Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Hræringar varðandi styttingu vinnutímans: Jákvæð teikn á lofti

Hræringar varðandi styttingu vinnutímans: Jákvæð teikn á lofti

Undanfarin misseri hafa átt sér stað talsverðar hræringar varðandi styttingu vinnutímans á Íslandi. Þær hafa verið af hálfu sambanda stéttarfélaga annars vegar, og af hálfu Reykjavíkurborgar og Ríkisins hins vegar. Þessar hræringar felast í því að tvö sambönd launþega hafa gert styttingu vinnuvikunnar að sínu höfuðmáli, en einnig að núna er verið að keyra tvö tilraunaverkefni, þar sem vinnuvikan er stytt, án launaskerðingar.

BSRB

BSRB, Bandalag stéttarfélaga starfsmanna í almannaþjónustu, hefur gert styttingu vinnuvikunnar að einu af áhersluatriðum í sinni kjarabaráttu. Markmiðið er að skapa fjölskylduvænna samfélag, með því að stytta vinnuvikuna í 36 stundir, án þess að laun fólks skerðist.

BHM

BHM, Bandalag háskólamanna, hefur gert styttingu vinnuvikunnar að einu af sínum aðal-baráttumálum, enda er mikill stuðningur við málið innan BHM: Í nýlegri skoðanakönnun sem samtökin létu gera, kom í ljós að 92% aðspurðra eru meðfallin styttingu, og um fjórðungur telur að mesta áherslu beri að leggja á styttingu vinnutímans.

Stytting vinnudags hjá Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg setti af stað tilraunaverkefni í mars 2015, sem stóð yfir í eitt ár, og kom verkefnið það vel út, að ákveðið var að halda áfram, þá með þátttöku fleiri vinnustaða. Niðurstaðan var aftur jákvæð, og hefur nú verið ákveðið að halda enn áfram með verkefnið. Verkefnið er rekið í samráði við BSRB.

Þrjár áfangaskýrslur hafa verið birtar um verkefnið, sem má finna hér, hér og hér. Að auki hefur verið skrifuð meistararitgerð um verkefnið, sem má finna hér.

Á þeim vinnustöðum sem tóku fyrst þátt í verkefninu 2015 til 2016 var vinnudaginn styttur hjá tveimur af stofnunum Reykjavíkurborgar. Prófað var að skerða vinnudaginn á annarri stofnunni um klukkustund á dag, fimm daga vikunnar, á meðan á hinni var hætt að vinna á hádegi á föstudögum, en hvort tveggja var gert án þess að skerða laun starfsfólksins. Í báðum tilvikum gekk skerðingin vel fyrir sig: Öll verkefni voru leyst sem áður, notendur stofnunarinnar voru ámóta ánægðir og áður, starfsfólkinu leið betur og þá dró bæði úr líkamlegum og andlegum einkennum álags meðal starfsfólksins.

Lykilinn að þessum breytingum hjá stofnunum Reykjavíkurborgar var að bæta fundamenningu, draga úr því að fólk sinnti einkaerindum á vinnutíma, ásamt því að rýna í verkferla almennt.

Stytting vinnudags hjá Ríkinu

Tilraunaverkefni, svipað því sem var sett í gang hjá Reykjavíkurborg, hefur verið sett í gang hjá Ríkinu. Viljayfirlýsing forsætisráðherra um verkefnið var afhent haustið 2015, félagsmálaráðherra skipaði starfshóp í apríl 2016, og fjórir vinnustaðir voru valdir til þátttöku í mars 2017. Vinnustaðirnir fjórir eru: Lögreglustjórinn á Vestfjörðum, Ríkisskattstjóri, Útlendingastofnun og Þjóðskrá. Mikill áhugi var fyrir þátttöku í verkefninu meðal stofnana ríkisins.

Skýrsla er væntanleg um árangurinn vorið 2018.

Verkefnið felst í því að vinnustundum starfsmanna á þessum vinnustöðum verður fækkað úr 40 stundum í 36, án launaskerðingar. Rannsakað verður hver áhrif styttingar vinnudagsins verður á þjónustuna sem þessar stofnanir veita, auk áhrifa á vellíðan starfsfólks.

Jákvæð teikn

Þessar hræringar eru jákvæðar. Það, að skemmri vinnudagur sé reyndur í praxís bæði hjá Reykjavíkurborg og Ríkinu, með stuðningi heildarsamtaka launþega, sýnir jafnframt að bæði stjórnmálamenn og stéttarfélög taka málinu alvarlega. Það verður að teljast ákaflega jákvætt, enda er löngu kominn til að máttur nútímahagkerfisins sé nýttur, til að bæta og auka fjölskyldulíf landsins, öllu launafólki landsins til heilla.

***

Mynd: Mótmæli þar sem átta stunda vinnudags er krafist, í kringum 1900, Melbourne, Ástralíu.  Myndin er fengin af Wikipediu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.