stendur fyrir stórfelldum mútugreiðslum til að ná undir sig fiskveiðikvóta.

Leiðari eftir Ingibjörg Döggu Kjartansdóttur og Jón Trausta Reynisson

Birtist 12. nóvember. 

54623 lásu.

4.400 líkaði við.

2 Þegar ég trúði því að ég væri í millistétt 

Hún fæddist á svipuðum tíma og ójöfnuður margfaldaðist í íslensku samfélagi en taldi sér alltaf trú um að hún væri í millistétt því sannnleikurinn var of sár. Skömmin var samt alltaf þarna. Skömmin yfir nestinu, fötunum, blokkinni, því að hún gæti ekki æft íþróttir eða lært á hljóðfæri.

Höfundur Alma Mjöll Ólafsdóttir. 

Birtist 5. febrúar. 

49702 lásu. 

5.700 líkaði við.

3 Hin stóra fréttin er að birtast okkur

Stundin hélt áfram umfjöllun um Samherjaskjölin. „Fallegt veður, finnst mér hérna úti,“ svaraði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja um mútumálið, áður en hann kvartaði undan einhliða umfjöllun. Þingmenn og fyrrverandi dómsmálaráðherrar tóku sig síðan til við að veita Samherja skjól og gott veður.

„Fallegt veður, finnst mér hérna úti“

Leiðari eftir Jón Trausti Reynisson. 

Birtist 22. nóvember. 

48.012 lásu. 

2.300 líkaði við.

4 Að eigna sér baráttu annarra: Hatari í Eurovision

„Trúa þeir því virkilega að listin í þessu tilfelli hafi einhvern göfugan tilgang?“ spurði Nína Hjálmarsdóttir listgagnrýnandi vegna þátttöku Hatara í Eurovision.

Birtist 23. febrúar. 

4.000 líkaði við.

5 Kona féll fram af svölum

Fyrst kynbundið ofbeldi þrífst í íslensku samfélagi má biðja um að þeim konum sem þurfa að búa við það og verða fyrir því sé sýnd sú lágmarksvirðing að veruleiki þeirra sé í það minnsta viðurkenndur?

Leiðari eftir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Birtist 20. september. 

6.300 líkaði við.

6 Nauðgun af gáleysi

„Ástæða þess að ég ákvað loksins að skrifa þetta niður er frekar vandræðaleg, ég fór að gráta vegna þess að mér var ekki boðið í partí. Ég sat í herberginu mínu heima hjá foreldrum mínum, nýorðin 27 ára gömul, og eftir alla vinnuna sem ég hafði lagt á mig síðasta ár þá grét ég vegna þess að geranda mínum var boðið í partí og þar af leiðandi var ég ekki velkomin.“

Hvað á að gera ef vinur manns nauðgar? spurði Kristlín Dís. 

Birtist 27. febrúar. 

2.200 líkaði við. 

7 Hvernig þaggað var niður í þolendum

Það sem við lærðum af biskupsmálinu er þetta: Konurnar voru taldar ótrúverðugar, vegið var að andlegri heilsu þeirra og ásetningurinn sagður annarlegur. Þeir sem tóku afstöðu voru kallaðir ofstækisfólk og málið var þaggað niður. Hljómar kunnulega? Þessi málflutningur hefur verið endurtekinn í hverju málinu á fætur öðru, nú síðast átti að afskrifa frásagnir sjö kvenna með því að dóttir mannsins væri geðveik.

Leiðari eftir Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur.

Birtist 25. janúar. 

3.500 líkaði við. 

8 Hræðileg mistök í aðsigi: Til varnar sumarkvöldum

Meirihluti þjóðarinnar vill breyta klukkunni þannig að birtustundum í vökutíma fækki verulega, að stórum hluta vegna þess að unglingar sofa of lítið. Til þess verður fórnað björtum síðsumarskvöldum og myrkum eftirmiðdögum fjölgað á vetrum.

Höfundur Jón Trausti Reynisson. 

Birtist 27. febrúar. 

5.700 líkaði við. 

9 Tími hinna klikkuðu kunta

Karlaklíka í Frakklandi notaði margvíslegar aðferðir til að niðurlægja og einelta konur. Konur hafa lýst því hvernig aðferðir þeirra urðu til þess að þær misstu smám saman flugið og kulnuðu í starfi. En kvenhatrið hafði ekki slæm áhrif á feril karlanna. Þvert á móti fengu þeir vaxandi völd og áhrif.

Höfundur Þórdís Elva Þorvaldsdóttir.

Birtist 8. mars. 

3.600 líkaði við. 

10 Saga Sigrúnar Pálínu - saga samfélags

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir féll frá á árinu. Hennar verður minnst með þakklæti fyrir hugrekki, þrautseigju og baráttuvilja. 

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir skrifaði leiðara í minningu hennar. 

Birtist 5. apríl.

4.800 líkaði við. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár