Þakklæti er fyrsta orðið sem kemur upp í huga Írisar þegar hún hugsar um nýafstaðna aldamótatónleika – þakklæti fyrir að hafa fengið að stíga aftur á svið, sem var svo stór þáttur af lífi hennar „Ég verð að viðurkenna að ég hélt allt eins að ég hefði misst af glugganum og átti allt eins von á því að þessi stund myndi aldrei renna upp, þó að ég hafi þráð það heitt innst inni.“
Íris hvarf skyndilega af sjónarsviðinu eftir að hafa verið áberandi í tónlistarbransanum á níunda áratugnum. Hún minnist þess tíma með gleði, en viðurkennir að þessi ár hafi tekið jafn mikið frá henni og þau gáfu. Hún segir hér frá því hvernig hún brann út og glímdi við kulnun og rataði niðurbrotin í fang ofbeldismanns. Þegar hún hafði unnið vel í sjálfri sér og hóf nám á eigin forsendum, í leiklist, missti hún bæði blóðföður sinn, sem hún …
Athugasemdir