Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Ég er ekki kröfuhafi

Ég er ekki kröfuhafi í íslensku bankana.

Meirihluti okkar eru ekki kröfuhafa í íslensku bankana. Hvort sem við eigum lífeyrissparnað eða ekki.

99% íslensku þjóðarinnar eiga ekki kröfur í íslensku bankana.

Það er eitt prósentið sem á væna sjóði á skattfrjálsum eyjum langt í burtu.

Þeir sem reyna að sannfæra þig um annað eru í stríði gegn almennri skynsemi.

Og eðlilegum skilningi á íslenskri tungu.

Strax þýðir samstundis. Teygjanleiki hugtaksins er lítill, samstundis er núna, nú þegar í stað.

Það er ekki „formlega rétt“ að ráðherra brjóti reglur. Brjóti maður form reglunnar þá hefur maður brotið regluna.

Þegar maður hefur illan málstað að verja snýr maður hlutum oft á hvolf. Svart verður hvítt. Upp verður niður.

Nýverið átti ég í rökræðum við dyggan stuðningsmann ríkisstjórnarinnar sem færði rök fyrir því að hjónaband væru ekki persónuleg tengsl.

Þetta er komið gott.

Sigmundur Davíð þarf að segja af sér. Ekki mín vegna. Ég fagna hverri stundu sem hann situr enn því það rífur sennilega í tætlur fylgi framsóknar og mun á endanum eyðileggja fyrir sjálfstæðisflokknum líka. Í raun tryggir áframhaldandi seta hans að aðalfókus næstu kosninga verði hegðun og eignir stjórnmálamanna.

Efast um að Bjarna Ben langi til að ræða það að hann skyldi hafa átt íbúð í Dubai t.d.

Ekki af því það er ólöglegt. Heldur einfaldlega af því venjulegir Íslendingar eiga erfitt með að samsama sig fólki sem á íbúðir úti um allan heim, bankareikninga í mismunandi löndum. Það mun einfaldlega vera erfitt að selja ímyndina af sjálfum sér sem fjölskylduföður í Garðabæ (sem er auðvitað ein hlið á manninum líka), ef Tortóla-mál Sigmundar er í deiglunni.

Það er þess vegna sem að Bjarni mun á endanum losa sig við Sigmund. Til að bjarga eigin pólitíska skinni.

 

P.S.
Ég er ekki að segja að fólk í pólitík megi ekki eiga pening.

En ég er að segja að fyrir hvern milljarðamæring sem við losnum við af alþingi fáum við pláss fyrir hjúkrunarfræðing, smið, slökkviliðsmann, lækni, kennara, skáld, sjómann, bónda eða öryrkja. Það eru hlutfallslega of margir milljarðamæringar inn á þingi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.