Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Að gefa milljón

Að gefa milljón

 

Nú hafa samtökin Gefum Saman gefið eina milljón króna til hjálpar fólki sem býr við sárafátækt. Peningurinn fer meðal annars í að gefa moskítónet til varnar malaríu, í ormahreinsun og í að styðja við fjölskyldur með beinum peningagjöfum. Frekari upplýsingar um starf Gefum Saman er hér að neðan en allir sem vilja vera með eða spyrja nánar út í starfið geta sent póst á gefumsaman@gmail.com.

Gefum Saman
Nú hefur Gefum Saman gefið rúmlega milljón til góðgerðarmála sem áætlað er að hjálpi þúsundum barna, kvenna og manna sem lifir við sárafátækt. Gefum Saman er hópur fólks sem leggur ákveðna upphæð á mánuði inn á sameiginlegan bankareiking og þegar safnast hefur ákveðin upphæð þá veljum við góðgerðarsamtök til að gefa í. Á um 18 mánuðum hefur Gefum Saman gefið níu gjafir, fyrstu fimm gjafirnar voru að upphæð 100.000 krónur en frá og með sjöttu gjöf hafa þær verið 150.000 krónur. Því fleiri sem eru með í Gefum Saman því fleiri og stærri verða gjafirnar. 

Gefum Saman leggur metnað í að koma peningunum áleiðis þar sem mestar líkur eru á að þeir geri sem mest gagn. Til að ná því þá fylgir Gefum Saman meðmælum frá öðrum samtökum á borð við Give Well og The Life You Can Safe en bæði þessi samtök leggja mikið uppúr rannsóknarvinnu og eftirfylgni til þess að meta hvaða góðgerðarsamtök skila bestum árangri. Með því að beita og fylgja rökhugsun við ákvarðanatöku þegar það kemur að gefa peninga í góðgerðarmál er miklu líklegra að maður láti í raun gott af sér leiða heldur en þegar maður bregst við af tilfinningasemi eins og til dæmis þegar fólk ákveður að styrkja félög til þess að hjálpa einu barni sem það hefur séð mynd af. Ótal góðgerðarsamtök fara ekki vel með peningana sem þau þyggja og munur í skilvirkni á milli verstu og bestu góðgerðasamtaka getur verið yfir 100 faldur. 

Hvert á að gefa?
Til að fá sem mest fyrir peninginn þá gefum við alltaf pening til að hjálpa fólki sem býr við sárafátækt fyrir utan landsteinana því þar er neyðin bæði mun meiri og hægt er að fá meira fyrir peninginn. Gott dæmi sem lýsir þessu er kostnaðurinn við að hjálpa blindum. Blindrahundar eru stundum nýttir til þess að aðstoða blinda en blindrahundur getur kostað um fimm milljónir. Hinsvegar er um 80% af allri blindu læknanleg en blinda og verulegur sjónskaði fyrirfinnst að mestu leiti í þróunarríkjum þar sem fólk er fátækt. Í þessum tilvikum er hægt að lækna blindu fyrir um fimm þúsund krónur og því hægt að hjálpa um þúsund manns fyrir fimm milljónir króna. Þegar dæmið er sett upp með þessum hætti, hvort það eigi að hjálpa einni blindri manneskju fyrir fimm milljónir eða hjálpa þúsund manneskjum fyrir sömu upphæð, er augljóst hvor kosturinn er betri.

Að lækna og koma í veg fyrir blindu hjá fátæku fólki er verðugt málefni til þess að gefa pening í. En það eru önnur málefni sem eru ekki síður áhrifamikil. Baráttan gegn malaríu hefur náð verulegum árangri seinustu ár með hjálp moskító varnarnetum. Eitt slíkt net getur varið 1-2 manns í 3-4 ár og kostar ekki nema um 300 krónur. Samtökin Against Malaria Foundation (AMF) hafa nú í mörg ár verið valin eitt af skilvirkustu góðgerðarsamtökunum. Ormahreinsun er einnig ódýr leið til þess að hjálpa fólki sem lifir þar sem ekki er aðgangur að hreinu vatni. Schistosomiasis Control Initiative (SCI) eru öflug samtök sem vinna markvisst að því að lækna og koma í veg fyrir sjúkdóma sem orsakast af sníkjudýrum sem finnast í drykkjarvatni. Nýlegar og núverandi rannsóknir sýna að það sem hjálpar fátæku fólki hvað mest eru peningar. Þessum niðurstöðum hafa samtökin Give Directly fylgt eftir og gefið peninga til fátækra fjöslkyldna í Kenya og Úganda. Það hefur sýnt sig að þessi peningur skilar sér í betra lífi hjá því fólki sem hann fær en rúmlega 100.000 krónur ná að halda uppi 5 manna fjölskyldu í um eitt ár.

Þetta eru nokkur dæmi um hvar peningar til góðgerðarmála gera mikið gagn og hjálpa mörgum.

Hverjir geta gefið?
Að gefa pening í góðgerðarmál er ekki eitthvað sem er forréttindi þeirra sem eru ríkir heldur er það á færi okkar flestra sem hafa efni á að gera gott við sig endrum og eins. Ef að fólk hefur efni á að fara í bíó, fara út að borða, kaupa sér bjór á barnum þá hefur fólk efni á því að gefa pening til góðgerðarmála. Vissulega er fólk sem hefur meira en nóg á milli handanna og það ætti, siðferðislega, að gefa töluvert meira í góðgerðarstarfsemi heldur en annað fólk sem er á meðallaunum. Viðmið fyrir fólk á lágum til meðallaunum er að gefa um 1% af útborguðum tekjum í góðgerðarstarfsemi en fyrir þá launameiri, eins og t.d. þingmenn, ráðherra, lækna og forstjóra fyrirtækja er viðmiðið 10% eða jafnvel meira. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gefur 300.000 krónur á mánuði í góðgerðarmál sem er yfir 20% af útborguðum launum hans en hann hefur þó ekki viljað gefa upp hvert hann gefur peningana. En svo er, að svo stöddu, ekki aðal atriðið hvað hver gefur mikið heldur að fá sem flesta til þess að gefa og þá gildir einu hvort það er með í gegnum Gefum Saman eða ekki. En það sem skiptir máli er að gefa þangað sem þörfin er hvað mest og peningarnir gera mest gagn.

 

Allar gjafir Gefum Saman til þessa eru:

  1. 100.000 krónur til Schistosomiasis Control Initiative
  2. 100.000 krónur til Against Malaria Foundation
  3. 100.000 krónur til SEVA
  4. 100.000 krónur til Global Alliance for Improved Nutrition
  5. 100.000 krónur til Give Directly
  6. 150.000 krónur til Schistosomiasis Control Initiative
  7. 150.000 krónur til Living Goods
  8. 150.000 krónur til Helen Keller International: Vitamin A Supplementation (HKI)
  9. 150.000 krónur til Give Directly: Refugees


Upplýsingar um öll þessi góðgerðarmál má finna hér:
givewell.org og thelifeyoucansave.org

Viltu vera með í að gefa með Gefum Saman? Sendu póst á
gefumsaman@gmail.com.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
1
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hung­ur­leik­ar Pútíns grimma

Sá at­burð­ur sem mun líma ár­ið 2022 í minni mann­kyns er inn­rás og stríð Vla­dimírs Pútíns gegn Úkraínu. Árás­ar­stríð sem ,,keis­ar­inn“ í Kreml (Pútín for­seti ræð­ur nán­ast öllu í Rússlandi), hóf þann 24. fe­brú­ar á þessu ári og sendi þar með her sinn, sem sagð­ur var á  ,,æf­ingu“, til inn­rás­ar á helstu vina­þjóð Rússa. Lít­ið er um vina­þel, eins og...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
4
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
5
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Samfylkingin stærsti flokkurinn hjá Gallup í fyrsta sinn síðan 2009
Fréttir

Sam­fylk­ing­in stærsti flokk­ur­inn hjá Gallup í fyrsta sinn síð­an 2009

Grænu flokk­arn­ir í rík­is­stjórn hafa tap­að miklu fylgi það sem af er kjör­tíma­bili og hafa ekki mælst minni síð­an það hófst. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í námunda við kjör­fylgi sitt en mæl­ist ekki leng­ur stærsti flokk­ur lands­ins. Rík­is­stjórn­in mæl­ist kol­fall­in.
Kvika óskar eftir því að sameinast Íslandsbanka
Fréttir

Kvika ósk­ar eft­ir því að sam­ein­ast Ís­lands­banka

Fjórði stærsti banki lands­ins hef­ur ósk­að eft­ir því við stjórn Ís­lands­banka að bank­arn­ir renni sam­an. Ís­lenska rík­ið er lang­stærsti eig­andi Ís­lands­banka með 42,5 pró­sent eign­ar­hlut.
Hagnaður Landsbankans var 17 milljarðar í fyrra en dróst verulega saman milli ára
Fréttir

Hagn­að­ur Lands­bank­ans var 17 millj­arð­ar í fyrra en dróst veru­lega sam­an milli ára

Þrátt fyr­ir að vaxta­tekj­ur Lands­bank­ans hafi auk­ist gríð­ar­lega milli ára dróst arð­semi bank­ans veru­lega sam­an milli ára. Ástæð­an er fyrst og síð­ast óbeinn eign­ar­hlut­ur í Mar­el, sem hríð­féll í virði á ár­inu 2022.
„Svelta flóttafólk til hlýðni“
Fréttir

„Svelta flótta­fólk til hlýðni“

Al­bert Björn Lúð­vígs­son, lög­fræð­ing­ur í mál­efn­um flótta­manna, seg­ir stjórn­völd svelta flótta­fólk til hlýðni með því að þrengja að þeim þar til að þau sam­þykkja að yf­ir­gefa land­ið. Með nýju út­lend­inga­frum­varpi seg­ir hann að eigi að skrúfa fyr­ir „sein­ustu brauð­mol­ana“ fyr­ir þetta fólk. Ný skýrsla á veg­um Rauða Kross­ins sýn­ir fram á bága stöðu þeirra sem hafa feng­ið end­an­lega synj­un um al­þjóð­lega vernd en ílengj­ast hér á landi.
Formaður fjárlaganefndar kannast ekki við söluheimild á TF-SIF í fjárlögum
Fréttir

Formað­ur fjár­laga­nefnd­ar kann­ast ekki við sölu­heim­ild á TF-SIF í fjár­lög­um

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur fjár­laga­nefnd­ar, hef­ur boð­að dóms­mála­ráð­herra og full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar á fund fjár­laga­nefnd­ar á morg­un, föstu­dag til að ræða ákvörð­un dóms­mála­ráð­herra að selja TF-SIF, einu eft­ir­lits- og björg­un­ar­flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar.
Lestur Fréttablaðsins hrundi í janúarmánuði
Fréttir

Lest­ur Frétta­blaðs­ins hrundi í janú­ar­mán­uði

Í kjöl­far breyt­inga á dreif­ingu Frétta­blaðs­ins, sem fólu í sér að hætt var að dreifa blað­inu heim til fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Ak­ur­eyri í upp­hafi árs, hrundi lest­ur þess sam­kvæmt sam­ræmd­um lestr­ar­mæl­ing­um Gallup. Morg­un­blað­ið mæl­ist nú með meiri lest­ur hjá öll­um hóp­um les­enda.
Eitt þekktasta nafn evrópsku sviðslistasenunnar
Menning

Eitt þekkt­asta nafn evr­ópsku sviðslista­sen­unn­ar

Salka Guð­munds­dótt­ir skrif­ar um áhrif Berlín­ar­leik­húss­ins á Ís­landi og þýska leik­hús­skáld­ið Marius von Mayen­burg sem er höf­und­ur þriggja verka í þrí­leik sem er á fjöl­un­um í vet­ur í Þjóð­leik­hús­inu.
„Algjörlega óásættanlegt“ að sjúklingar séu rukkaðir fyrir nauðsynlega læknisþjónustu
Fréttir

„Al­gjör­lega óá­sætt­an­legt“ að sjúk­ling­ar séu rukk­að­ir fyr­ir nauð­syn­lega lækn­is­þjón­ustu

Þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vill tryggja að greiðslu­þátt­töku sjúk­linga verði hald­ið í lág­marki og við­mið greiðslu­þátt­töku­kerf­is­ins virt. Í nýju frum­varpi sem lagt hef­ur ver­ið fram á þingi seg­ir að renni samn­ing­ur við veit­end­ur heil­brigð­is­þjón­ustu út og ár­ang­urs­laus­ar við­ræð­ur um end­ur­nýj­un samn­ings hafa stað­ið leng­ur en í níu mán­uði frá lok­um gild­is­tíma samn­ings skuli deil­unni skot­ið til gerð­ar­dóms.
Kventárin
Menning

Kventár­in

Lóa Hjálm­týs­dótt­ir hreiðr­ar um sig í stell­ing­um sófa­kart­öflu og rýn­ir í Net­flix, bíó­mynd­ina White Noise með Adam Dri­ver í að­al­hlut­verki.
Telur hugmyndafræði Eflingar úrelta – „Snýst um átök átakanna vegna“
Fréttir

Tel­ur hug­mynda­fræði Efl­ing­ar úr­elta – „Snýst um átök átak­anna vegna“

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, bland­aði sér í um­ræð­ur um kjara­mál á þing­inu í dag. Hún tel­ur að „ein­föld og úr­elt mynd“ sé dreg­in upp varð­andi sam­band og sam­skipti launa­fólks og at­vinnu­rek­enda.
Ríkissáttasemjari: Skipaði Eflingu að afhenda kjörskrá en átti eftir að semja um vinnsluna
Fréttir

Rík­is­sátta­semj­ari: Skip­aði Efl­ingu að af­henda kjör­skrá en átti eft­ir að semja um vinnsl­una

Rík­is­sátta­semj­ari fyr­ir­skip­aði Efl­ingu að af­henda kjör­skrá þeg­ar hann kynnti stétt­ar­fé­lag­inu miðl­un­ar­til­lögu. Dag­inn eft­ir lýsti hann því hins veg­ar yf­ir að að­eins hefði ver­ið um til­mæli að ræða. Áð­ur en Efl­ing gat brugð­ist við hafði rík­is­sátta­semj­ari svo stefnt fé­lag­inu fyr­ir dóm­stóla og kraf­ist af­hend­ing­ar kjör­skrár. Tíma­lína at­burða er rak­in hér.
Landhelgisgæslunni sagt að selja TF-SIF
Fréttir

Land­helg­is­gæsl­unni sagt að selja TF-SIF

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið hef­ur ákveð­ið að fela Land­helg­is­gæsl­unni að selja eft­ir­lits- og björg­un­ar­flug­vél­ina TF-SIF, í hag­ræð­ing­ar­skyni. For­stjóri Gæsl­unn­ar seg­ir að með þessu sé stórt skarð höggvið í út­gerð Land­helg­is­gæsl­unn­ar.