Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Allt það sem Bjarni vissi ekki

Vörn Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í lög­reglu-, dóms- og spill­ing­ar­mál­um, er sú sama: Hann vissi ekki.

Á undanförnum árum hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra nokkrum sinnum þurft að svara fyrir gjörðir sínar opinberlega. Vörn hans í flestum málunum er samhljóða: Hann vissi ekki hvað hann gerði eða hvað gerðist.

1 Vissi ekki hvað hann veðsetti

Bjarni skrifaði í febrúar 2008 undir samning í umboði eigenda félagsins Vafnings. Við tók flókin viðskiptaflétta, þar sem Vafningur fékk lánaða 10,5 milljarða króna til þess að endurfjármagna félagið Þáttur International, sem var í eigum Milestone og bræðranna Einars og Benedikts Sveinssona. Benedikt er faðir Bjarna.

Rannsókn Sérstaks saksóknara snérist um meinta misnotkun á bótasjóði tryggingafélagsins Sjóvár. Tæplega 20 milljarðar af þeim 23 milljörðum króna sem í í bótasjóðnum voru töpuðust. Það gerðist af því að eigendur fyrirtækjanna Sjóvár og Milestone létu tryggingarfélagið lána eignarhaldsfélögum sínum, þar á meðal Vafningi, þessar fjárhæðir til þess að borga skuldir upp á tugi milljarða króna við erlendan fjárfestingarbanka. Sömuleiðis hlaut Vafningur 15 milljarða lán hjá Glitni vegna þessa. 

„innihaldslausar pólitískar árásir…“

Árið 2011 gerði Ingi Freyr Vilhjálsson þetta mál hans Bjarna að umtalsefni í leiðara sínum „Sekt og sakleysi Bjarna Ben.“ Þar komst hann svona að orði: „Bjarni Benediktsson tók þátt í þessum viðskiptum með því að veðsetja hlutabréfin í Vafningi fyrir láninu hjá Glitni. Þetta gerði Bjarni fyrir hönd föður síns og frænda. Hann var því einnig að verja óbeina hagsmuni sína með því að taka þátt í viðskiptunum. Um lánið frá Glitni sem Bjarni veðsetti eignir Vafnings fyrir segir í rannsóknarskýrslu Alþingis: „Hér er um að ræða skýr brot á reglum um lán til tengdra aðila. Í raun hafði Glitnir í sjónhendingu afhent um 6,8% eigna sinna og án þess að tilkynna það opinberlega!““

Bjarni segist sjálfur ekki hafa vitað hvað hann veðsetti í Vafningsmálinu, og sagði hann sjálfur að öll umfjöllun um málið væri „innihaldslausar pólitískar árásir…“ 

2 Vissi ekki af fjárfestingu föðurbróður

Í lok ársins 2014 seldi Landsbankinn, sem er í eigu ríkissins, félagi í eigu Einars Sveinssonar, frænda Bjarna, Borgun í lokuðu söluferli. Fyrirtækið greiddi svo fyrri eigendum sínum arð upp á 800 milljónir króna, sem var fyrsta arðgreiðsla þess síðan 2007. 

Lágt söluverð Borgunar var einnig harðlega gagnrýnt, en félagið var selt á 2,2 milljarða. Það hagnaðist svo um 1,4 milljarða árið eftir, og var eigið fé þess 4 milljarðar í lok síðasta árs. Allt bendir til þess að söluverðið hafi verið of lágt miðað við hefðbundna mælikvarða verðmata á sambærilegum fyrirtækjum.

„Þessi blaðamennska er fyrir mér skandall.“

Salan á Borgun var umdeild. Hluturinn var ekki auglýstur til sölu, en íslenska ríkið er langsamlega stærsti eigandi Landsbankans með um 98 prósent hlut. Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagði meðal annars að betra hefði verið að auglýsa hlutinn til sölu, og selja hann þannig í opnu og gagnsæju ferli. Ekki er ljóst hvers vegna var ákveðið að fara aðra leið, og þykir gríðarlega óheppilegt að náinn frændi Bjarna hafi fengið sérmeðferð af þessu tagi. 
Sagði Bjarni að umfjöllun um tengsl hans við söluna á Borgun væru dylgjur og að skandallinn í málinu lægi alls ekki hjá sér, heldur blaðamönnum: „Þessi blaðamennska er fyrir mér skandall.“

3 Vissi ekki af innherjaupplýsingum þegar hann seldi hlutinn sinn

Samkvæmt hluthafalista Glitnis yfir stærstu hluthafa bankans á árunum 2006 til 2008 seldu Bjarni og faðir hans Benedikt Sveinsson rúmlega 57 milljón hluti til samans í bankanum, nokkrum mánuðum áður en efnahagskerfi Íslands hrundi. Þeir virðast því hafa misst trúna á því hversu stöndugur bankinn var töluvert löngu áður en hann hrundi í lok september árið 2008.

Segist Bjarni ekki hafa búið yfir neinum trúnaðar- eða innherjaupplýsingum þegar hann ákvað að selja hlutabréfin sín. Á sama tíma og hann seldi bréfin sat hann í efnahags- og skattanefnd Alþingis. 7. febrúar 2008 átti svokölluð súperráðherranefnd fund með bankastjórn Seðlabankans, en í henni sátu forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er talað um hvernig Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans dró á fundinum upp „mjög dökka mynd af stöðu og framtíðarhorfum íslensku bankanna. Upplýsingarnar bentu til yfirvofandi hættu fyrir íslenskt efnhagslíf“ segir í skýrslunni.

Þingflokki Samfylkingarinnar var svo tilkynnt efni fundarins fjórum dögum seinna. Þannig var þessi vitneskja á vitorði fleiri en aðeins þeirra embættismanna sem sátu fundina. Viku seinna seldi Benedikt svo hlut í Glitni fyrir um 850 milljónir króna. 

Bjarni seldi sín bréf líka, en fyrir þau fékk hann 126 milljónir. Hefur hann ekki sagst muna hvenær hann seldi bréfin, en að ákvörðun þeirra feðga um söluna séu algjörlega ótengd þeim trúnaðarupplýsingum sem þeir bjuggu yfir og komið hafði fram á lokuðum fundum.

Sagðist Bjarni einfaldlega hafa séð óveðursský á lofti þegar hann seldi bréfin, en engar trúnaðarupplýsingar hafi komið þar að. Ákvörðunin hafi verið byggð á opinberum upplýsingum.

Vert er að geta þess að Bjarni var einn þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins, utan ráðherraliðsins, sem voru inni í málum í aðrdraganda hrunsins, enda voru þeir Illugi Gunnarsson sérstaklega kallaðir til skrafs og ráðagerða dagana fyrir hrun.
Sagði Bjarni málið vera eðlilegt og að hann vilji að öðru leyti ekki tjá sig um sín persónulegu fjármál. Átti þessi sala sér stað á sama tíma og gjörningar Bjarna með Vafning voru að þróast.

4 Vissi ekki um lekann (þótt sérfræðingar í fjármálaráðuneytinu hefðu rannsakað hann)

Í gegnum allt lekamálið svokallaða studdi Bjarni vopnasystur sína Hönnu Birnu eindregið, jafnvel eftir að í ljós kom að lekinn hefði verið á hennar ábyrgð, aðstoðarmaður hennar hefði verið dæmdur og hún sagt af sér.

Rekstrarfélag Stjórnarráðsins heyrir undir fjármálaráðuneytið. Hanna Birna fól rekstrarfélaginu sjálf að gera athugun á því hvort einhver trúnaðargögn hefðu lekið til aðila sem ekki áttu rétt á þeim lögum samkvæmt. Komst félagið að því að engum gögnum hefðu verið lekið, þrátt fyrir að hafa rannsakað tölvupóstssamskipti aðstoðarmanns Hönnu Birnu þar sem lekinn kemur bersýnilega fram. Aðspurður hvort Bjarni, sem æðsti yfirmaður þessa rekstrafélags sem virtist jafnvel hafa tekið þátt í að hylma yfir lekann, væri ekki í raun samsekur í málinu sagði Bjarni: „Það er algjörlega fráleit nálgun.“

„Það er algjörlega fráleit nálgun.“

Gísli Freyr aðstoðarmaður Hönnu Birnu var að lokum dæmdur fyrir lekann og Hanna Birna sagði af sér ráðherraembætti. Sagðist Bjarni í kjölfarið treysta henni fullkomnlega, og sagði að hún ætti óskorað traust þingflokksins og taldi engann vafa á því að hún ætti afturkvæmt á Alþingi.

5 Vissi ekki að hann ætti félag í skattaskjóli

Snemma á síðasta ári komu fram fréttir þess efnis að skattrannsóknarstjóra ríkissins stæði til boða að kaupa gögn sem innihéldu upplýsingar um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Var fljótlega settur þrýstingur á Bjarna að ganga á eftir því, svo varpa mætti ljósi á þá sem reyndu að koma peningum undan skatti hér á landi. 

Lét hann hafa það eftir sér að ekki kæmi til greina að greiða fyrir gögn um meint skattaundanskot Íslendinga erlendis með ferðatöskum af seðlum. 

„Það stang­ast á við lög“

„Ríkið get­ur ekki af­hent nafn­laus­um ein­stak­ling­um sem ekki geta gefið út reikn­inga stafla af tíu þúsund króna seðlum. Það stang­ast á við lög og við því verður að bregðast ef eitt­hvað slíkt er uppi á borðum,“ sagði Bjarni.

Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, sagði að svo virtist sem frændhyglin væri að þvælast fyrir fjármálaráðherra, og lét einnig hafa eftir sér: „Hann dregur þjóð sína á asnaeyrunum.“

Bjarni sagði um­mæli Birgittu vera ómerki­leg og þvætt­ing, þar sem hann hafi þvert á móti beðið óþol­in­móður eft­ir því að fá fram­kvæmd í málið. „Mér hef­ur fund­ist þetta mál taka of lang­an tíma,“ sagði Bjarni. „En það er aðal­atriðið að fá í það niður­stöðu og von­andi get­ur þetta orðið að gagni við að upp­ræta skattsvik vegna þess að í mínu ráðuneyti, á meðan ég sit þar, verður ekk­ert skjól að finna fyr­ir þá sem ekki hyggj­ast standa und­ir sín­um sam­fé­lags­legu skuld­bind­ing­um og greiða skatta.“ 

Bjarni sagðist ennfremur í Kastljósi 11. febrúar í fyrra hvorki eiga eignir né hafa átt viðskipti í skattaskjólum.

Eftir að í ljós kom svo að þvert á fyrri yfirlýsingar átti Bjarni einmitt 40 milljónir króna í fyrirtækinu Falson og Co. sem var skráð á Seychelles eyjum kom annað hljóð í strokkinn. Sagðist Bjarni þá ekki hafa vitað að félagið væri skráð í þekktu skattaskjóli, og að þessi skortur hans á vitneskju væri ástæðan fyrir því að hann fór með rangt mál í Kastljósi. Hann hafi allan tímann haldið að félagið væri í Lúxemborg. „Þessi svör gaf ég eftir bestu vitund, enda taldi ég mig aldrei hafa átt neitt á aflandssvæði.“ Ennfremur segir hann að sér þyki þetta miður „en vil jafnframt ítreka að þessi viðskipti mín voru ekki í skattaskjóli, enda gefin upp á Íslandi.“ Bjarni hefur enn engin gögn lagt fram sem taka af allan vafa um hvort allar eignir hans í þessu alþekkta skattaskjóli hafi verið gefnar upp til skatts.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Fréttir

Lík­legt að upp­runi meng­un­ar­inn­ar sé óþekkt skips­flak á hafs­botni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.
Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Fréttir

Tug­ir húsa rýmd á Seyð­is­firði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.
„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

„Hætt við að ein­hverj­ir hugsi aft­ur til flóð­anna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.
Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum
Greining

Greiðslu­byrði af óverð­tryggð­um lán­um hef­ur tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um

Greiðslu­byrði af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.
Andlegt þrot Þorgerðar
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Snjóflóð féll á Norð­firði — ver­ið að rýma sjö húsa­göt­ur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.
Þegar Ástralíumenn lærðu ekki að yrkja jörðina
Flækjusagan

Þeg­ar Ástr­al­íu­menn lærðu ekki að yrkja jörð­ina

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, 23. mars, tók stjórn Ástr­al­íu þá ákvörð­un að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort vísa skuli sér­stak­lega til frum­byggja lands­ins og reynslu þeirra í stór­n­ar­skrá. Ekki von­um seinna, segja marg­ir. Ástr­al­ía hef­ur breyst meira þá ára­tugi sem mað­ur­inn hef­ur bú­ið þar en lengst af hef­ur ver­ið tal­ið. Þótt fólki blöskri hve út­breidd­ar eyði­merk­ur eru þar og land­ið hrjóstr­ugt, þá mun eyj­an stóra nú vera nán­ast eins og frjó­sam­ur blóma­garð­ur mið­að við ástand­ið þeg­ar menn komu þang­að fyrst.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    3
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    4
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    7
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    8
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.