Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Leiddi dópsala dóttur sinnar í gildru

Þrett­án ára dótt­ir Val­dís­ar Ósk­ar Vals­dótt­ur reyndi sjálfs­víg fyr­ir rúmu ári síð­an vegna einelt­is. Ári síð­ar var hún kom­in á kaf í fíkni­efna­neyslu. Móð­ir henn­ar hef­ur feng­ið nóg af úr­ræða­leysi í kerf­inu og ákvað að hafa uppi á dóp­sala dótt­ur sinn­ar.

Leiddi dópsala dóttur sinnar í gildru
Neitar að gefast upp Valdís Ósk segir að hún muni aldrei gefast upp á dóttur sinni. Hún vill úrræði fyrir dóttur sína áður en það verður um seinan. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Hann kemur ekki til með að selja dóttur minni fíkniefni aftur, ég held að það sé alveg á hreinu,“ segir Valdís Ósk Valsdóttir, sem á dögunum ákvað að taka málin í sínar hendur og leiddi dópsala dóttur sinnar í gildru í Reykjanesbæ. Dóttir Valdísar Óskar er aðeins þrettán ára gömul, hefur verið lögð í einelti í mörg ár og reyndi sjálfsvíg fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þrátt fyrir það segir móðir hennar að hún mæti algjöru skilnings- og úrræðaleysi í kerfinu en dóttir hennar fékk tuttugu mínútna viðtal á BUGL þegar hún fannst alblóðug með snöru um hálsinn á heimili sínu.

„Ég fékk símtal frá dóttur minni þar sem hún var heima og sagði bara: „Mamma, fyrirgefðu“ og skellir síðan á. Ég fann bara á mér að það væri eitthvað að. Ég sagði við vinnuveitanda minn að ég þyrfti að fara heim og þangað brunaði ég. Þegar ég kom heim kom ég að dóttur minni sem var öll út í blóði. Hún var að fara að hengja sig, komin með snöruna um hálsinn og hafði skorið sig alla. Þarna var ástandið orðið alvarlegt. Eineltið og einveran voru að gera út af við litlu dóttur mína og ég mætti úrræðaleysi hvert sem ég leitaði,“ segir Valdís Ósk.

„Ég vil ekki þurfa að kaupa
líkkistu fyrir dóttur mína.“

Dóttur Valdísar Óskar vegnaði ekki vel í grunnskóla. Hún átti fáa vini, í mesta lagi einn eða tvo, og frá 11 ára aldri var hún lögð í einelti upp á dag en það var þá sem móðir hennar fór að taka eftir ýmsum skapgerðarbreytingum. Dóttir hennar hafði fram að þessu haft gaman af lífinu, var fjörug og „elskaði allt og alla“ eins og móðir hennar segir. En þegar hún var ellefu ára þá breyttist eitthvað og Valdís Ósk tengir það við þetta mikla einelti sem dóttir hennar varð fyrir. Það er í raun það eina sem Valdís Ósk hefur til að útskýra þetta því engin stofnun hefur í raun tekið það að sér að greina hvað sé að dóttur hennar, hvort þetta sé bara eineltið eða eitthvað meira og alvarlegra sem er undirliggjandi. Úrræðaleysið er algjört og segir Valdís Ósk það kristallast í þeim tíma sem viðbragðsaðilar hafi gefið dóttur hennar eftir að hafa reynt að svipta sig lífi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár