Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Landkynningin heldur áfram

Landkynningin heldur áfram

Ísland heldur áfram að vera athlægi í útlöndum. Le petit Journal er franskur grínfréttaþáttur í anda Daily Show. Áhorfendatölur hans í Desember í fyrra voru ein milljón og sexhundruðþúsund manns. Árinu þar á undan horfðu yfir tvær milljónir Frakka á útsendingu kvöldþáttarins.

Með öðrum orðum þá er þetta gríðarlega mikilvægur fréttaþáttur. Hann er sýndur í Frakklandi, Belgíu og Lúxemborg, og ég efast reyndar ekki um að margir í Sviss horfi á hann í gegnum netið.

Frakkarnir hérna undrast að Bjarni sé enn ekki búið að segja af sér.

Það er eins og þeir hafi ekki skilið útskýringar sjálfstæðismanna á því að eðlismunur sé á stöðu Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs.

Það er líka pínu flókið að skilja þennan eðlismun. Sigmundur átti vissulega í beinum hagsmunaárekstri þar sem konan hans var kröfuhafi í bankana, en þýðir það að fjármálaráðherra geti átt eignir í skattaskjóli? (Og vitum við hvort faðir Bjarna eða frændur hans séu kröfuhafar líka?)

Það sem Frakkar skilja ekki, skil ég ekki heldur. Hvernig getur Bjarni ætlast til þess að hann sitji áfram? Hann er æðsti maður ríkisfjármála, hann er „Skattmann“.
Og hann verður að segja af sér.

Tékkið á vídjóinu hér.

P.S.
ef þið viljið vita af hverju íslenskir blaðamenn spyrja aldrei jafn erfiðra spurninga og: „Hvernig dettur þér í hug að sitja áfram?“ þá er það af því þeir njóta ekki sama stuðnings og almenningur veitir blaðamönnum í útlöndum. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.