Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

10 atriði sem þú vissir ekki um mosa

Ág­ústa Helga­dótt­ir líf­fræð­ing­ur hef­ur ástríðu fyr­ir mosa og út­skýr­ir hvað er svona merki­legt við þess­ar sér­stæðu plönt­ur.

10 atriði sem þú vissir ekki um mosa

Heilluð af mosa
Heilluð af mosa Hér er Ágústa með sprota af svona líka fínum sopmosa.

Það eru fáir sem skilja ástríðu mína á mosum og finnst mörgum það skondið að ég sé yfir höfuð að rannsaka þessar smáu lífverur. Síðan ég var krakki hef ég haft mikinn áhuga á plöntum en það var ekki fyrr en ég sat í grasafræðitíma í líffræði við Háskóla Íslands sem áhugi minn á mosum kviknaði. Þessar lífverur voru svo frábrugnar öllum hinum. Upp frá þessu hef ég haft mjög gaman af því að ræða um og sýna fólki þessar fallegu plöntur sem eiga oft til að gleymast.

1Mosar eru alls staðar

Mosa er að finna í nánast öllum vistkerfum jarðar og hafa þeir tekið þátt í mótun og þróun þeirra í að minnsta kosti 450 milljón ár. Í dag eru til meira en 20.000 mosategundir sem flokkast í þrjár fylkingar, það er baukmosa (Bryophyta 14.000 teg.), soppmosa (Marchantiophyta 6.000 teg.) og hornmosa (Anthocerotophyta 300 teg.).

2600 tegundir á Íslandi

Á Íslandi vaxa samtals um 600 tegundir, baukmosar eru algengastir (460 teg.) og því næst soppmosar (139 teg.). Aðeins ein tegund hornmosa vex á Íslandi, það er hverahnífill (Phaeoceros carolinianus) sem er staðbundinn við jarðhita.

3Hafa hvorki rætur né æðakerfi

Mosar eru smávaxnar plöntur og mjúkir viðkomu því þá skortir lignín, efni sem styrkir frumuveggi æðplantna (jafnar, byrkningar, berfrævingar og blómplöntur) og gerir þeim kleift að vaxa upprétt.
Mosar hafa hvorki rætur né flutningskerfi líkt og æðplöntur (sáld- og viðarvef) til að taka upp næringu og vatn úr jarðveginum. Þess í stað hafa þeir þróað með sér svokallaða rætlinga, sem þeir nota til að festa sig við yfirborð.

Mosavöndur
Mosavöndur

Öll upptaka vatns og næringarefna fer í gegnum blöð mosans. Því fylgir rakastig í vefjum mosans raka umhverfisins. Þetta hefur mótandi áhrif á stærð mosans þar sem það er hagstæðara að vera lítil planta til að halda í vatnsmagnið innan plöntunnar.

4Mosar geta ekki geymt orku

Sólarljós og hitastig eru ásamt raka mikilvægar umhverfisbreytur fyrir ljóstillífun mosa til að framleiða orku.  Mosar geta ekki geymt orkuna 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár