Hrokagikkur og öskurapi verður forseti
Í dag, á bóndadaginn 2017, tekur 45. forseti Bandaríkjanna við völdum í þessu öflugasta ríki heims. Hinn 70 ára gamli "tístari", Donald Trump.
Hrokagikkur af verstu gerð. Maður sem talar niður til venjulegs fólks, fatlaðra, kvenna, minnihlutahópa og hefur kallað alla Mexíkana morðingja og nauðgara. Maður sem elur á hatri og hræðslu, enda hafa árásir á fólk úr minnihlutahópum aukist gríðarlega síðustu vikur og mánuði. Trump hefur einfaldlega gefið ,,skotleyfi" á ákveðna hópa í Bandaríkjunum. Sjá hér og hér. Hann hatast út í fjölmiðla sem eru honum ekki sammála og hann hatast út í innflytjendur, en er giftur einum slíkum. Hann er fulltrúi "öskurapanna" í bandaríska Hægrinu, sem öskra og garga hæst í fjölmiðlum, enda gargaði hann oftar en ekki sjálfur skilaboð sín í kosningabaráttuni.
Kristinn en í þriðja hjónabandi
Donald Trump fæddist með silfurskeið í munni og er holdgervingur græðgiskapítalisma, þar sem völd og peningar lifa saman í einskonar heilögu hjónabandi. Sjálfur er hann á sínu þriðja hjónabandi, en sagðist í kosningabaráttuni vera "mjög sannkristinn." Það var að sjálfsögðu bara hræsni og til þess eins að fá atkvæði kristinna hópa í Bandaríkjunum, sem hann þurfti á að halda.
Sjaldan eða aldrei hefur komist vil valda maður sem er jafn upptekinn af sjálfum sér, maður sem hefur sagt að hann "elski þá ómenntuðu" ("I love the poorly educated") en mun þó sennilega ekkert gera til þess að auk möguleika þeirra til þess að verða sér úti um menntun, enda hefur hann skipað anna ,,silfuskeiðung" sem menntamálaráðherra, en auður hennar og fjölskyldunar er aðeins um fimm milljarðar dollara. Samtök kennara í Bandaríkjunum hafa mjög miklar áhyggjur af tilnefningu hennar.
Breyta til baka
Donald Trump hefur tilkynnt að mörg hans fyrstu verk muni felast í því að draga til baka og breyta ýmsu af því sem Barack Obama hefur barist fyrir. T.d. auknu aðgengi og réttindum Bandaríkjamanna til heilsugæslu. Fram til þessa hefur það verið þannig að tugir milljóna Bandaríkjamanna hafa ekki haft aðgang að grunn-heilsugæslu. Nokkuð sem Íslendingar og aðrir sem tilheyra svokölluðum velferðarþjóðfélögum myndu ekki láta bjóða sér.
Að vísu vil ég einnig nefna það að Trump sagði reyndar um daginn að hann myndi vilja beita sér í aukinnni samkeppni og auknum útboðum á lyfjum, sem er einn af þeim þáttum sem gera bandarískt heilbrigðikerfi aðe því dýrasta í heimi. Þetta er það gáfulegasta sem ég hef Trump segja frá því hann bauð sig fram.
Veggirnir í Washington
Trump á eftir að reka sig á veggi. Í Washington. Eitt af stóru loforðunum sem hann gaf í kosningabaráttunni er að "þurrka upp fenið" ("drain the swamp") og með því á hann við að hann hyggst ganga á hólm við ,,gengið í Washington" og reyna að minnka áhrif og völd "lobbíista" og annarra "kerfiskarla" í Washington. En hans eigin flokksmenn eru líka hluti af þessu "feni" - það hefur lítið verið rætt. Ætlar hann að hreinsa þá út líka?
Þetta eru bein áhrif frá hugmyndum hægrimanna um það sem kallað er "small goverment" og miðar að því (að þeirra mati) að "straumlínulaga" stjórnsýsluna, eða með öðrum orðum að draga úr fjölda reglna ("af-regla") eða "deregulate" á ensku. Þetta felur líka í sér að minnka eftirlit á hinum ýmsu sviðum samfélagsins. Dæmi um þetta væri að minna eftirlit og draga úr reglum varðandi starfsemi fyrirtækja á sviði umhverfismála, s.s. olíufyrirtækja. En það virðist vera sem svo að reglur og eftirlit sé eitur í beinum margra hægri-manna.
En Trump er ekki eins "valdakallinn" í Washington (þetta eru jú yfirleitt karlmenn), bæði innan stjórsýslunnar, þingsns og dómskerfisins eru valdamiklir aðilar, sem kunna mun betur á kerfið en hann og vita hvernig það virkar. Við þessa aðila þarf hann að glíma. Þó er hann í þeirri öfundsverðu aðstöðu að hafa meirihluta bæði í fulltrúadeild og öldungadeild bandaríska þingsins. Það mun auðvelda honum (í byrjun) að koma málumí gegn. Það ber þó að hafa í huga að eftir aðeins tæp tvö ár verða þingkosningar í Bandaríkunum ("mid-term elections"). Þá verður kosið um öll þingsæti í fulltrúadeild og 33 af 100 sætum öldungadeildar.
Trump er vanur því sem ,,últra-kapítalisti" og viðskiptajöfur í sínu viðskiptaveldi að hafa síðasta orðið. En það er hinsvegar annað uppi á teningnum þegar hann er orðinn forseti. Þar er hann ekki einráður, þar þarf hann að grípa til málamiðlana. Og við fyrstu sýn sýnist manni ekki vera hér á ferðinni maður mikilla málamiðlana og eða náungi sem er vanur að hlusta á sjónarmið annarra og jafnvel gera þau að sínum. Getur slíkur maður gert Ameríku "great" aftur?
Kannski verður hann frábær forseti, hver veit? Kannski verður hann hörmulegur eða "a disaster" - en það er einmitt einn af uppáhaldsfrösunum hans þegar Donald Trump talar um fólk.
Athugasemdir