Í frétt á Rúv kemur fram að fjármálaráðherra segi „takmörk fyrir því hversu mikið laun á Íslandi geta hækkað til lengdar.“ Hann bætir því við að „við hljótum á einhverjum tímapunkti þurfa að undirgangast þau lögmál sem alls staðar gilda, að það eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að taka út í laununum einum og sér úr...
Já, það skiptir sko máli hver stjórnar
Slagorð VG í komandi kosningum segir okkur allt sem við þurfum að vita um megináherslu flokksins. Það hlýtur um leið að vera Norðurlandamet í sjálfsmeðvitundarleysi: „Það skiptir máli hver stjórnar.“ Hið fyndna er að þetta er ekki rangt. Nei, þvert á móti er þetta slagorð í senn dagsönn fullyrðing og helsta ástæðan fyrir því að enginn vinstrimanneskja ætti að kjósa...
Málamiðlun og uppgjöf eru tvennt ólíkt
„Andstæðingar Sósíalistaflokksins eru auðvaldið og allir sem ganga erinda þess. Stéttabarátta er staðreynd.“ - úr ávarpi Sósíalistaflokks Íslands þann 1. maí 2021. Ég veit hvaða viðbrögð svona orðalag vekur í vissum kreðsum á vinstri væng íslenskra stjórnmála; „Hvernig er hægt að stjórna landinu án þess að gera málamiðlanir?“ Í nóvember síðastliðnum fagnaði líka Kolbeinn Óttarsson Proppé sigri Bidens í Bandaríkjunum með hómilíu...
Óli Björn og öfundsjúka liðið
Mikið gladdi hún mig, grein Óla Björns Kárasonar á miðvikudeginum 11. ágúst, þar sem hann minnti mig (og íslenska kjósendur) á hugmyndaþurrð hægrisins. Hann skrifar eins og árið sé 1991, Davíð Oddsson spennandi nýr formaður og nýfrjálshyggjan ekki enn orðin augljós tímaskekkja. Hann skrifar: „Stjórnmálabarátta [vinstri manna] fer að snúast í æ meira mæli um hvernig eigi að skipta þjóðarkökunni...
Við viljum byltingu
Fyrir þá sem ekki vita heiti ég Símon Vestarr og er Hjaltason. Ég er í öðru sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í syðra Reykjavíkurkjördæmi. Ég hvet ykkur öll til að setja x við J í kosningunum þann 25. september næstkomandi og ég skal segja ykkur hvers vegna. Með því að greiða sósíalismanum atkvæði erum við að senda skilaboð. Við erum...
Siðprúðasti her í heimi slátrar börnum
Jæja, hvað á að segja um „eina lýðræðisríkið“ í Mið-Austurlöndum? Er eitthvað hægt að segja sem ekki hefur verið tíundað milljón sinnum? 119 Palestínumenn í valnum, þar af 31 barn. Átta Ísraelsmenn. Og aðdragandinn var ekkert sérstaklega frumlegur heldur. Ísraelsmenn halda uppteknum hætti og vísa fjórum tugum Palestínumanna (þar af tíu börnum) út af heimilum sínum til að rýma...
Aldrei segja neitt afgerandi og alltaf verja hið óverjandi
Jæja, Katrín Jakobsdóttir viðurkenndi að „það væri auðvitað verulega illa komið fyrir okkur“ ef landinu væri stjórnað af hagsmunaöflum. Þessi yfirlýsing flokkast kannski með þeirri staðhæfingu Péturs Pan að ef álfar væru ekki til þá væri til lítils að reyna að vekja þá frá dauðum með lófataki. Satt eins langt og það nær. Hitt sem hún sagði myndi hins...
Páskahugvekja frá reykvískum rauðliða
„Sko setningin er svona: Ég hata ég elska þig, ég elska ég hata þig, ég elska að hata þig, ég elska að elska þig ég hata að hata þig - þetta er flókið mál.“ Svona lýsti leikstjórinn Egill Heiðar Anton Pálsson „ástinni“ sem er viðfangsefni uppfærslu hans á leikritinu „Hver er hræddur við Virginiu Woolf?“ í Borgarleikhúsinu í ársbyrjun...
Hvíti maðurinn og egóið
Í pistli sem kom út í Stundinni á laugardaginn segir Bragi Páll Sigurðarson að „í þessu samfélagi hönnuðu fyrir hvíta, gagnkynhneigða, ófatlaða, sæmilega stæða karla, ætti að vera rými fyrir alla hina að hafa jafnháværar raddir.“ Nákvæmlega. Erfitt er að sjá fyrir sér nokkra einustu gildu ástæðu fyrir því að vera ósammála neinu sem hann setur fram þarna. Í...
Allt sem þú hélst að þú vissir um popúlisma
Ókei, ég ætla að taka þennan slag einu sinni enn. Ég verð. Hættum að nota orðið popúlisti sem samheiti yfir nýfasíska leiðtoga eða fylgismenn þeirra. Í alvöru. Hættum þessari vitleysu. Ég er að horfa á þig, Eiríkur Bergmann. Þessi hugmynd um að popúlismi feli alltaf í sér útlendingahatur, fjárhagslega einangrunarstefnu og leiðtogadýrkun er ekki aðeins tilbúningur heldur snýr hún benlínis...
Töffari kann að taka L-inu
Fyrir fjórum árum flaug mér fjarlægur möguleiki í hug í tengslum við innvígsludaginn í Ameríku. Ég sá fyrir mér hinn nýkjörna, nýfasíska auðkýfingsson stíga fram í pontu og halda ræðu sem væri eitthvað á þessa leið: Ég þakka öllum sem komu. Við alla sem buðu sig fram gegn mér vil ég segja: hvernig líst ykkur á mig núna?...
Að selja beljuna fyrir fimm mjólkurfernur
Ríkið á náttúrulega ekki að standa í svona rekstri.“ Þetta var auðveldasta línan fyrir hægrimenn að komast upp með í upphafi aldarinnar í fjölmiðlaumræðum um einkavæðingu af því að hver sem andstæðingurinn var vaknaði aldrei nokkurn tíma spurningin: „Hvers vegna ekki?“ Hvers vegna í krókloppnum kjúkum Kölska á Kópaskeri ekki?! Í þá daga var það auðveld klapplína að halda því...
Hann sveimaði, soltinn og grimmur ...
Það var á aðventunni 2018 sem þessi skepna glóði fyrst á Lækjartorgi og ég lít á hana sem eina bestu gjöf sem borgin hefur gefið okkur. Ekki vegna þess að hún sé eitthvað sérstaklega glæsileg eða trekki að túrista eða vísi í menningararfinn heldur vegna þess að hún minnir okkur á hver raunverulegur óvinur almennings er. Byrjum á að rifja...
Uppreisnarmenn, hvítliðar og andófstúristar
„Pönk er enginn trúarsöfnuður! Pönk þýðir að hugsa sjálfstætt!“ Þegar ég hugsa um uppreisn koma þessi öskur Jello Biafra gjarnan upp í hugann, úr laginu þar sem hann sagði pönkurum með nasistapólitík að fokka sér. Að vera sjálfstæður eða vera hluti af einhverri heild … Þarf maður að velja? Er ekki hægt að gera bæði? Er alveg bókað mál að...
Viljandi rangsleitni er ekki fúsk
Árið var 2016 og enginn bar andlitsgrímur nema skurðlæknar og masó-gimp. Hamverjinn og Spokklæknirinn Óttarr Proppé var á þingi sem fulltrúi flokks sem kenndi sig við framtíð bjarta og í pontu lastaði hann ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fyrir það, meðal annars, að neita fólki um pólitískt hæli á Íslandi út frá tækniatriðum, greiða öryrkjum bætur undir framfærsluviðmiðum og hlera...
Kolbeinn Óttars og kirkja málamiðlunarinnar
„Það er auðvelt að dást að manni sem ekki miðlar málum. Hann býr yfir hugrekki, það á líka við um hund. En það er einmitt færnin til að miðla málum sem gerir aðalsmenn göfuga.“ - Pabbi Róberts Brúsa í Braveheart (holdsveiki gaurinn í turninum). Kolbeinn Óttarsson Proppé virðist sammála. Sigur málamiðlunar? Nei, Kolbeinn, tap Trumps var ekki sigur...
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
6
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.