Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Verslunarskólanemi eignaðist viðskiptaveldi eftir að faðir hans var dæmdur til greiðslu skaðabóta

Lyf og heilsa, næst stærsta lyfja­versl­un lands­ins, var skráð sem eign nítj­án ára versl­un­ar­skóla­nema eft­ir að Karl Werners­son, fað­ir hans, var dæmd­ur til að greiða millj­arða í skaða­bæt­ur í efna­hags­brota­máli. Jafn­aldri nýs eig­anda, sem er blaða­mað­ur á Við­skipta­blað­inu, er orð­inn vara­mað­ur í stjórn fé­lags­ins sem á Lyf og heilsu eft­ir flétt­una.

Verslunarskólanemi eignaðist viðskiptaveldi eftir að faðir hans var dæmdur til greiðslu skaðabóta
Karl Wernersson Félag hans, Milestone, átti stóran hlut í Sjóvá og Glitni fyrir hrun. Það seldi Karli Lyf og heilsu skömmu áður en það fór í gjaldþrot.

Nítján ára piltur varð skyndilega skráður eigandi næst stærstu lyfjaverslunarkeðju landsins og umsvifamikils fasteignafélags eftir að faðir hans var dæmdur til að greiða milljarða króna í skaðabætur vegna efnahagsbrota.

Pilturinn, sem var nemandi í Verslunarskóla Íslands, skellti á fréttamann RÚV sem gerði tilraun til að spyrja hann út í viðskipti þeirra feðga í símtali. 

Jón Hilmar KarlssonEr orðinn umsvifamikill í fasteignarekstri og lyfsölu eftir að faðir hans var dæmdur til að greiða skaðabætur. Skjáskot af Facebook.

Jón Hilmar Karlsson er nú 21 árs gamall. Hann er sonur Karls Wernerssonar, eins umsvifamesta fjárfestis Íslands fyrir hrun, sem kenndur var við Milestone og átti stóran hlut í Sjóvá og Glitni. Karl var dæmdur í Hæstarétti í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir efnahagsbrot og var nú í mars dæmdur til að greiða þrotabúi Milestone um tíu milljarða króna ásamt bróður sínum og forstjóra félagsins. 

Fékk að leiðrétta skráningu eftir dóm

Viðskipti Karls og sonar hans áttu sér stað eftir að Karl var dæmdur til greiðslu skaðabóta vegna þess að hann og bróðir hans létu Milestone greiða fyrir hlutabréf Ingunnar, systur hans, í félaginu. Eignarhald systkinanna á Milestone var meðal annars í gegnum aflandsfélög. Samkvæmt mati dómstóla var samningur um kaup á hlutabréfum á milli bræðranna og Ingunnar Wernersdóttur, en ekki Ingunnar og Milestone, og voru bræðurnir því metnir bótaskyldir gagnvart þrotabúi Milestone.

Með viðskiptunum við son sinn hefur Karl mögulega náð að fyrirbyggja að gengið verði að Lyfjum og heilsu vegna skaðabótadómsins.

Karl lét senda inn leiðréttan ársreikning til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra daginn eftir að hann var dæmdur til greiðslu skaðabótanna í apríl í fyrra, fimm mánuðum eftir að ársreikningnum var skilað inn. Í leiðréttum ársreikningi kom fram að sonur hans væri orðinn eigandi þegar í árslok árið 2014. Jón Hilmar varð nítján ára árið 2014.

Ein af eignum Milestone var Lyf og heilsa, en svo vildi til að Milestone hafði selt félagi Karls Wernerssonar lyfjaverslunarkeðjuna skömmu fyrir hrun, sem skiptastjóri Milestone taldi að snerist um að forða Lyfjum og heilsu frá kröfuhöfum. 

Stóran hluta síðasta árs var Jón Hilmar, þá nýr eigandi Lyfja og heilsu samkvæmt leiðréttum pappírum, í heimsreisu í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. 

Lyf og heilsa rekur á þriðja tug lyfjaverslana um land allt undir nöfnum Lyfja og heilsu, Apótekarans og Gamla apóteksins.

Blaðamaður Viðskiptablaðsins í varastjórn

Hörður Guðmundsson21 árs varamaður í stjórn félagsins sem rekur á þriðja tug lyfjaverslana.

Þann 6. desember síðastliðinn var síðan send tilkynning til Ríkisskattstjóra um að Jón Hilmar hefði verið kosinn í stjórn Toska ehf, sem á Lyf og heilsu. 

Vinur, jafnaldri og skólafélagi Jóns Hilmars úr Verslunarskólanum, Hörður Guðmundsson, var skráður varamaður í stjórn Toska ehf. á sama tíma. Hörður er blaðamaður á Viðskiptablaðinu og stjórnarmaður í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, en hann bauð sig fram til formennsku í Heimdalli seint á árinu 2015.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár