Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Spyr hvort útvista megi starfsemi eftirlitsstofnana til einkaaðila

Óli Björn Kára­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hef­ur áhyggj­ur af „eft­ir­lits­iðn­að­in­um“ og spyr hvort ráð­herra hafi lát­ið kanna kosti þess og galla að út­vista starf­semi ein­stakra eft­ir­lits­stofn­ana að hluta eða öllu leyti.

Spyr hvort útvista megi starfsemi eftirlitsstofnana til einkaaðila

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram fyrirspurnir til fimm ráðuneyta þar sem því er meðal annars velt upp hvort komið hafi til álita að útvista starfsemi eftirlitsstofnana hins opinbera.

„Hefur ráðherra látið kanna kosti þess og galla að útvista starfsemi einstakra eftirlits­stofnana að hluta eða öllu leyti? Telur ráðherra að slík útvistun geti verið skynsamleg?“ spyr Óli. 

Þingmaðurinn er einn þeirra áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum sem talað hefur hvað harðast fyrir einkavæðingu, meðal annars í heilbrigðiskerfinu. Þá hefur hann beitt sér gegn því að hið opinbera verji miklum fjármunum til eftirlitsstofnana. Í umræðum um neytendamál á Alþingi þann 16. október 2013 sagðist Óli Björn hafa miklar áhyggjur af „eftirlitsiðnaðinum sem er orðinn alveg gríðarlega stór iðnaður“. Hann sagði brýnt að ná fram auknu hagræði og sveigjanleika í eftirlitskerfinu og hvatti Össur Skarphéðinsson, þáverandi þingmann Samfylkingarinnar, til að ræða við „forráðamenn fyrirtækja um þann kostnað sem þau verða fyrir við að sinna opinberu eftirliti sem verður stöðugt meira og meira og dýrara og dýrara“.

„Ég hef nefnilega áhyggjur af því sem gerst
hefur hér á síðustu árum þegar kemur að eftirlitsiðnaðinum sem er orðinn alveg
gríðarlega stór iðnaður.“

„Við eigum að gera okkur grein fyrir því að fjöldi eftirlitsstofnana hefur ekkert með það að gera hvort hagsmunir neytenda séu tryggðir. Fjöldi eftirlitsstofnana hefur ekkert með það að gera að tryggja hér eðlilega og sanngjarna samkeppni,“ sagði Óli Björn. 

Í fyrirspurnum sínum til ráðuneyta í dag spyr Óli Björn hvaða stofnanir sinna eftirliti á þeirra vegum. Þá er spurt um kostnað og möguleikann á útvistun:

Hver hafa verið árleg framlög ríkissjóðs til hverrar stofnunar árin 2010–2016? 

Hverjar hafa verið árlegar sértekjur hverrar stofnunar árin 2010–2016? 

Hver var heildarfjöldi starfsmanna hverrar stofnunar í lok árs 2010 og árslok 2016? 

Hefur eftirliti eða einstökum verkefnum eftirlitsstofnana verið útvistað? Ef svo er, hverju hefur verið útvistað? 

Hefur ráðherra látið kanna kosti þess og galla að útvista starfsemi einstakra eftirlits­stofnana að hluta eða öllu leyti? Telur ráðherra að slík útvistun geti verið skynsamleg? 

Hugtakið útvistun er þýðing á enska orðinu „outsourcing“ og lýsir því þegar stofnun felur utanaðkomandi aðilum, svo sem einkafyrirtækjum, að sinna tiltekinni þjónustu fyrir sig eða verkefnum gegn greiðslu. Í útvistunarstefnu ríkisins, sem samþykkt var í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins árið 2006, er útvistun lýst sem þjónustu „sem ríkið kaupir af utanaðkomandi aðilum, þ.e. einstaklingum, fyrirtækjum, sjálfseignarstofnunum, félagasamtökum eða sveitarfélögum, hvort sem um er að ræða þjónustu sem keypt er vegna verkefna sem ríkið sinnir sjálft eða þjónustu sem verktaka er falið að veita almenningi og fyrirtækjum“. Markmið stefnunnar var „gott samstarf við einkaaðila um úrlausn opinberra verkefna þar sem ríkið er ávallt upplýstur kaupandi“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
3
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár