Spyr hvort útvista megi starfsemi eftirlitsstofnana til einkaaðila

Óli Björn Kára­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hef­ur áhyggj­ur af „eft­ir­lits­iðn­að­in­um“ og spyr hvort ráð­herra hafi lát­ið kanna kosti þess og galla að út­vista starf­semi ein­stakra eft­ir­lits­stofn­ana að hluta eða öllu leyti.

Spyr hvort útvista megi starfsemi eftirlitsstofnana til einkaaðila

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram fyrirspurnir til fimm ráðuneyta þar sem því er meðal annars velt upp hvort komið hafi til álita að útvista starfsemi eftirlitsstofnana hins opinbera.

„Hefur ráðherra látið kanna kosti þess og galla að útvista starfsemi einstakra eftirlits­stofnana að hluta eða öllu leyti? Telur ráðherra að slík útvistun geti verið skynsamleg?“ spyr Óli. 

Þingmaðurinn er einn þeirra áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum sem talað hefur hvað harðast fyrir einkavæðingu, meðal annars í heilbrigðiskerfinu. Þá hefur hann beitt sér gegn því að hið opinbera verji miklum fjármunum til eftirlitsstofnana. Í umræðum um neytendamál á Alþingi þann 16. október 2013 sagðist Óli Björn hafa miklar áhyggjur af „eftirlitsiðnaðinum sem er orðinn alveg gríðarlega stór iðnaður“. Hann sagði brýnt að ná fram auknu hagræði og sveigjanleika í eftirlitskerfinu og hvatti Össur Skarphéðinsson, þáverandi þingmann Samfylkingarinnar, til að ræða við „forráðamenn fyrirtækja um þann kostnað sem þau verða fyrir við að sinna opinberu eftirliti sem verður stöðugt meira og meira og dýrara og dýrara“.

„Ég hef nefnilega áhyggjur af því sem gerst
hefur hér á síðustu árum þegar kemur að eftirlitsiðnaðinum sem er orðinn alveg
gríðarlega stór iðnaður.“

„Við eigum að gera okkur grein fyrir því að fjöldi eftirlitsstofnana hefur ekkert með það að gera hvort hagsmunir neytenda séu tryggðir. Fjöldi eftirlitsstofnana hefur ekkert með það að gera að tryggja hér eðlilega og sanngjarna samkeppni,“ sagði Óli Björn. 

Í fyrirspurnum sínum til ráðuneyta í dag spyr Óli Björn hvaða stofnanir sinna eftirliti á þeirra vegum. Þá er spurt um kostnað og möguleikann á útvistun:

Hver hafa verið árleg framlög ríkissjóðs til hverrar stofnunar árin 2010–2016? 

Hverjar hafa verið árlegar sértekjur hverrar stofnunar árin 2010–2016? 

Hver var heildarfjöldi starfsmanna hverrar stofnunar í lok árs 2010 og árslok 2016? 

Hefur eftirliti eða einstökum verkefnum eftirlitsstofnana verið útvistað? Ef svo er, hverju hefur verið útvistað? 

Hefur ráðherra látið kanna kosti þess og galla að útvista starfsemi einstakra eftirlits­stofnana að hluta eða öllu leyti? Telur ráðherra að slík útvistun geti verið skynsamleg? 

Hugtakið útvistun er þýðing á enska orðinu „outsourcing“ og lýsir því þegar stofnun felur utanaðkomandi aðilum, svo sem einkafyrirtækjum, að sinna tiltekinni þjónustu fyrir sig eða verkefnum gegn greiðslu. Í útvistunarstefnu ríkisins, sem samþykkt var í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins árið 2006, er útvistun lýst sem þjónustu „sem ríkið kaupir af utanaðkomandi aðilum, þ.e. einstaklingum, fyrirtækjum, sjálfseignarstofnunum, félagasamtökum eða sveitarfélögum, hvort sem um er að ræða þjónustu sem keypt er vegna verkefna sem ríkið sinnir sjálft eða þjónustu sem verktaka er falið að veita almenningi og fyrirtækjum“. Markmið stefnunnar var „gott samstarf við einkaaðila um úrlausn opinberra verkefna þar sem ríkið er ávallt upplýstur kaupandi“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár