Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Erfitt nema fyrir fjandans aur að fá

Erfitt nema fyrir fjandans aur að fá

Almennt er fólk sammála um að góðir lagahöfundar semji góð lög og slæmir lagahöfundar semji slæm. Stundum skiptast þeir þó á hlutverkum; tónsnillingur sendir frá sér eitthvað óttalegt prump og laglaus gutlari sendir frá sér stórkostlega grípandi melódíu. En örsjaldan hendir það söngvasmið (góðan eða slæman) að semja lag sem fangar eitthvað úr upphimni og verður fyrir vikið ódauðlegt. Lag sem tjáir eitthvað sem engum hafði tekist (eða hugkvæmst) að koma í orð og söng áður. Eitt slíkt á Magnús Eiríksson.

Ég er tæplega einn um að skynja kaldhæðnina sem felst í notkun orðsins „Braggablús” yfir hneykslismál varðandi hégómlegan fjáraustur í framkvæmdum á vegum borgarinnar. Texti Mannakornalagsins er kannski eitthvert hjartnæmasta dæmi um skilning á hlutskipti fátækra Íslendinga síðan Davíð Stefánsson orti um konuna sem kynti ofninn hans. Braggablúsinn snýr ekki bara á haus orðræðu eftirstríðsáranna um „ástandið” — með því að beina athyglinni frá púrítanskri kynferðispólitík að þeim bágu kjörum sem margar konur í „ástandinu” bjuggu við á þeim tíma — heldur kraumar hann um leið af glettni og léttleika. Þetta er ljóðlistarígildi þess að halda bolta á lofti á meðan maður sagar strativaríus.

Bragginn var táknmynd neyðar og braggalyktin sem hlaust af húshitun með olíu (sem var svona erfitt nema fyrir fjandans aur að fá) ótvírætt merki þess að einstaklingur væri fátækur. Auðvitað er ekki þar með sagt að hann geti aldrei táknað neitt annað. Orðræða er ekki steingert fyrirbæri. En þegar ákveðið var að breyta einum Nauthólsvíkurbragganum í nýsköpunaraðstöðu fyrir Háskólann í Reykjavík var óneitanlega á ferðinni viss viðsnúningur. Táknmynd fátæktar átti að verða að táknmynd velsældar.

Nú verður byggingin aldrei neitt annað en táknmynd forréttindablindu.

Þegar formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, benti á Facebook-vegg sínum á misræmið milli þess að fara tvö hundruð og fimmtíu milljón krónum fram úr kostnaðaráætlun við að tryggja nýsköpunaraðstöðu fyrir nemendur HR og þess að borga leikskólakennurum ekki laun „sem duguðu til eins og neins” misskildi einn lesandi færsluna á þann veg að verið væri að gera lítið úr framtakinu í Nauthólsvík. Eftir því sem ég kemst næst var formaður Eflingar einfaldlega að benda á þá staðreynd að hlutir sem kallast „frumkvöðlastarf” og „sprotastarfsemi” séu teknir alvarlegar í fjármálum borgarinnar en hlutir eins og umönnun og menntun barna. En ég skil hvers vegna sumir bregðast svona við.

Þetta verkefni lítur út fyrir að hafa verið skemmtilegt og að fólkið sem hafi sett það saman hafi verið skapandi og innblásið. Bragginn lítur mjög vel út (sem og Stráin©) og ég efast ekki um að margt áhugavert og gefandi verði planlagt og framkvæmt undir þaki (boga?) þessarar gömlu herliðsbyggingar. Ég er ekki heldur þeirrar skoðunar að ekki megi leggja pening í neitt menningarlegt fyrr en allir séu orðnir jafnir í samfélaginu. Slík annaðhvort/eða-hugsun er einfeldningsleg. En ég finn skítalykt af því að sömu borgaryfirvöld sem ríghalda í pyngjuna til að þurfa ekki að láta af hendi mannsæmandi kjarabætur handa leikskólakennurum (og öðru starfsfólki á sínum vegum) skuli horfa í gegnum fingur sér með tvö hundruð og fimmtíu milljón króna þeysireið fram úr fjárlögum við byggingu nýsköpunarseturs handa nemum í HR.

Annað hvort eru til peningar í borginni eða ekki. 

Þegar stjórnmálamenn velta því fyrir sér hvernig traust í þeirra garð hafi náð að réna eins mikið og raun ber vitni þurfa þeir ekki að skipa nefnd og leggja á ráðin um almannatengslaaðgerðir. Ástæðan fyrir því að almenningur treystir ekki stjórnmálamönnum kristallast í tilfellum sem þessu. Forréttindablinda þeirra sem leyfðu þessari framkvæmd að fara einhver hundrað og fimmtíu prósent fram úr áætlun er algjör. Vandamálið er ekki einstaklingsbundið heldur kerfislægt. Við þurfum að hafa raunverulega fulltrúa almennings við stjórnvölinn í Ráðhúsinu, (sem og á Alþingi) til þess að fólk finni fyrir því að ráðamenn beri hag þess fyrir brjósti. Fólk sem hefur þurft að horfa í klinkið til að ná endum saman milli mánaða er nefnilega mikið líklegra til þess að gera athugasemd við það að opinberu fé sé migið svona upp í vindinn.

Við höfum ekki horn í síðu frumkvöðlaseturs eða sprotamusteris eða hvað þetta er annars kallað. Magga þarf bara líka að fá olíu á helvítis skúrinn sinn. Hún er alveg staur þessa dagana.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...
Lífsgildin
2
Blogg

Lífsgildin

Furðu­legt frum­varp um áfeng­is­lög kol­fell­ur

Frétta­fyr­ir­sagn­ir um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um, til að rýmka af­greiðslu­tíma Vín­búða og gefa þeim leyfi til að selja áfengi um helg­ar og á frí­dög­um, eru á þessa leið: „Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins set­ur sig ekki upp á móti frum­varpi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins um rýmri af­greiðslu­tíma vín­búða.“ (RÚV) og „ÁTVR leggst ekki gegn rýmk­un“ (MBL). „Af­nám banns gæti rýmk­að opn­un­ar­tíma...

Nýtt efni

Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Fréttir

Lík­legt að upp­runi meng­un­ar­inn­ar sé óþekkt skips­flak á hafs­botni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.
Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Fréttir

Tug­ir húsa rýmd á Seyð­is­firði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.
„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

„Hætt við að ein­hverj­ir hugsi aft­ur til flóð­anna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.
Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum
Greining

Greiðslu­byrði af óverð­tryggð­um lán­um hef­ur tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um

Greiðslu­byrði af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.
Andlegt þrot Þorgerðar
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Snjóflóð féll á Norð­firði — ver­ið að rýma sjö húsa­göt­ur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.
Þegar Ástralíumenn lærðu ekki að yrkja jörðina
Flækjusagan

Þeg­ar Ástr­al­íu­menn lærðu ekki að yrkja jörð­ina

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, 23. mars, tók stjórn Ástr­al­íu þá ákvörð­un að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort vísa skuli sér­stak­lega til frum­byggja lands­ins og reynslu þeirra í stór­n­ar­skrá. Ekki von­um seinna, segja marg­ir. Ástr­al­ía hef­ur breyst meira þá ára­tugi sem mað­ur­inn hef­ur bú­ið þar en lengst af hef­ur ver­ið tal­ið. Þótt fólki blöskri hve út­breidd­ar eyði­merk­ur eru þar og land­ið hrjóstr­ugt, þá mun eyj­an stóra nú vera nán­ast eins og frjó­sam­ur blóma­garð­ur mið­að við ástand­ið þeg­ar menn komu þang­að fyrst.