Þessi færsla er meira en 11 ára gömul.

Kjarasamningar í nánd: Verður vinnutími til umræðu?

Í fyrradag hélt ég erindi um styttingu vinnutíma á opnum fundi hjá Bandalagi Háskólamanna (BHM). Ég kynnti hugmyndir Öldu um styttingu vinnutíma, hvers vegna stytting væri nauðsynleg og hvernig ætti að koma þeim í framkvæmd. Fundurinn var vel sóttur og stóð yfir í um klukkustund, góðar umræður voru á fundinum og tóku fundargestir vel í hugmyndirnar.

Vinnutími er mikilvægt málefni núna í aðdragana kjarasamninga, því að það þarf að verða viss hugarfarsbreyting þegar kemur að kjarasamningagerð: Menn verða að átta sig á því að skemmri vinnutími mun þýða bætt lífsgæði ef rétt er að öllu staðið, en menn eru þó enn dálítið fastir í því að hækka eingöngu laun (þó ekki án undantekninga).

Auðvitað er ástæða fyrir því að menn hugsa fyrst og fremst um launahækkanir í tengslum við kjarasamningagerð, því launahækkanir hafa sögulega skilað aukningu á lífsgæðum. En nú hefur orðið breyting á: Rannsóknir benda til þess að þetta gildi ekki lengur, því í ríkari löndum eru lítil tengls milli tekju- og framleiðniaukningar og bættra lífsgæða og hamingju. Aðrir þættir vega nú þyngra en áður í því að auka lífsgæði og hamingju, en það eru helst þrír þættir sem skipta máli: Félagsleg tengsl, jöfnuður og umhverfisgæði, en stytting vinnutímans gerir okkur kleift að rækta þetta þrennt.

Ekki má skilja sem svo að launahækkanir muni ekki auka lífsgæði neinna hópa - það er ekki það sem átt er við, heldur að ýmsir hópar, sem hafa viðunandi laun, muni öðlast meiri lífsgæðaaukningu með skemmri vinnutíma en launahækkunum, á meðan aðrir þurfa að fá einhverja launahækkun til að auka sín lífsgæði.

Þetta er eitthvað sem þarf að hafa í huga í kjarasamningagerðinni.

 

Nánar upplýsingar um stefnu Öldu varðandi vinnutíma má finna hér, en þar má einnig finna nánari rökstuðning fyrir hugmyndinni.

***

Þessi pistill birtist áður á bloggsíðu höfundar á DV.is

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.