Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Blóðrauðir hverir, úlfaldar og ísjakar

Marco Evarist­ti, sem hellti rauð­um mat­ar­lit í Strokk, seg­ist vera nátt­úr­vernd­arsinni. Hann mál­aði dýr og nátt­úru í Sa­hara, á Mont Blanc, Græn­landi og Nor­egi.

Marco Evaristti, listamaðurinn sem hellti rauðum matarlit í Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á föstudag hefur komið víða við á ferli sínum. Grænland, Mont Blanc, Sahara, Noregur og nú Ísland – allt eru þetta staðir þar sem hann hefur framkvæmt svipaða gjörninga undir nafninu „Pink State“.

Sjálfur lítur hann svo á að um list sé að ræða og kallar verkið, hverinn sem gaus bleiku, the 5th Pink State, The Rauður Thermal Project. Á heimasíðu sinni talar hann um að fegurð náttúrunnar sé alltaf jafn yfirþyrmandi. Hann geri listaverk á og í náttúrunni sem endist aðeins jafn lengi og liturinn sjálfur. Vill hann meina að mannúð, náttúruvernd og bætur á umhverfinu séu meginþemu þessara gjörninga.

Þemað varð til árið 2004, þegar hann fór til Grænlands með það að marki að mála ísjaka rauðan. Sama ár hafði Illulissat ís-fjörðurinn í Disco Bay flóanum á Vestur Grænlandi verið settur á heimsminjaskrá UNESCO. Fjörðurinn er 56 kílómetra langur og fullur af risastórum borgarísjökum úr einum afkastamesta skriðjökli á norðurhveli, Sermeq Kujalleq. Fjörðurinn hafði einnig verið í umræðunni vegna loftlagsbreytinga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár