Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Varpar nýju ljósi á kvenímyndir úr goðsögnum

Ástr­alska lista­kon­an Nara Wal­ker end­urtúlk­ar sög­ur af þrem­ur kon­um úr vest­ræn­um goð­sögn­um á nýj­an og vald­efl­andi hátt í nýrri mynd­list­ar­sýn­ingu sinni. Nara seg­ist vera fórn­ar­lamb feðra­veld­is­ins og nýt­ir reynslu sína sem inn­blást­ur til að berj­ast gegn kyn­bundnu of­beldi.

„Þegar ég var unglingur og í háskóla átti ég það gjarnan til að nota hendurnar mínar við listsköpun, jafnvel þegar ég var að mála. Í þessu verki byrjaði ég á að teikna höndina mína á strigann, og allt hitt spratt þaðan.“

Svona lýsir Nara Walker, áströlsk listakona, uppsprettu að fyrsta málverkinu sem hún sýnir blaðamanni Stundarinnar í stúdíóinu sínu og er hluti af væntanlegri sýningu hennar. Blóðrautt handfar í horninu verður að óreiðufullri litasprengingu þar sem dökk form keppast um athygli áhorfandans. Auk handarfarsins má finna eitthvað sem líkist auga, eggi, andliti, lindýri og fleiri óræð form.

Hún segir að þetta hafi verið fyrsta málverkið sem hún skapaði eftir að hafa losnað úr fangelsi í vor. Nara var sakfelld í fyrra fyrir stórfellt ofbeldisbrot eftir að hafa bitið bút úr tungu þáverandi eiginmanns síns og ráðast á vinkonu hans. Hún hefur ávallt haldið því …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár