Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Ég lamdi menn“

Myrk­ur og of­beldi ein­kenna bæk­ur Stef­áns Mána Sig­þórs­son­ar. Sjálf­ur er hann hrædd­ur við of­beldi og seg­ir að klám hafi skemmt á hon­um haus­inn. Af tvennu illu er þó verra að beita of­beldi en að verða fyr­ir því, en því fylgdi alltaf skömm, sekt­ar­kennd og sjálfs­hat­ur. Hann ákvað að hætta að drekka, tak­ast á við ein­mana­leik­ann og finna gleð­ina.

Ég hef alltaf verið rosalega hræddur við drukkið fólk. Sérstaklega drukkna karlmenn. Ég á æskuminn­ingu þar sem mér og bróður mínum var ógnað af blind­fullum sjóara. Líklega hefur hann bara verið á milli sautján og tvítugs, en hann var ógeðslega fullur, með flöskuna í hendinni þegar hann gekk að bílnum þar sem við sátum og biðum eftir pabba, barði í húddið og var rosalega ógnandi. Á þeirri stundu upplifði ég að við bræðurnir værum í lífshættu. Við vorum það ekki, en ég upplifði þarna ómengaða ógn, eins og í hryllingsmyndum þegar skrímslið er fyrir utan gluggann. Ég gleymi þessu aldrei. Þetta var móment sem fór inn í innsta kjarna sálarinnar.“

Reyndi við klisjurnar

Stefán Máni Sigþórsson hefur verið kallaður Quentin Tarantino íslenskra bókmennta, þungarokkarinn, hraður, ofbeldisfullur og spennandi. Útlitið rímar við ímyndina. Hann er hávaxinn, dökkhærður og flúraður. Það er hans brynja, eða var öllu heldur – nú lítur hann bara svona út. „Um tvítugt var ég síðhærður í leðurjakka, allur tattúveraður. Þetta var varnarbúnaður. Ég reyndi að sýnast harðari en ég var. En ég geri það ekki lengur,“ segir Stefán Máni. Nýjasta tattúið er ekki mjög ógnvekjandi, andlitsmynd af Gosa á bringunni. „Ég tengi mjög sterkt við hann. Hann þurfti að gera sín mistök áður en hann þroskaðist og varð að alvöru strák. Þannig er lífið.“

Hann reyndi að lifa ímyndina, sem þessi þögli einfari, jafn svalur og Morgan Kane. „Þegar þú gengur inn í hlutverkið og reynir að vera þessi týpa, alltaf einn og alltaf svalur, þá er það aðallega alveg ógeðslega leiðinlegt. Þú átt enga vini og hefur engan til að tala við. Einfarinn er alveg sorgleg týpa. Stundum þarftu að fara inn í klisjurnar til að fatta þær. Ég tók þennan pakka 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár