Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Skyldan að mótmæla í lýðræðissamfélagi

Skyldan að mótmæla í lýðræðissamfélagi

Skyldur eru lagalegar og/eða siðferðilegar. Það er til dæmis siðferðileg skylda að standa við loforð – sé þess nokkur kostur. Hver manneskja ber margvíslegar skyldur sem knýja á með ólíkum hætti. Skyldan getur verið sett af ríkisvaldinu, hún getur sprottið af hlutverki og stöðu einstaklings en einnig af hugsjón og skilningi á samhengi hlutanna. 

Virðing kynjanna eru mannréttindi.

Aðstæður, staða og hefðir ráða því oft hvort sú skylda telst lagaleg eða siðferðileg en segja má óháð því að það sé borgaraleg skylda að mótmæla heimsku, kúgun, ofbeldi, valdhroka, kvenfyrirlitningu og hvers konar háttalagi sem valda landi, þjóð og einstaklingum skaða. 

1. desember 2018 er dagur fagnaðar yfir 100 ára fullveldi. Fögnum því án hiks!

Þess ber einnig að fagna að:

Borgarar landsins eru öflugir og hafa kraft og hugrekki til að mótmæla sex óhæfum alþingismönnum!  

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni