Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Verkfall í Þýskalandi: Skemmri vinnuviku krafist

Nýverið voru háð þrjú 24 stunda verkföll í Þýskalandi, þar sem skemmri vinnuviku var krafist. IG Metall, stærsta stéttarfélag Þýskalands, skipulagði verkföllin, en stéttarfélagið telur um 2,2 milljón meðlimi. Verkföllin náðu til að minnsta kosti 80 fyrirtækja, þar á meðal stórfyrirtækja á borð við Daimler, Siemens and Airbus.

Markmið stéttarfélagsins með verkfallinu var að ná fram 28 stunda vinnuviku fyrir þá sem það vildu, gegn hlufallslegri kjaraskerðingu sem því nemur, en með því skilyrði að fólk gæti snúið til baka í fulla vinnu eftir tvö ár. Ástæðan fyrir kröfunni er sú að meðlimum stéttarfélagsins fannst vanta samræmingu vinnu og einkalífs, sérstaklega hjá þeim sem ættu ung börn, hjá þeim sem þyrftu hugsa um aldraða foreldra eða einhvern sem ætti við langtíma veikindi að stríða.

Stéttarfélagið náði fram kröfu sinni. Aukinheldur við þennan rétt, þá náði stéttarfélagið fram 4,3% launahækkun og eingreiðslu til starfsmanna.

Vinnuvikan í Þýskalandi er með þeim skemmri í Evrópu.

IG Metall hefur oft leitt réttindabaráttu launafólks í Þýskalandi. Reiknað er með því að önnur stéttarfélög fylgi í kjölfarið og tryggi svipuð réttindi fyrir sína starfsmenn.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni