Þessi færsla er meira en ársgömul.

Bjarni Ben og lögmálin sem gilda alls staðar

Bjarni Ben og lögmálin sem gilda alls staðar

Í frétt á Rúv kemur fram að fjármálaráðherra segi „takmörk fyrir því hversu mikið laun á Íslandi geta hækkað til lengdar.“ Hann bætir því við að „við hljótum á einhverjum tímapunkti þurfa að undirgangast þau lögmál sem alls staðar gilda, að það eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að taka út í laununum einum og sér úr hagkerfinu.“

Hvað áhugaverðast við þetta innlegg aðalandarinnar í fjármálaráðuneytinu er að hann skuli tala um hagfræði nýfrjálshyggjunnar sem „þau lögmál sem alls staðar gilda“ – þ.e. náttúrulögmál. Hann heldur sjálfsagt að við séum öll enn ginnkeypt fyrir þeirri bábilju að ójöfnuður sé óhjákvæmileg afleiðing ópersónulegra peningalögmála, eða alla vega nógu mörg til að af þessum málflutningi leiði engar mótbárur.

Honum skjátlast.

Ójöfnuður er afleiðing af pólitískum ákvörðunum þeirra sem þjóna eignastéttinni fremur en launafólki.

Þess ber að geta að fullyrðingin er hálfsannleikur. Ég get tekið undir það að ekki er hægt að stemma stigu við ójöfnuð með kauphækkunum einum og sér. Einnig þarf stjórnvaldsaðgerðir til að lækka húsnæðisverð, fá inn í almenna sjóði arðinn af auðlindum okkar og færa skattbyrðina af launum yfir á fjármagnstekjur svo eitthvað sé nefnt. Réttið upp hönd sem teljið Bjarna Benediktsson líklegan til að koma einhverju af þessu í framkvæmd.

Nei, einmitt.

Ekki ég heldur.

Þetta þarf ekki að vera svona. Þessi maður er ráðherra og verður það líklegast áfram í fjögur ár í viðbót. Hann mun reyna að koma öllum byrðunum af Covid-samdrættinum yfir á herðar okkar sem lifum á mánaðarlaunum. En honum mun ekki takast það nema með þöglu samþykki okkar. Hann fær ekki það samþykki. Fyrst honum er svona tíðrætt um takmörk er um að gera að benda honum á eftirfarandi:

Bjarni Benediktsson.

Það eru takmörk fyrir því hversu lengi skiptakerfi getur haldist við lýði sem verðlaunar siðblinda fjármagnsfursta og setur okkur undir ægivald þeirra. Það eru takmörk fyrir því hversu mikla hræsni almenningur mun láta bjóða sér. Þú heldur að þú sért í svo hárri stöðu núna að forréttindi þín séu eilíf, Bjarni. Það hafa margir í mannkynssögunni haldið áður en spilaborgin féll.

Þinn tími kemur.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Leyndardómsfullar vatnsbirgðir Líbíu
Flækjusagan

Leynd­ar­dóms­full­ar vatns­birgð­ir Líb­íu

Hinar hræði­legu hörm­ung­ar í Derna hafa beint at­hygl­inni að Líb­íu sem hef­ur ver­ið ut­an sjónsviðs fjöl­miðl­anna um skeið. En þótt land­ið sé þekkt fyr­ir þurr­ar eyði­merk­ur er þetta ekki í fyrsta sinn sem vatn hef­ur spil­að stóra rullu fyr­ir lands­menn. Fyrsta líb­íska þjóð­in byggði til­veru sína á leynd­um vatns­ból­um.
Fjöldagröf eftir flóð
Myndir

Fjölda­gröf eft­ir flóð

Tæp­lega fjög­ur þús­und eru látn­ir og mörg þús­und fleiri er sakn­að eft­ir gríð­ar­leg flóð í borg­inni Derna í Líb­íu. Lík­um hef­ur ver­ið safn­að sam­an und­an­farna daga og fjölda­graf­ir und­ir­bún­ar.
„Ég hef ekki mikinn áhuga á pólitík“
Fréttir

„Ég hef ekki mik­inn áhuga á póli­tík“

Eg­ill Helga­son seg­ir að hóf­sömu öfl­um hafi al­gjör­lega mistek­ist að halda í sína kjós­end­ur. „Heim­ur­inn hef­ur ekki versn­að mik­ið, held ég. Það er bara um­ræð­an sem hef­ur súrn­að svo svaka­lega.“
„Það skín enn þá í skriðusárin“
Allt af létta

„Það skín enn þá í skriðusár­in“

Guð­rún Ásta Tryggva­dótt­ir flutti ár­ið 2018 til Seyð­is­fjarð­ar til að kenna í grunn­skól­an­um þar. Hún býr, ásamt fjöl­skyldu sinni, efst í fjall­inu, eins og hún orð­ar það, á skil­greindu C-svæði, eða því hættu­leg­asta í bæn­um. Hún seg­ir enn þá „skína í skriðusár­in“ í Botns­hlíð þar sem hún býr frá því fyr­ir þrem­ur ár­um þeg­ar stærsta aur­skriða sem fall­ið hef­ur á byggð á Ís­landi féll á Seyð­is­firði. Hún seg­ir Seyð­firð­inga, þrátt fyr­ir þetta, vera seiga, sam­heldna og æðru­lausa.
„Samherji hefur verið stolt Akureyrar og Norðurlands þar til nýverið“
Menning

„Sam­herji hef­ur ver­ið stolt Ak­ur­eyr­ar og Norð­ur­lands þar til ný­ver­ið“

Birg­ir Snæ­björn Birg­is­son mynd­list­ar­mað­ur opn­ar sýn­ingu um Sam­herja á Dal­vík. Hann seg­ir að með verk­inu vilji hann eiga í sam­tali við Norð­lend­inga um Sam­herja og þær snúnu til­finn­ing­ar sem fólk ber í brjósti í garð fyr­ir­tæk­is­ins.
„Þetta er sárt að horfa upp á“
Fréttir

„Þetta er sárt að horfa upp á“

Þeg­ar kálfa­full­ar lang­reyða­kýr eru veidd­ar er ver­ið að veiða tvö dýr en ekki eitt, seg­ir Edda Elísa­bet Magnús­dótt­ir hvala­sér­fræð­ing­ur. Fóstr­ið sem skor­ið var úr kú í hval­stöð­inni í gær átti lík­lega 1-2 mán­uði eft­ir í móð­urkviði.
Elliði telur sig vera undanþeginn siðareglum Ölfuss
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Elliði tel­ur sig vera und­an­þeg­inn siða­regl­um Ölfuss

Í siða­regl­um kjör­inna full­trúa í Ölfusi kem­ur fram að þær eigi við um alla þá sem sitja í nefnd­um og ráð­um á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Elliði Vign­is­son sit­ur í nefnd­um á veg­um bæj­ar­stjórn­ar Ölfuss auk þess sem hann sit­ur alla bæj­ar­stjórn­ar- og bæj­ar­ráðs­fundi. Hann tel­ur sig samt vera und­an­þeg­inn siða­regl­um kjör­inna full­trúa sem koma eiga í veg fyr­ir hags­muna­árekstra.
Einkaleyfi á kærleikanum
Sif Sigmarsdóttir
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Einka­leyfi á kær­leik­an­um

Kirkj­unni er frjálst að reyna að fá fólk til liðs við sig. En krafa þjóna henn­ar um að krist­in­fræði sé sett skör hærra en aðr­ar lífs­skoð­an­ir í mennta­stofn­un­um lands­ins á eng­an rétt á sér.
Ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir

Ekki leng­ur bóla á íbúða­mark­aði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Fjór­tán vaxta­hækk­an­ir í röð og hert lán­þega­skil­yrði hafa skil­að því að íbúða­verð er far­ið að lækka að raun­virði á Ís­landi. Á einu ári, frá ág­úst 2022 til sama mán­að­ar í ár, nem­ur sú lækk­un 5,3 pró­sent.
Nýtni var það, heillin
Halla Hrund Logadóttir
AðsentOrkumál

Halla Hrund Logadóttir

Nýtni var það, heill­in

Orku­mála­stjóri skrif­ar um tæki­færi í betri nýt­ingu auð­linda okk­ar. „Nýtni er nefni­lega ekki stöðn­un held­ur hvet­ur hún til ný­sköp­un­ar og sókn­ar með það sem við höf­um á milli hand­anna hverju sinni og styð­ur við sjálf­bærni um leið.“
Forstjóri Arctic Fish segir skoðun á kynþroska eldislaxa í slysasleppingu ólokið
FréttirLaxeldi

For­stjóri Arctic Fish seg­ir skoð­un á kyn­þroska eld­islaxa í slysaslepp­ingu ólok­ið

Stein Ove Tveiten, for­stjóri Arctic Fish, get­ur ekki svar­að spurn­ing­um um hvort ljós­stýr­ing hafi ver­ið not­uð eða ekki í kví fé­lags­ins í Pat­reks­firði. 3500 lax­ar sluppu úr kvínni í sum­ar og er grun­ur um að stór hluti þeirra hafi ver­ið kyn­þroska vegna mistaka við ljós­a­stýr­ingu. Slíkt væri brot á rekstr­ar­leyfi Arctic Fish.
Stór kálfur skorinn úr kviði langreyðar
Fréttir

Stór kálf­ur skor­inn úr kviði lang­reyð­ar

Hval­ur 9 kom með tvær dauð­ar lang­reyð­ar að landi í morg­un og úr kviði annarr­ar þeirra var skor­ið 3,5-4 metra fóst­ur. Móð­ir­in hef­ur því ver­ið langt geng­in með kálf sinn er hún var skot­in.