Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hollara nammi

Á Indlandi er al­gengt að götu­sal­ar selji rist­að­ar kjúk­linga­baun­ir í papp­ír­s­pok­um sem snarl, en það er bæði hollt og gott og ein­falt í fram­leiðslu.

Kjúklingabaunasnakk er bæði hollt og gott snakk sem hægt er að útbúa skyndilega með lítilli fyrirhöfn og gúffa í sig án samviskubits. Kjúklingabaunir innihalda fáar kaloríur, eða um 115 kcal á hver 100 grömm af soðnum kjúklingabaunum, sem er ekkert í samanburði við til dæmis salthnetur, (með 535 kcal pr 100 g), eða kartöfluflögur (með 547 kcal pr 100 g). Nú geri ég mér fyllilega grein fyrir því að kaloríur segja ekki alla söguna og að kaloríumagnið eykst þegar baunirnar eru ristaðar í olíu. Engu að síður er þetta frábær kostur þegar þú ert í átaki eða vilt vera meðvitaður um hvað þú ert að setja ofan í þig. Kjúklingabaunir eru troðfullar af trefjum, próteini og járni og eru þar fyrir utan ódýrar, kosta ekki nema 98 krónur dósin, sem er sáralítið fyrir heilsusnakk. Fyrirhöfnin er svo nánast engin, eða álíka mikil og að poppa popp.

Á Indlandi er algengt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár