Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Fjórar tilgátur um spillingu og einn fróðleiksmoli

Spilling er ekki auðvelt rannsóknarefni þar eð ríkir hagsmunir eru eðli málsins samkvæmt bundnir við að halda henni leyndri.

Fjórar tilgátur um spillingu blasa þó við sem verðug athugunarefni, studdar skýrum reynslurökum utan úr heimi.

1. Fyrirtæki sem múta erlendum stjórnmálamönnum múta jafnan einnig innlendum stjórnmálamönnum.

2. Fyrirtæki sem múta stjórnmálamönnum á valdastólum múta jafnan einnig stjórnarandstæðingum til að tryggja þögn um múturnar.

3. Fyrirtæki sem múta stjórnmálamönnum greiða mútuféð helzt inn á leynilega bankareikninga í erlendum skattaskjólum frekar en að reiða þá fram í brúnum umslögum með gamla laginu.

4. Pappírstætarar duga ekki lengur til að eyða sönnunargögnum í mútumálum þar eð gögnin eru jafnan geymd á vefþjónum sem áhugasöm yfirvöld geta ævinlega tryggt sér aðgang að nema um sé að ræða kyrfilega verndaða vefþjóna t.d. í Rússlandi. Kýpur dugir ekki lengur sem felustaður, ekki frekar en Panama.

Fróðleiksmolinn.

Kristján Pétursson löggæzlumaður í Keflavík birti sjálfsævisögu sína Margir vildu hann feigan 1990. Þar lýsir hann m.a. hermanginu og þá um leið olíumálinu, umfangsmesta fjársvikamáli síns tíma, sem hann fékk frið til að upplýsa ásamt öðrum og lyktaði með fangelsisdómi og fjársektum. Kristján lýsir því hvernig reynt var að múta honum með gulli og grænum skógum til að fella rannsókn málsins niður (bls. 95–97). Hann stóðst mátið. Honum var bolað úr starfi.

Kristján meldaði sig í heimsókn til mín, bláókunnugs manns, til að segja mér alla sólarsöguna af þessu máli og öðrum áður en hann félli frá. Ég gaf dómsmálaráðherra skýrslu um heimsókn Kristjáns til mín. Ég lýsti þessum fundum í ritgerð minni Samstæð sakamál í Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2018.

Það er þjóðsaga, sagði Kristján mér, það er mýta, að mútur tíðkist ekki á Íslandi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Beinadalur
Hlaðvarp

Beinadal­ur

Níu þátta hlað­varps­serí­an Bo­ne valley, eða Beinadal­ur, fer með hlust­end­ur í rann­sókn­ar­leið­ang­ur í gegn­um mýr­ar og dómsali Flórída­rík­is í leit að sann­leik­an­um og rétt­læti fyr­ir Leo Schofield, sem var rang­lega dæmd­ur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyr­ir að hafa átt að bana eig­in­konu sinni, Michelle, ár­ið 1987.
Kærir Gísla til héraðssaksóknara og lætur kyrrsetja eignir
Fréttir

Kær­ir Gísla til hér­aðssak­sókn­ara og læt­ur kyrr­setja eign­ir

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Gísla Hjálm­týs­son­ar, fjár­fest­is og pró­fess­ors, hef­ur kært hann fyr­ir að hafa hald­ið eft­ir pen­ing­um vegna sölu fast­eigna sem þau áttu sam­an. Sam­hliða hef­ur hún far­ið fram á kyrr­setn­ingu eigna hans vegna kröfu upp á 233 millj­ón­ir króna, sem með­al ann­ars er til­kom­in vegna við­skipt­anna sem hún kær­ir.
„Kannski er þetta grænþvottur“
RannsóknFernurnar brenna

„Kannski er þetta græn­þvott­ur“

Best væri að fern­um væri safn­að sam­an í sér­söfn­un, eins og gert er með til dæm­is bjór- og gos­dós­ir. Það er hins veg­ar ekki gert. Sorpa hef­ur, í kjöl­far fyr­ir­spurna Heim­ild­ar­inn­ar um mál­ið, ver­ið að reyna að átta sig á því í næst­um eitt ár hversu stórt hlut­fall af fern­um fer raun­veru­lega í end­ur­vinnslu. Eng­in skýr svör hafa borist.
Litlar breytingar á áratug: Karlar stýra enn peningum á Íslandi
Úttekt

Litl­ar breyt­ing­ar á ára­tug: Karl­ar stýra enn pen­ing­um á Ís­landi

Lög um kynja­kvóta í stjórn­um ís­lenskra fyr­ir­tækja tóku gildi fyr­ir tíu ár­um síð­an. Í út­tekt sem Heim­ild­in hef­ur gert ár­lega á þeim ára­tug sem lið­inn er frá þeim tíma­mót­um kem­ur fram að hlut­fall kvenna sem stýra fjár­magni á Ís­landi hef­ur far­ið úr því að vera sjö pró­sent í að vera 14,7 pró­sent. Af 115 störf­um sem út­tekt­in nær til gegna kon­ur 17 en karl­ar 98.
Sif Sigmarsdóttir
Sif Sigmarsdóttir
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Af­neit­un hinna far­sælu

Ef Ris­hi Sunak hefði ekki klæðst ákveðn­um sokk­um á G7-fundi hefði draum­ur sokka­sala um vel­gengni ekki ræst. Það þarf stund­um heppni og góð sam­fé­lög með öfl­ug skatt­kerfi til að njóta far­sæld­ar.
Verkföllin farin að hafa töluverð áhrif
Allt af létta

Verk­föll­in far­in að hafa tölu­verð áhrif

Kjara­deila BSRB-fé­laga hring­inn í kring­um land­ið og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hef­ur ver­ið í hörð­um hnút, þó mál hafi þokast áfram í vik­unni. Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir stend­ur í stafni hjá BSRB.
Guðlaugur Þór: „Ég lít á þessa umfjöllun mjög alvarlegum augum“
FréttirFernurnar brenna

Guð­laug­ur Þór: „Ég lít á þessa um­fjöll­un mjög al­var­leg­um aug­um“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ars­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra mun kalla for­svars­menn Sorpu og Úr­vinnslu­sjóðs á fund eft­ir helgi vegna frétt­ar Heim­ild­ar­inn­ar um skort á end­ur­vinnslu á fern­um.
Hafnar sáttaumleitunum Samherja
Fréttir

Hafn­ar sáttaum­leit­un­um Sam­herja

Sam­herji kom á fram­færi ósk í gegn­um lög­manns­stof­una Wik­borg Rein um að fella nið­ur mála­ferli á hend­ur lista­mann­in­um Oddi Ey­steini Frið­riks­syni vegna „We‘re Sorry“ list­gjörn­ings­ins. Það gerðu þeir um leið og ljóst var að Odee hefði feng­ið lög­menn sér til varn­ar. „Ég ætla ekki að semja um nokk­urn skap­að­an hlut,“ seg­ir lista­mað­ur­inn.
Börn og ópíóðar
Aðsent

Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir, Sæunn Kjartansdóttir og Sigrún Júlíusdóttir

Börn og ópíóð­ar

Þrír sér­fræð­ing­ar segja að það sé ekki gef­ið að þeir sem glími við fíkn eigi erf­iða reynslu úr barnæsku. Börn með áfalla­sögu eða reynslu af van­rækslu eða of­beldi eru hins veg­ar í mun meiri áhættu en önn­ur börn gagn­vart fíkn.
Hvað verður um fernurnar?
Spurt & svaraðFernurnar brenna

Hvað verð­ur um fern­urn­ar?

Heim­ild­in ræddi við fólk um end­ur­vinnslu á fern­um.
Pósthúsið kalda á Vatnajökli
Menning

Póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli

Sindri Freys­son skrif­ar um póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli en á stóru safn­ara­sýn­ing­unni NORDIA 2023 sem hald­in er í Ás­garði í Garða­bæ dag­ana 2.-4. júní, má sjá fjöl­breytt úr­val sjald­gæfra sýn­ing­ar­gripa úr öll­um átt­um. Þar á með­al sýn­ir Vest­ur-Ís­lend­ing­ur­inn Michael Schumacher ákaf­lega skemmti­legt safn sem teng­ist sögu­leg­um sænsk-ís­lensk­um rann­sókn­ar­leið­angri á Vatna­jök­ul á vor­dög­um ár­ið 1936.
Spottið 2. júní 2023
Spottið

Gunnar Karlsson

Spott­ið 2. júní 2023