Þessi færsla er meira en 11 ára gömul.

SFR ályktar um vinnutíma

Stéttarfélags í almannaþjónustu (SFR) hélt aðalfund í gær þar sem ályktað var um að stytta beri vinnuvikuna:

SFR kröfur sína um að stjórnvöld setji tafarlaust fram raunhæfar tillögur um að tryggja stöðugleika í íslensku efnahagslífi og þess er auk þess krafist að farið verði í vinnu sem miðar af því að stytta vinnuvikuna í 36 stundir.

 Að auki var ályktað um að vinnuvika vaktafólks verði í mesta lagi 80% af vinnuviku þeirra sem vinna eingöngu dagvinnu. Það væri mjög til bóta gagnvart þeim sem vinna vaktavinnu, vegna þess að vaktavinna er slítandi og erfiðari en dagvinna. Rannsóknir hafa sýnt þetta ítrekað.

Ályktun SFR er fagnaðarefni. Það sem þarf að gerast núna er að stéttarfélög taki höndum saman um málefnið og mæti til samningaborðs, með sameiginlegar kröfur um styttingu vinnuvikunnar. Það er löngu kominn tími til að við styttum vinnuvikuna.

***

Þessi pistill birtist áður á bloggsíðu höfundar á DV.is

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni