Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Boðaði gerandann á fund: „Ekki lengur hrædd“

Björk Brynj­ars­dótt­ir mælti sér mót við mann­inn sem braut á henni í æsku og fékk hann til að horf­ast í augu við gjörð­ir sín­ar. „Ég bind von­ir mín­ar við að hann leiti sér hjálp­ar, enda ósk­in sú að út úr þess­ari tragík komi tveir þrosk­að­ir og heil­brigð­ir ein­stak­ling­ar.“

Boðaði gerandann á fund: „Ekki lengur hrædd“

Björk Brynjarsdóttir, einn af stofnendum tímaritsins Blævar, steig fram í fyrra og sagði frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir 6 ára gömul. Gerandinn var 14 ára gamall fjölskylduvinur sem fékk að gista á heimili hennar. Björk lýsti því í viðtali við Fréttatímann hvernig drengurinn fékk hana inn í herbergi til sín og bauðst til að kenna henni svolítið. „Ég var á þeim aldri að ég vildi læra allt í heiminum svo ég fór með honum,“ sagði hún og lýsti því hvernig drengurinn braut á henni kynferðislega. „Hann ítrekaði að þetta væri litla leyndarmálið okkar.“

Í dag segir Björk frá því í stöðuuppfærslu á Facebook hvernig hún boðaði gerandann til fundar við sig og fékk hann til að horfast í augu við gjörðir sínar. Í byrjun febrúar á þessu ári hitti hún manninn. „Ég hafði ekki hugmynd hvað fundurinn myndi leiða í ljós en þetta snerist fyrst og fremst um að ég gæti endurheimt líf mitt aftur og horfst í augu við minn stærsta ótta. Það er skemmst frá því að segja að þennan dag tók maðurinn sem beitti mig ofbeldi í fyrsta sinn ábyrgð á verknaðinum,“ skrifar Björk og bætir því við að hún geti ekki talað fyrir hönd gerandans en leyfi sér þó að fullyrða að samtalið hafi ekki aðeins verið léttir fyrir sig heldur einnig hann.

„Að hafa beitt ofbeldi er þung byrði að bera með sér og það er mikilvægt að hann fái líka rými til að vinna úr þeim pakka. Ég bind vonir mínar við að hann leiti sér hjálpar, enda óskin sú að út úr þessari tragík komi tveir þroskaðir og heilbrigðir einstaklingar.“

Stundin ræddi við Björk og fékk leyfi til að birta frásögn hennar í heild hér að neðan:

Mamma segir stundum að ég þurfi að passa að standa vörð um sjálfa mig. Ég á það til að deila of miklu og treysta of mörgum. Mamma var ogguponku stressuð í fyrra þegar ég ákvað að fara í viðtal og segja frá kynferðisofbeldi sem ég var beitt sex ára gömul. En stundum er það að standa vörð um sjálfan sig að berskjalda sig fyrir umheiminum, því lífið verður miklu bjartara þegar maður dregur gardínurnar frá.
____________
Það voru tveir hlutir sem ég vissi fyrir víst að myndu fylgja viðtalinu. Í fyrsta lagi myndi öryggis- og stuðningsnetið mitt sjöfaldast á örstuttum tíma og ég myndi ekki lengur þurfa að burðast með afleiðingarnar ein og í laumi. Ég á þessu ríkidæmi sem vinir mínir eru, svo gríðarlega mikið að þakka. Þekkjandi sjálfa mig vissi ég hins vegar líka að viðtalinu myndi fylgja ákveðið bakslag, þó grunaði mig ekki hversu stórt það yrði né hvenær það kæmi.

Bakslagið kom í lok ágústmánaðar í fyrra en þá áttaði ég mig loks á því hversu lítið Ísland er. Fyrr en síðar myndi ég hitta á geranda í partýi eða þurfa að afgreiða ofan í hann kaffibolla. Á komandi mánuði stigmagnaðist stressið og hræðslan um að ég myndi rekast á hann. Ég var aldrei róleg, hvorki í vinnu né skóla og þegar ég lagðist upp í rúm í lok dags fór ég beint í fight or flight mode. Ég hélt mér því vakandi og upptekinni eins lengi og ég gat eða drakk nokkra bjóra til að auðvelda leiðina inn í draumaland. Þar dreymdi mig hins vegar hverja martröðina á fætur annarri. Að lokum hætti ég að geta sofið og orkan silaðist hægt og rólega úr mér. Ég grét og reiddist þar til tárin voru búin og drakk mig meira og minna fulla allan desembermánuð. 

Alveg komin á þröskuld uppgjafar leitaði ég til fagaðila og fékk þar að heyra ískaldann sannleikann: að eina lausnin við þeirri bugandi hræðslu að hitta á manninn sem beitti mig ofbeldi, væri að hitta manninn sem beitti mig ofbeldi. 

Eftir svefnlausa nótt í janúar tók ég því upp símtólið og hringdi í geranda. Ragnhildur vinkona hélt í höndina á meðan ég kynnti mig sem "Björk Brynjars, stelpuna sem þú beittir kynferðisofbeldi árið 2000" og þurrkaði tárin í spennufallinu að símtali loknu. Símtalið var ótrúlegur sigur, þó bara smávægilegur miðað við það sem koma skyldi, því við höfðum mælt okkur mót að mánuði liðnum.

Það var því í byrjun febrúar sem ég flaug með gubbuna í maganum af stressi norður á fyriráætlaðan fund. Ég hafði ekki hugmynd hvað fundurinn myndi leiða í ljós en þetta snerist fyrst og fremst um að ég gæti endurheimt líf mitt aftur og horfst í augu við minn stærsta ótta. Það er skemmst frá því að segja að þennan dag tók maðurinn sem beitti mig ofbeldi í fyrsta sinn ábyrgð á verknaðinum.

Ég get ekki talað fyrir hönd geranda en leyfi mér þó að fullyrða að samtalið var líka léttir fyrir hann. Að hafa beitt ofbeldi er þung byrgði að bera með sér og það er mikilvægt að hann fái líka rými til að vinna úr þeim pakka. Ég bind vonir mínar við að hann leiti sér hjálpar, enda óskin sú að út úr þessari tragík komi tveir þroskaðir og heilbrigðir einstaklingar.

Í sumar gerði ég að lokum þá kröfu um að hann myndi segja fjölskyldumeðlimum sannleikann um það sem raunverulega gerðist fyrir fimmtán árum. Í kjölfar þess fór ég aðra ferð norður og ræddi við fólkið hans. Í því fólst ótrúleg hreinsun því kynferðisafbrot snerta yfirleitt fleiri en bara geranda og brotaþola.

Síðastliðið ár hef ég meðvitað reynt að troða kynferðisofbeldi inn í allar samræður í þeirri von að einn daginn muni fólki ekki bara þykja umræðan sjálfsögð heldur auðveld líka. Því þögnin lamar, ekki bara brotaþola heldur samfélagið allt. 

Við eigum það til að "velja lið" þegar kemur kynferðisofbeldi. Í því skyni langar mig minna á að rétt eins og við erum með fullu fólki í liði þegar við tökum af því bíllyklana eftir partí, erum við í liði með gerendum þegar við hjálpum þeim að taka ábyrgð á gjörðum sínum. 
________
Kynferðisofbeldi er ekki eitthvað sem maður fyrirgefur og í svona málum er voða litlu réttlæti að ná. En maður lærir að lifa með þessu. Ég er búin að endurheimta svefninn og orkuna og í fyrsta sinn er ég hamingjusöm á nokkurra skilyrða. Ég er ekki lengur hrædd því þegar maður hefur haldið á tarantúlu hræða litlar köngulær mann ekki lengur (ég er samt ennþá hrædd við köngulær en einn daginn mun ég halda á tarantúlu og þá verð ég queen of the universe).

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár