Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Bjarni Ben og lögmálin sem gilda alls staðar

Bjarni Ben og lögmálin sem gilda alls staðar

Í frétt á Rúv kemur fram að fjármálaráðherra segi „takmörk fyrir því hversu mikið laun á Íslandi geta hækkað til lengdar.“ Hann bætir því við að „við hljótum á einhverjum tímapunkti þurfa að undirgangast þau lögmál sem alls staðar gilda, að það eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að taka út í laununum einum og sér úr hagkerfinu.“

Hvað áhugaverðast við þetta innlegg aðalandarinnar í fjármálaráðuneytinu er að hann skuli tala um hagfræði nýfrjálshyggjunnar sem „þau lögmál sem alls staðar gilda“ – þ.e. náttúrulögmál. Hann heldur sjálfsagt að við séum öll enn ginnkeypt fyrir þeirri bábilju að ójöfnuður sé óhjákvæmileg afleiðing ópersónulegra peningalögmála, eða alla vega nógu mörg til að af þessum málflutningi leiði engar mótbárur.

Honum skjátlast.

Ójöfnuður er afleiðing af pólitískum ákvörðunum þeirra sem þjóna eignastéttinni fremur en launafólki.

Þess ber að geta að fullyrðingin er hálfsannleikur. Ég get tekið undir það að ekki er hægt að stemma stigu við ójöfnuð með kauphækkunum einum og sér. Einnig þarf stjórnvaldsaðgerðir til að lækka húsnæðisverð, fá inn í almenna sjóði arðinn af auðlindum okkar og færa skattbyrðina af launum yfir á fjármagnstekjur svo eitthvað sé nefnt. Réttið upp hönd sem teljið Bjarna Benediktsson líklegan til að koma einhverju af þessu í framkvæmd.

Nei, einmitt.

Ekki ég heldur.

Þetta þarf ekki að vera svona. Þessi maður er ráðherra og verður það líklegast áfram í fjögur ár í viðbót. Hann mun reyna að koma öllum byrðunum af Covid-samdrættinum yfir á herðar okkar sem lifum á mánaðarlaunum. En honum mun ekki takast það nema með þöglu samþykki okkar. Hann fær ekki það samþykki. Fyrst honum er svona tíðrætt um takmörk er um að gera að benda honum á eftirfarandi:

Bjarni Benediktsson.

Það eru takmörk fyrir því hversu lengi skiptakerfi getur haldist við lýði sem verðlaunar siðblinda fjármagnsfursta og setur okkur undir ægivald þeirra. Það eru takmörk fyrir því hversu mikla hræsni almenningur mun láta bjóða sér. Þú heldur að þú sért í svo hárri stöðu núna að forréttindi þín séu eilíf, Bjarni. Það hafa margir í mannkynssögunni haldið áður en spilaborgin féll.

Þinn tími kemur.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.