Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Blóðrauðir hverir, úlfaldar og ísjakar

Marco Evarist­ti, sem hellti rauð­um mat­ar­lit í Strokk, seg­ist vera nátt­úr­vernd­arsinni. Hann mál­aði dýr og nátt­úru í Sa­hara, á Mont Blanc, Græn­landi og Nor­egi.

Marco Evaristti, listamaðurinn sem hellti rauðum matarlit í Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á föstudag hefur komið víða við á ferli sínum. Grænland, Mont Blanc, Sahara, Noregur og nú Ísland – allt eru þetta staðir þar sem hann hefur framkvæmt svipaða gjörninga undir nafninu „Pink State“.

Sjálfur lítur hann svo á að um list sé að ræða og kallar verkið, hverinn sem gaus bleiku, the 5th Pink State, The Rauður Thermal Project. Á heimasíðu sinni talar hann um að fegurð náttúrunnar sé alltaf jafn yfirþyrmandi. Hann geri listaverk á og í náttúrunni sem endist aðeins jafn lengi og liturinn sjálfur. Vill hann meina að mannúð, náttúruvernd og bætur á umhverfinu séu meginþemu þessara gjörninga.

Þemað varð til árið 2004, þegar hann fór til Grænlands með það að marki að mála ísjaka rauðan. Sama ár hafði Illulissat ís-fjörðurinn í Disco Bay flóanum á Vestur Grænlandi verið settur á heimsminjaskrá UNESCO. Fjörðurinn er 56 kílómetra langur og fullur af risastórum borgarísjökum úr einum afkastamesta skriðjökli á norðurhveli, Sermeq Kujalleq. Fjörðurinn hafði einnig verið í umræðunni vegna loftlagsbreytinga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár