Í fallegu litlu húsi við Elliðavatn hittist fólk, undir leiðsögn töfralæknis, og tekur ofskynjunarsveppi. Þegar flestir heyra þetta orð, „ofskynjunarsveppir“, koma upp í hugann sögur af vitstola fólki á almannafæri, hættulegt sjálfu sér og öðrum. Maður stekkur fram af svölum því hann taldi sig geta flogið. Nakinn einstaklingur undir áhrifum sveppa ráfar veruleikafirrtur um Hagkaup í Skeifunni. Annar stekkur á milli hæða í Smáralind. Og hryllingssögunum fjölgar á hverju ári.
En einn maður er á því að trjónupeðillinn, hinn íslenski ofskynjunarsveppur, sé eitt öflugasta heilunarlyf veraldar. Brynjúlfur Jóhannsson fór um árið ofan í kjallara sem vonlaus dópisti í miðju ferli sjálfstortímingar, en kom upp úr honum breyttur maður, á leiðinni í ferðarlag. Áfangastaðurinn var lífsgleði.
Athugasemdir