Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Hjartsár bók um mæðgin í Jóhannesarborg

Hjartsár bók um mæðgin í Jóhannesarborg

Angústúra gaf út, í íslenskri þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur, bókina Glæpur við fæðingu - sögur af Suður-afrískri æsku eftir Trevor Noah. Þetta er mannbætandi bók, full af tárum og hlátri. Trevor Noah er einnig uppistandari og stjórnmálaskýrandi, sem margir þekkja úr bandarísku sjónvarpsþáttunum The Daily Show.

Höfundurinn fæddist í Jóhannesarborg árið 1984 á tímum apartheid í Suður-Afríku. Móðir hans Patricia Nombuyiselo Noah hans var flokkuð sem svört en pabbi hans sem hvítur (Swisslendingur) en samband þeirra var óleyfilegt samkvæmt siðleysislögunum og þaðan kemur nafnið á bókina Glæpur við fæðingu. Sjálfur var Trevor oftast flokkaður sem litaður en það gat oltið á ýmsu. Bókin veitir upplýsandi innsýn í manngerða flokkun og fordóma sem byggja fyrst og fremst á grimmilegum kúgunartilburðum. Enda segir mamma hans við hann „Heimurinn elskar þig ekki.“ „Ég elska þig“ (305). 

Eitt af því sem Trevor lærði var að flokkunarkerfi eftir litarafti ruglaðist ef röddin, hreimurinn og tungumálið passaði ekki við útlitið.  „… ótal önnur dæmi í lífi mínu hafa fengið mig til að skilja að tungumál jafnvel fremur en litaraft, skilgreinir hver maður er í augum annarra“ (80). „Ef þú talar við mann á tungumáli sem hann skilur, nærðu til hugans. Ef þú talar við hann á hans eigin tungu, nærðu til hjartans“ (295). Hörundsliturinn breyttist ekki en hann gat fengið fólk til að sjá sig í öðru ljósi. Ef hann talaði eins og viðmælandinn þá hvarf liturinn sjónum hans.

Mannbætandi bók, full af tárum og hlátri.

Einnig festist fólk inn í kvíum sínum og tekur ákvarðanir og myndra sér skoðanir út frá röngum sjónarhólum en ekki út frá mannúð: „Hann langar aðeins í frjálsa konu vegna þess að hann dreymir um að setja hana í búr“ (317). „Þeir voru karlmenn fyrst, síðan lögregluþjónar“ (322). Svo mikið var lagt upp úr hlutverki karlmennskunnar að það skyggði á verkefnin sem þurfti að sinna. 

Söguhetja bókarinnar er, fyrir utan hann sjálfan, móðir hans sem sýnir óbilandi staðfestu, aðdáunarverða útsjónarsemi og vilja til að ala upp barn í óvinveittu umhverfi. Trevor tileinkar móður sinni bókinni með þakklæti fyrir að koma honum til manns. Óskarsverðlaunaleikkonan Lupita Nyong’o mun framleiða kvikmynd eftir bókinni og leika mömmuna.

Trevor Noah skrifar um uppeldi sitt og bækur: „Mamma gaf mér tólin og tækin svo ég gæti staðið mig. Hún kenndi mér ensku sem fyrsta  mál. Hún las stöðugt fyrir mig.“ „Bækurnar voru gersemar mínar. Ég las þær spjaldanna á milli. Mér þótti vænt um hverja eina og einustu“(95).

Mamma kenndi mér það sem skólinn gerði ekki. Hún kenndi mér að hugsa (97).

Tengill

Glæpur við fæðingu

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...

Nýtt efni

Af málamyndalýðræði og þjóðaröryggi
AðsentLaxeldi

Af mála­mynda­lýð­ræði og þjóðarör­yggi

Þrír af for­svars­mönn­um nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna VÁ, sem berj­ast fyr­ir því að koma í veg fyr­ir að fyr­ir­tæk­ið Ice Fish Farm hefji sjókvía­eldi í Seyð­is­firði, skrifa op­ið bréf til Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar inn­viða­ráð­herra. Mik­ill meiri­hluti íbúa á Seyð­is­firði vill ekki þetta lax­eldi en mál­ið er ekki í hönd­um þeirra leng­ur. Þau Bene­dikta Guð­rún Svavars­dótt­ir, Magnús Guð­munds­son og Sig­finn­ur Mika­els­son biðla til Sig­urð­ar Inga að koma þeim til að­stoð­ar.
Páll Vilhjálmsson dæmdur fyrir ærumeiðingar
Fréttir

Páll Vil­hjálms­son dæmd­ur fyr­ir ærumeið­ing­ar

Hér­aðs­dóm­ur sak­felldi Pál Vil­hjálms­son fyr­ir að hafa í bloggi sínu far­ið með ærumeið­andi að­drótt­an­ir um blaða­menn. Voru bæði um­mæl­in sem Páli var stefnt fyr­ir ómerkt.
Úr núll í þrjár – Konur bætast við í stjórn SFS
Fréttir

Úr núll í þrjár – Kon­ur bæt­ast við í stjórn SFS

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi voru harð­lega gagn­rýnd í fyrra fyr­ir að hafa ein­ung­is karla í stjórn sam­tak­anna. Á að­al­fundi í morg­un bætt­ust við þrjár kon­ur en 20 eru í stjórn með for­manni.
Róttækur hugsjónaflokkur verður að borgaralegum valdaflokki
Greining

Rót­tæk­ur hug­sjóna­flokk­ur verð­ur að borg­ara­leg­um valda­flokki

Vinstri græn hafa á síð­ustu fimm og hálfu ári tap­að trausti og trú­verð­ug­leika, gef­ið af­slátt af mörg­um helstu stefnu­mál­um sín­um og var­ið hegð­un og að­gerð­ir sem flokk­ur­inn tal­aði áð­ur skýrt á móti. Sam­hliða hef­ur rót­tækt fólk úr gras­rót­inni yf­ir­gef­ið Vinstri græn, kjós­enda­hóp­ur­inn breyst, hratt geng­ið á póli­tíska inn­eign Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og fylgi flokks­ins hrun­ið. Þetta er fórn­ar­kostn­að­ur þess að kom­ast að völd­um með áð­ur yf­ir­lýst­um póli­tísk­um and­stæð­ing­um sín­um.
Ánægja kjósenda VG með ríkisstjórnina eykst
Fréttir

Ánægja kjós­enda VG með rík­is­stjórn­ina eykst

Óánægja með störf rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hef­ur ekki mælst meiri frá kosn­ing­um. Karl­ar eru mun óánægð­ari en kon­ur og höf­uð­borg­ar­bú­ar eru óánægð­ari en íbú­ar á lands­byggð­inni.
Í lopapeysu á toppnum – Vinstri græn brýna sverðin
Greining

Í lopa­peysu á toppn­um – Vinstri græn brýna sverð­in

Lands­fund­ur Vinstri grænna, eins kon­ar árs­há­tíð flokks­ins, var sett­ur í skugga slæmra fylgisk­ann­ana og sam­þykkt út­lend­inga­frum­varps­ins. Við sögu koma stafaf­ura, breyt­inga­skeið­ið og söng­lag­ið „Það gæti ver­ið verra“. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var á staðn­um.
Svíar sitja uppi með íslenska raðnauðgarann Geirmund
Fréttir

Sví­ar sitja uppi með ís­lenska raðnauðg­ar­ann Geir­mund

37 ára Ís­lend­ing­ur, sem ver­ið hef­ur bú­sett­ur í Sví­þjóð frá fæð­ingu, hef­ur fjór­um sinn­um ver­ið dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi gegn kon­um auk fleiri brota. Mál manns­ins, Geir­mund­ar Hrafns Jóns­son­ar, hef­ur vak­ið spurn­ing­ar um hvort hægt sé að vísa hon­um úr landi. Geir­mund­ur hélt 25 ára konu fang­inni í marga klukku­tíma síð­ast­lið­ið sum­ar og beitti hana grófu of­beldi.
Þeir sem vilja hræða fólk til að kjósa sig
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Þeir sem vilja hræða fólk til að kjósa sig

Okk­ur stend­ur ekki ógn af flótta­fólki. Okk­ur stend­ur ógn af fólki sem el­ur á ótta með lyg­um, dylgj­um og mann­vonsku til að ná skamm­tíma­ár­angri í stjórn­mál­um, með mikl­um og al­var­leg­um af­leið­ing­um á ís­lenskt sam­fé­lag til lengri tíma.
Dómur kveðinn upp í máli blaðamanna gegn Páli Vilhjálmssyni
Fréttir

Dóm­ur kveð­inn upp í máli blaða­manna gegn Páli Vil­hjálms­syni

Blaða­mað­ur og rit­stjóri stefndu blogg­ara fyr­ir ærumeið­andi að­drótt­an­ir á síð­asta ári. Hann full­yrti að þeir bæru, beina eða óbeina, ábyrgð á byrlun og stuldi á síma.
Samband Bush og Blair og stríðið í Írak
Hlaðvarpið

Sam­band Bush og Bla­ir og stríð­ið í Ír­ak

Per­sónu­leg­ur vin­skap­ur Tony Bla­ir og Geor­ge W. Bush er ekki síst und­ir í um­fjöll­un Dav­id Dimble­by um að­drag­anda Ír­aks­stríðs­ins 2003. Hlað­varp­ið The Fault Line: Bush, Bla­ir and Iraq er vel þess virði að hlusta á, þótt þú telj­ir þig vita flest sem hægt er um stríð­ið.
Þegar framtíðin hverfur má leita skjóls í eldamennsku
GagnrýniHo did I get to the bomb shelter

Þeg­ar fram­tíð­in hverf­ur má leita skjóls í elda­mennsku

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir brá sér í Nor­ræna hús­ið og rýndi í sýn­ingu lista­manna frá Úkraínu.
Njáls saga Einars Kárasonar – með Flugumýrartvisti
GagnrýniNálsbrennusaga og flugumýrartvist

Njáls saga Ein­ars Kára­son­ar – með Flugu­mýr­art­visti

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son skellti sér í Borg­ar­nes og sá Ein­ar Kára­son í Land­náms­setrinu.
Loka auglýsingu