Símon Vestarr

Símon Vestarr

Söngvaskáld og bókmenntafræðingur sem skrifar hugleiðingar sínar um menningu, stjórnmál og trú og krossflækjurnar þar á milli.
Bjarni Ben og lögmálin sem gilda alls staðar

Bjarni Ben og lög­mál­in sem gilda alls stað­ar

Í frétt á Rúv kem­ur fram að fjár­mála­ráð­herra segi „tak­mörk fyr­ir því hversu mik­ið laun á Ís­landi geta hækk­að til lengd­ar.“ Hann bæt­ir því við að „við hljót­um á ein­hverj­um tíma­punkti þurfa að und­ir­gang­ast þau lög­mál sem alls stað­ar gilda, að það eru tak­mörk fyr­ir því hversu mik­ið er hægt að taka út í laun­un­um ein­um og sér úr...

Já, það skipt­ir sko máli hver stjórn­ar

Slag­orð VG í kom­andi kosn­ing­um seg­ir okk­ur allt sem við þurf­um að vita um megin­á­herslu flokks­ins. Það hlýt­ur um leið að vera Norð­ur­landa­met í sjálfs­með­vit­und­ar­leysi: „Það skipt­ir máli hver stjórn­ar.“ Hið fyndna er að þetta er ekki rangt. Nei, þvert á móti er þetta slag­orð í senn dag­sönn full­yrð­ing og helsta ástæð­an fyr­ir því að eng­inn vinstrimann­eskja ætti að kjósa...
Málamiðlun og uppgjöf eru tvennt ólíkt

Mála­miðl­un og upp­gjöf eru tvennt ólíkt

„And­stæð­ing­ar Sósí­al­ista­flokks­ins eru auð­vald­ið og all­ir sem ganga er­inda þess. Stétta­bar­átta er stað­reynd.“ - úr ávarpi Sósí­al­ista­flokks Ís­lands þann 1. maí 2021. Ég veit hvaða við­brögð svona orða­lag vek­ur í viss­um kreðsum á vinstri væng ís­lenskra stjórn­mála; „Hvernig er hægt að stjórna land­inu án þess að gera mála­miðl­an­ir?“ Í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um fagn­aði líka Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé sigri Bidens í Banda­ríkj­un­um með hómil­íu...

Óli Björn og öf­und­sjúka lið­ið

Mik­ið gladdi hún mig, grein Óla Björns Kára­son­ar á mið­viku­deg­in­um 11. ág­úst, þar sem hann minnti mig (og ís­lenska kjós­end­ur) á hug­mynda­þurrð hægr­is­ins. Hann skrif­ar eins og ár­ið sé 1991, Dav­íð Odds­son spenn­andi nýr formað­ur og ný­frjáls­hyggj­an ekki enn orð­in aug­ljós tíma­skekkja. Hann skrif­ar: „Stjórn­mála­bar­átta [vinstri manna] fer að snú­ast í æ meira mæli um hvernig eigi að skipta þjóð­ar­kök­unni...
Siðprúðasti her í heimi slátrar börnum

Sið­prúð­asti her í heimi slátr­ar börn­um

Jæja, hvað á að segja um „eina lýð­ræð­is­rík­ið“ í Mið-Aust­ur­lönd­um? Er eitt­hvað hægt að segja sem ekki hef­ur ver­ið tí­und­að millj­ón sinn­um? 119 Palestínu­menn í valn­um, þar af 31 barn. Átta Ísra­els­menn. Og að­drag­and­inn var ekk­ert sér­stak­lega frum­leg­ur held­ur. Ísra­els­menn halda upp­tekn­um hætti og vísa fjór­um tug­um Palestínu­manna (þar af tíu börn­um) út af heim­il­um sín­um til að rýma...
Aldrei segja neitt afgerandi og alltaf verja hið óverjandi

Aldrei segja neitt af­ger­andi og alltaf verja hið óverj­andi

Jæja, Katrín Jak­obs­dótt­ir við­ur­kenndi að „það væri auð­vit­að veru­lega illa kom­ið fyr­ir okk­ur“ ef land­inu væri stjórn­að af hags­muna­öfl­um. Þessi yf­ir­lýs­ing flokk­ast kannski með þeirri stað­hæf­ingu Pét­urs Pan að ef álf­ar væru ekki til þá væri til lít­ils að reyna að vekja þá frá dauð­um með lófa­taki. Satt eins langt og það nær. Hitt sem hún sagði myndi hins...
Hvíti maðurinn og egóið

Hvíti mað­ur­inn og egó­ið

Í pistli sem kom út í Stund­inni á laug­ar­dag­inn seg­ir Bragi Páll Sig­urð­ar­son að „í þessu sam­fé­lagi hönn­uðu fyr­ir hvíta, gagn­kyn­hneigða, ófatl­aða, sæmi­lega stæða karla, ætti að vera rými fyr­ir alla hina að hafa jafn­há­vær­ar radd­ir.“ Ná­kvæm­lega. Erfitt er að sjá fyr­ir sér nokkra ein­ustu gildu ástæðu fyr­ir því að vera ósam­mála neinu sem hann set­ur fram þarna. Í...
Allt sem þú hélst að þú vissir um popúlisma

Allt sem þú hélst að þú viss­ir um po­púl­isma

Ókei, ég ætla að taka þenn­an slag einu sinni enn. Ég verð. Hætt­um að nota orð­ið po­púlisti sem sam­heiti yf­ir ný­fasíska leið­toga eða fylg­is­menn þeirra. Í al­vöru. Hætt­um þess­ari vit­leysu. Ég er að horfa á þig, Ei­rík­ur Berg­mann. Þessi hug­mynd um að po­púl­ismi feli alltaf í sér út­lend­inga­hat­ur, fjár­hags­lega ein­angr­un­ar­stefnu og leið­toga­dýrk­un er ekki að­eins til­bún­ing­ur held­ur snýr hún ben­lín­is...
Að selja beljuna fyrir fimm mjólkurfernur

Að selja belj­una fyr­ir fimm mjólk­ur­fern­ur

Rík­ið á nátt­úru­lega ekki að standa í svona rekstri.“ Þetta var auð­veld­asta lín­an fyr­ir hægri­menn að kom­ast upp með í upp­hafi ald­ar­inn­ar í fjöl­miðlaum­ræð­um um einka­væð­ingu af því að hver sem and­stæð­ing­ur­inn var vakn­aði aldrei nokk­urn tíma spurn­ing­in: „Hvers vegna ekki?“ Hvers vegna í krók­loppn­um kjúk­um Kölska á Kópa­skeri ekki?! Í þá daga var það auð­veld klapp­lína að halda því...
Uppreisnarmenn, hvítliðar og andófstúristar

Upp­reisn­ar­menn, hvítlið­ar og and­óf­stúrist­ar

„Pönk er eng­inn trú­ar­söfn­uð­ur! Pönk þýð­ir að hugsa sjálf­stætt!“ Þeg­ar ég hugsa um upp­reisn koma þessi ösk­ur Jello Biafra gjarn­an upp í hug­ann, úr lag­inu þar sem hann sagði pönk­ur­um með nas­istapóli­tík að fokka sér. Að vera sjálf­stæð­ur eða vera hluti af ein­hverri heild … Þarf mað­ur að velja? Er ekki hægt að gera bæði? Er al­veg bók­að mál að...
Viljandi rangsleitni er ekki fúsk

Vilj­andi rangs­leitni er ekki fúsk

Ár­ið var 2016 og eng­inn bar and­lits­grím­ur nema skurð­lækn­ar og masó-gimp. Ham­verj­inn og Spokklækn­ir­inn Ótt­arr Proppé var á þingi sem full­trúi flokks sem kenndi sig við fram­tíð bjarta og í pontu last­aði hann rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks fyr­ir það, með­al ann­ars, að neita fólki um póli­tískt hæli á Ís­landi út frá tækni­at­rið­um, greiða ör­yrkj­um bæt­ur und­ir fram­færslu­við­mið­um og hlera...
Kolbeinn Óttars og kirkja málamiðlunarinnar

Kol­beinn Ótt­ars og kirkja mála­miðl­un­ar­inn­ar

„Það er auð­velt að dást að manni sem ekki miðl­ar mál­um. Hann býr yf­ir hug­rekki, það á líka við um hund. En það er ein­mitt færn­in til að miðla mál­um sem ger­ir að­als­menn göf­uga.“ - Pabbi Ró­berts Brúsa í Bra­veheart (holds­veiki gaur­inn í turn­in­um).   Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé virð­ist sam­mála.   Sig­ur mála­miðl­un­ar? Nei, Kol­beinn, tap Trumps var ekki sig­ur...

Mest lesið undanfarið ár