Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fjármunum hins opinbera varið til enn frekari auglýsingakaupa – framsetning talna sögð villandi

For­sæt­is­ráðu­neyt­ið kaup­ir heil­síðu­aug­lýs­ingapláss í blöð­um þar sem áherslu­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru aug­lýst. Gylfi Magnús­son, dós­ent í við­skipta­fræði, seg­ir fram­setn­ingu upp­lýs­inga í nýj­ustu aug­lýs­ing­unni vill­andi.

Fjármunum hins opinbera varið til enn frekari auglýsingakaupa – framsetning talna sögð villandi

Forsætisráðuneytið heldur áfram að verja almannafé til kaupa á heilsíðuauglýsingaplássum í dagblöðum þar sem áherslumál ríkisstjórnarinnar eru auglýst. Í auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu í gær er vakin athygli á útgjaldaliðum hins opinbera og fullyrt að mestu sé „varið í vexti, velferð og heilbrigði“. Þá kemur fram að vegna niðurgreiðslu á skuldum hins opinbera og lækkunar vaxtakostnaðar skapist nú „tækifæri til að lækka skatta og álögur á almenning eða fjárfesta frekar í velferð, menntun og innviðum“. 

Framsetningin í auglýsingunni hefur vakið athygli, en þar eru vextir, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar sýnd líkt og um sé að ræða einn og sama útgjaldaliðinn. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, bendir á það á Facebook að óvenjulegt er að flokka lífeyrisgreiðslur með vaxtagreiðslum. Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, tekur í sama streng í samtali við Stundina.

„Það er villandi að horfa bara á vaxtaútgjöld án þess að skoða vaxtatekjur ríkisins og aðrar eignatekjur sömuleiðis. Vaxtagjöldin eru að hluta til svona há vegna þess að ríkið hefur á undanförnum árum lagt verulegt fé inn í fjármálafyrirtæki, sérstaklega Landsbankann, og tekið lán til að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð,“ segir Gylfi

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár