Er hægt að endursenda barn?
Er leitað með logandi ljósi að túlkun á reglu til að endursenda Melody og Emanuel til Ítalíu eða er leitað til að finna túlkun sem gerir þeim fært að búa hér?
Nú hefur Kærunefnd útlendingamála, Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneyti fengið annað bréf með beiðni um að mál Melody Otuwh og Emanuel Winner, verði tekið fyrir. Þau hafa með aðstoð Rauða kross Íslands kært það að fá ekki efnislega meðferð á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi og að vera gert að fara til Ítalíu.
Bréfin eru send í nafni undirskriftasöfnunar sem stendur nú yfir en 2.030 manns höfðu skrifað undir 17. apríl þeim til stuðnings.
Melody flúði frá Nígeríu til Ítalíu nítján ára gömul þegar faðir hennar ætlaði að gifta hana eldri manni gegn greiðslu. Á flóttanum varð hún fyrir árásum og kynferðisofbeldi og tókst að sögn með naumindum að flýja mansal. Á Ítalíu var hún bæði heimilislaus og án atvinnu.
Í bréfinu sem við sendum að þessu sinni, er vitnað í greinargerð innanríkisráðuneytisins Endursendingar hælisleitenda til Ítalíu (2015):
"… stjórnvöld þurfa að hafa hliðsjón af aðstæðum sérstaklega viðkvæmra hópa eins og einstæðra foreldra með börn undir lögaldri … ávallt skal skoða áfram hvert tilvik fyrir sig og meta aðstæður viðkomandi einstaklings áður en ákvörðun er tekin … þeir sem teljist vera í sérstaklega viðkvæmri stöðu skuli ekki sendir til Ítalíu.
Einstaklingar í sérstaklega viðkvæmri stöðu samkvæmt lögum um útlendinga eru t.d. einstæðir foreldrar með ung börn, fórnarlömb mansals, alvarlega veikir einstaklingar og einstaklingar sem hafa orðið fyrir pyndingum, kynfæralimlestingum, nauðgun eða öðru alvarlegu andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. 25. gr. Varði mál samkvæmt þessum kafla barn skulu hagsmunir þess hafðir að leiðarljósi."
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að taka mál þeirra ekki til efnislegrar meðferðar var kærð til kærunefndar útlendingamála. Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingur Melody, hefur sagt stöðu mæðginanna sérstaklega viðkvæma og að rangur póll hafi verið tekinn í hæðina.
Mægðin hafa m.ö.o. sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi en hafa ekki verið virt viðlits þrátt fyrir að hafa flúið frá Ítalíu vegna slæmra aðstæðna. Enn er beðið eftir úrskurði.
Málið fellur að mati Útlendingastofnunar ekki undir rétta málsgrein innan tiltekinnar greinar í útlendingalögum.
En flest fólk myndi átta sig átta sig eftir smá umhugsun að ekki er hægt að endursenda Emanuel Winner til Ítalíu. Hann hefur ekki verið þar áður, heldur búið alla ævi á Íslandi.
Hvers vegna að stefna að stefna lífi þeirra og velferð í hættu?
Knýjum á að drengur og móðir fái alþjóðlega vernd á Íslandi og verði ekki (endur)send til Ítalíu. Drengurinn er fæddur hér í desember og Melody vill búa þeim heimili hér.
Tenglar
Athugasemdir