Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Að hugsa svolítið hlýlega til

Að hugsa svolítið hlýlega til

Drengurinn heitir Winner og er Emanuel. Hann fæddist í byrjun desember á Landspítalanum og verður þar af leiðandi hálfssárs á næstu dögum. Hann hefur búið með móður sinni á öruggum stað í borginni og hún þráir að þau geti verið áfram á Íslandi. Ekkert er því til fyrirstöðu nema þá helst oftúlkun á reglum sem Kærunefnd útlendingamála liggur nú yfir.

Mæðgin hafa m.ö.o. sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi en hafa ekki verið virt viðlits þrátt fyrir að Melody Otuwh hafi flúið frá Ítalíu vegna slæmra aðstæðna. Hún flúði frá Nígeríu til Ítalíu nítján ára gömul þegar faðir hennar ætlaði að gifta hana eldri manni gegn greiðslu. Á flóttanum varð hún fyrir árásum og kynferðisofbeldi og tókst að sögn með naumindum að flýja mansal. Á Ítalíu var hún bæði heimilislaus og án atvinnu. 

Hvers vegna ætti  Winner að fara núna til Ítalíu, jafnvel þótt hann hafi aldrei komið þangað áður?

Winner kom ekki frá Ítalíu, hann er ekki ítalskur. Hann hefur ekki átt heima neins staðar nema hér á Íslandi og því getur ekkert annað land talist heimaland hans. Fæddur á Íslandi og nú á aðeins eftir að bæta við: uppalinn. Hálft ár hlýtur þó að teljast með í því uppeldi.

Tvær stjörnur segja að Winner og Melody eigi að búa á Íslandi ef þau vilja en hvað segir Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála? Geta þau hugsað svolítið hlýlega til þeirra?

Fyrstu viðbrögð voru að senda þau til Ítalíu. Melony í kærði úrskurðinn með fulltingi Rauða krossins og í gangi er undirskriftasöfnun þeim til stuðnings sem þrjú þúsund hafa skrifað undir. Einnig er búið að senda Kærunefndinni tvö bréf.

Við viljum að Winner og Melody fái alþjóðlega vernd á Íslandi. Það er ekkert því til fyrirstöðu. Við endursendum ekki börn svo þau fari út í bláinn. Það er ómannúðlegt. Við vonaum bara að þau fái að vera hér alla tíð. 

„Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess.“ (1. gr. barnalaga)

Undirskriftasöfnun þeim til handa

"Stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær."

Vonandi.

Tenglar

Undirskriftasöfnun

Endursendum ekki börn

Sjá pistil um mæðgin.

Sjónvarpsfrétt á RÚV

Endursendingar hælisleitenda til Ítalíu

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni