Við hittumst fyrst á unglingsárum. Ég var nýja stelpan og feimin í þokkabót. Hann var þessi töffari, þið vitið, í svalasta genginu og allir litu upp til Hans.
Hann var flottur og klár og alltaf með svör á reiðum höndum. Ég þorði ekki að tala við hann fyrr en eftir dúk og disk. Við náðum aðeins saman og mér leið eins og allt væri fullkomið.
Það var samt ekki þannig. Við héldum hvort í sína áttina og hittumst ekki í mörg ár.
Dag einn skráði ég mig á ráðstefnu. Hann starfaði hjá fyrirtækinu sem hélt ráðstefnuna og í ljós kom að hann var nýfluttur til bæjar sem ég stefndi að að búa í.
Hann var enn flottur og klár og aftur var ég nýja stelpan, ekki eins feimin, tíminn leið og ég varð aftur skotin í honum. Hann sá mig þó bara sem vinkonu og ég tók því hlutverki, hlustaði meira að segja á sögur hans af kvennafari. Honum láðist samt að segja mér frá því að hann hefði gift sig. Ég frétti það úti í bæ.
Athugasemdir