Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Farsi á Lesbos

Af bíl­stjór­an­um mikla frá Kasmír. Grísk­um harm­leik sem end­ar á Cos­mopolit­an.

Farsi á Lesbos
Trésmiðurinn Sultan frá Afganistan á heimleið í flóttamannabúðirnar frá Mytilene. Mynd: Páll Stefánsson

Eyjan Lesbos í Eyjahafi Grikklands, með sína tæplega 80 þúsund íbúa, liggur steinsnar frá Tyrklandi. Það er bara 5 km breitt sund sem skilja löndin, heimsálfurnar, að. Á síðustu rúmum fjórum árum hafa meira en 1,2 milljónir flóttamanna komið yfir sundið til Lesbos frá Tyrklandi. Fyrsta flóðbylgjan af fólki kom í lok árs 2015, mest allt Sýrlendingar, þegar Evrópa opnaðist þarna. 

Frá því vorið 2016 hefur verið stöðugur straumur hælisleitenda, um 125 manns á dag. Nú í desember koma 250 manns á sólarhring, tæplega 2.000 á viku. Flóttamannastraumurinn hefur sem sagt aukist um helming síðan í sumar og samsetningin er allt önnur en fyrir fjórum árum. Flestir, eða um helmingur þeirra, koma nú frá Afganistan, mikið af fjölskyldufólki. Fjórðungur eru Sýrlendingar og það sem eftir stendur eru: Íranir, Írakar, Kongóbúar, Kasmíringar og nágrannarnir í Jemen og Sómalíu. Allt fólk frá löndum sem þekkja ekki frið, frá svæðum þar sem stríðsástand …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár