Stundum lenda samfélög í hættu vegna þess að fólkið vill flytja í burtu. Stundum rísa heilu bæirnir á örskotsstundu en falla svo síðar nánast á einni nóttu. Eitt frægasta dæmið er Klondike í Bandaríkjunum, sem byggðist upp í kringum gullgröft. Þegar gullið þvarr og æðinu lauk fluttu íbúarnir í burtu. Eftir stóð draugabær og kunna sömu örlög að bíða byggðar í Grímsey. Saga Klondike er þó andstæða sögu Grímseyjar vegna þess að gull Grímseyinga er enn innan seilingar og nóg til af því. Gull Grímseyinga felst í gjöfulum torfum af fiski, steinsnar frá Grímseyjarhöfn. Stóra spurningin er hvort Grímseyingarnir, sem vilja róa áfram, muni hafa betur í rimmunni við kvótakerfið og Íslandsbanka.
Vart er um annað talað meðal eyjaskeggja sjálfra þessa dagana en framtíð byggðar í eynni. Ekki eru eingöngu miklir hagsmunir í spilinu heldur einnig miklar tilfinningar. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem krísa kemur upp í …
Athugasemdir