Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Orkumeistari“ með ólöglega ofskynjunar­meðferð við Elliðavatn

Brynj­úlf­ur Jó­hanns­son missti stjórn á lífi sínu í van­líð­an og fíkni­efna­neyslu. Hann ákvað að breyta lífs­mynstri sínu, en þó með um­deild­um hætti. Nú tek­ur hann fólk í ólög­lega of­skynj­un­ar­með­ferð.

Í fallegu litlu húsi við Elliðavatn hittist fólk, undir leiðsögn töfralæknis, og tekur ofskynjunarsveppi. Þegar flestir heyra þetta orð, „ofskynjunarsveppir“, koma upp í hugann sögur af vitstola fólki á almannafæri, hættulegt sjálfu sér og öðrum. Maður stekkur fram af svölum því hann taldi sig geta flogið. Nakinn einstaklingur undir áhrifum sveppa ráfar veruleikafirrtur um Hagkaup í Skeifunni. Annar stekkur á milli hæða í Smáralind. Og hryllingssögunum fjölgar á hverju ári.

En einn maður er á því að trjónupeðillinn, hinn íslenski ofskynjunarsveppur, sé eitt öflugasta heilunarlyf veraldar. Brynjúlfur Jóhannsson fór um árið ofan í kjallara sem vonlaus dópisti í miðju ferli sjálfstortímingar, en kom upp úr honum breyttur maður, á leiðinni í ferðarlag. Áfangastaðurinn var lífsgleði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár