Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Tröllamjólk

Tröllamjólk

Tröll
Fyrir stuttu var borin upp spurning inn á facebook síðunni Vegan Ísland sem hljóðaði svo:

“Nú er ég bara að spyrja þegar maður er vegan afhverju má ekki drekka mjólk?”

Þegar ég fyrst sá þessa spurningu taldi ég að hér væri komið enn eitt tröllið inn á Vegan Ísland með sín sniðugheit. Kannski ekki öfgafull viðbrögð af minni háflu því tröllin láta ótt og títt á sér kræla á Vegan Ísland síðunni þar sem þau pósta til dæmis myndum af dauðum dýrum og gorta af því hvað dýrin séu góð á bragðið eða spyrja hvort einhver viti um gott vegan smjör til þess að steikja beikon.

Tröllaskapur af þessu tagi er í flesta staði ómerkilegur en það merkilega við einstaklingana á bak við þessi tröll er að þeir eru nánast allir karlkyns og safnast fyrir á 14-20 ára aldurstímabilinu. Ef til vill er fleira sem einkennir tröllin, kannski eru þau upp til hópa með skráð lögheimili í einhverju ákveðnu úthverfi Reykjavíkur?

Dágóður tími stjórnenda Vegan Ísland fer í að eyða slíkum póstum og henda einstaklingum sem eru ábyrgir fyrir þeim út af síðunni. Ég held að það tröll sem á metið í styðstum líftíma inn á Vegan Ísland sé innan við mínúta. Hvatir slíkra trölla til að tjá sig með þessum hætti sætir furðu svo ekki sé meira sagt.

Sama hvort spurningin hér að ofan sé borin fram af trölli eða ekki gildir einu, spurningin býður upp á góða umræðu um hvað felst í að drekka mjólk. 

Mjólk
Til að skoða mjólk þá er vert að byrja á að vekja athygli á að mjólk getur verið allskonar. Þó svo að við fyrstu tengi margir mjólk í daglegu tali við kúamjólk þá getur mjólk að sjálfsögðu einnig verið úr öðrum tegundum spendýra eins og geitum, hestum, kengúrum eða mönnum. Einnig getur mjólk, og mjólkurvörur, verið unnin úr plöntum eins og kókoshnetum, sojabaunum, höfrum eða hampfræjum. Við verðum einnig að gera okkur grein fyrir því að fyrir nýfædd spendýr er mjög eðlislægt að drekka mjólk úr spena móður sinnar.

Fólk sem ekki er nýfætt og drekkur mjólk úr öðrum dýrum en mömmu sinni drekkur mjólk sem vart getur kallast vegan og eru því, að því marki, ekki vegan. Að sama skapi er eina leiðin til þess að drekka kúamjólk og vera vegan á sama tíma er að vera kálfur. Ekkert fólk eru kálfar, því verður ekki breytt. Margt fólk drekkur mjólk, eða neytir mjólkurvara, úr dýrum sem eru ekki mamma sín, því má breyta.

Þetta er í grunninn nokkuð ljóst. Einnig er ljóst að allir kálfar eru kálfar. Það sem er kannski ekki eins skýrt er að kálfar drekka mjólk úr dýrum sem ekki eru mamma sín og eru því, þannig séð, ekki vegan. Þetta er engu að síður staðreynd því mæður kálfanna eru mjólkaðar, ekki fyrir afkvæmi sín, heldur fyrir okkur og afkvæmi okkar. Eins eru mæður kálfanna mjólkaðar, statt og stöðugt, löngu eftir að kálfanir sjálfir eru dauðir. Í þann stutta tíma sem kálfarnir fá að lifa þá nærast þeir nær ekkert, ef eitthvað, úr spena móður sinnar. Önnur spendýr í okkar umsjá fá flest að nærast á móðurmjólk og það er einnig atferli sem við reynum eftir fremsta megni að viðhalda hjá mennskum konum og nýfæddum börnum þeirra. Kýr og kálfar eru nær einu dýrin sem ekki fá að njóta þeirra grunnhagsmuna að næra og nærast á móðurmjólk og það er forkastanlegt.
 

Vegan
Í grunninn, og það sem skiptir flesta máli, þá snýst vegan um að valda ekki óþarfa skaða með sinni neyslu. Með því að drekka kúamjólk eða neyta annarra kúarmjólkurafurða erum við að öllum líkindum að veita meiri skaða en þörf er á. Það er kannski ekki algjörlega óhugsanlegt að hægt sé að neyta kúarmjólkurafurða án þess að veita dýrunum sem veita mjólkina óréttlætanlega skaða en það er þó ekki raunveruleikinn sem almennir neytendur standa frammi fyrir í dag.

Almenningur veit ekki hvaðan mjólk og mjólkurafurðir sem þeir kaupa kemur. Ef að um kúamjólk er að ræða þá eru samt nánast engar líkur á að afurðinar séu upprunar án óþarfa skaða gagnvart þeim dýrum sem eiga í hlut. Mun meiri, og nánast allar, líkur eru á að með þeirri mjókurafurð fylgi nánast óhjákvæmilega óþarfa og mikill skaði. Með hverri afurð sem inniheldur mjólkurafurð frá kúm fylgir mjög líklega ein eða fleiri af etirtöldum aðgerðum gagnvart dýrunum sem þarf til að fylgja þessarri framleiðslu eftir:

*Aðskilnaður móður og afkvæmis
*Sæðissöfnun frá karldýrum
*
Sæðing á kvendýrum (sem felur meðal annars í sér endaþarmshnefun)
*Dauðdagi afkvæmis
*Dauðdagi kúa, og nautgripa almennt, langt fyrir aldur fram

Er þetta atferli sem við viljum styrkja með launum okkar og sköttum? 

Að mega eða mega ekki
Upprunaleg spurning felur í sér hvort að þeir sem eru vegan megi drekka mjólk. Að einhverju leiti, og sérstaklega gagnvart lögum, þá mega þeir sem eru vegan borða og drekka og gera bara allt það sama og aðrir mega gera. Vegan hefur lítið með að gera hvað má og hvað má ekki, heldur frekar hvað á og hvað ætti ekki.

Þannig má snúa upprunalegu spurningunni við og spyrja:

“Þótt maður megi drekka kúamjólk, hvers vegna í ósköpunum ætti maður að gera það ... nema að maður sé kálfur?”

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Ára­móta­heit­in: 3. Að hætta að drekka áfengi

Við ára­mót er vin­sælt að stíga á stokk og strengja þess heit að hætta ein­hverju eða byrja á ein­hverju. Hér er pist­ill handa þeim sem lang­ar til að hætta að drekka áfengi en það er eng­inn skort­ur á ástæð­um og rök­um fyr­ir slíkri ákvörð­un. Alkó­hól er ávana­bind­andi efni og neysl­an er samof­in sam­skipt­um í sam­fé­lag­inu, það telst því tölu­verð áskor­un...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
2
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hung­ur­leik­ar Pútíns grimma

Sá at­burð­ur sem mun líma ár­ið 2022 í minni mann­kyns er inn­rás og stríð Vla­dimírs Pútíns gegn Úkraínu. Árás­ar­stríð sem ,,keis­ar­inn“ í Kreml (Pútín for­seti ræð­ur nán­ast öllu í Rússlandi), hóf þann 24. fe­brú­ar á þessu ári og sendi þar með her sinn, sem sagð­ur var á  ,,æf­ingu“, til inn­rás­ar á helstu vina­þjóð Rússa. Lít­ið er um vina­þel, eins og...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
5
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...

Nýtt efni

Útilokaður frá fótbolta í rúma níu mánuði vegna veðmála
Fréttir

Úti­lok­að­ur frá fót­bolta í rúma níu mán­uði vegna veð­mála

Fyrr­ver­andi leik­mað­ur Aft­ur­eld­ing­ar fær ekki að spila fót­bolta á kom­andi keppn­is­tíma­bili, vegna veð­mála hans á fót­bolta á síð­asta sumri. Aga- og úr­skurð­ar­nefnd KSÍ seg­ir hann hafa brot­ið gegn grund­vall­ar­reglu með veð­mál­um á leiki sem hann sjálf­ur tók þátt í.
Orðaleikur dómsmálaráðherra
Eiríkur Rögnvaldsson
Pistill

Eiríkur Rögnvaldsson

Orða­leik­ur dóms­mála­ráð­herra

Mál­fars­legi að­gerðasinn­inn og mál­fræð­ing­ur­inn Ei­ríku Rögn­valds­son velt­ir fyr­ir sér orðanotk­un og hug­tök­um í um­ræð­unni og rýn­ir í hugs­un­ina sem þau af­hjúpa.
„Mig langar að búa í íbúð með herbergi“
Viðtal

„Mig lang­ar að búa í íbúð með her­bergi“

Tveir dreng­ir hafa ver­ið á ver­gangi ásamt föð­ur sín­um í Reykja­vík frá því síð­asta sum­ar og haf­ast nú við í hjól­hýsi. Fé­lags­ráð­gjafi kom því til leið­ar að þeir fengju að vera þar áfram eft­ir að vísa átti þeim af tjald­svæð­inu í októ­ber. Ax­el Ay­ari, fað­ir drengj­anna, seg­ir lít­ið um svör hjá borg­inni varð­andi hvenær þeir kom­ist í við­un­andi hús­næði. „Þetta er ekk­ert líf fyr­ir strák­ana mína.“
Meirihluti íbúa telur stórfyrirtækið reyna að kaupa sér velvild með fjárstyrkjum
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Meiri­hluti íbúa tel­ur stór­fyr­ir­tæk­ið reyna að kaupa sér vel­vild með fjár­styrkj­um

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið ver pen­ing­um í styrk­veit­ing­ar í Ölfusi til að reyna að auka vel­vild íbúa í sinn garð í að­drag­anda bygg­ing­ar möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn. Þetta er mat meiri­hluta íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu, sam­kvæmt könn­un sem Maskína gerði fyr­ir Heim­ild­ina. Tals­mað­ur Heidel­bergs, Þor­steinn Víg­lunds­son. hef­ur lýst and­stæðri skoð­un í við­töl­um um styrk­ina og sagt að það sé af og frá að þetta vaki fyr­ir þýska fyr­ir­tæk­inu.
Rannsóknin á Íslandsbanka snýst um kaup starfsmanna hans á hlutabréfum ríkisins
GreiningSalan á Íslandsbanka

Rann­sókn­in á Ís­lands­banka snýst um kaup starfs­manna hans á hluta­bréf­um rík­is­ins

Af­ar lík­legt er að fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands birti ít­ar­lega grein­ar­gerð eða skýrslu um rann­sókn­ina á að­komu Ís­lands­banka að út­boði hluta­bréfa rík­is­ins í hon­um í fyrra. For­dæmi er fyr­ir slíku. Það sem Ís­lands­banki hræð­ist hvað mest í rann­sókn­inni er ekki yf­ir­vof­andi fjár­sekt held­ur birt­ing nið­ur­staðna rann­sókn­ar­inn­ar þar sem at­burða­rás­in verð­ur teikn­uð upp með ít­ar­leg­um hætti.
Efling mun ekki afhenda félagatal sitt
Fréttir

Efl­ing mun ekki af­henda fé­laga­tal sitt

Efl­ing stétt­ar­fé­lag neit­ar að af­henda rík­is­sátta­semj­ara fé­laga­tal sitt og tel­ur að hann hafi eng­ar heim­ild­ir til að fá það af­hent. Með­an svo er er ekki hægt að greiða at­kvæði um miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara í kjara­deilu Efl­ing­ar og SA. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur Efl­ing­ar gagn­rýn­ir Að­al­stein Leifs­son rík­is­sátta­semj­ara harð­lega og seg­ir hann hafa kynnt full­trú­um annarra stétt­ar­fé­laga að hann hyggð­ist leggja fram miðl­un­ar­til­lögu en aldrei hafa haft sam­ráð við Efl­ingu.
Um helmingur fyrirtækjastyrkja til stjórnarflokka komu frá sjávarútvegi
Úttekt

Um helm­ing­ur fyr­ir­tækja­styrkja til stjórn­ar­flokka komu frá sjáv­ar­út­vegi

Þeg­ar kem­ur að fram­lög­um fyr­ir­tækja til stjórn­mála­flokka á kosn­inga­ári skera sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sig úr. Þau gefa miklu meira en aðr­ir at­vinnu­veg­ir. Alls fóru næst­um níu af hverj­um tíu krón­um sem fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi gáfu til flokka 2021 til þeirra þriggja sem mynda nú rík­is­stjórn.
Sjö vilja verða ráðuneytisstjóri viðskipta- og menningarráðuneytisins
Fréttir

Sjö vilja verða ráðu­neyt­is­stjóri við­skipta- og menn­ing­ar­ráðu­neyt­is­ins

Doktor í fjár­mál­um, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri og fyrr­ver­andi spari­sjóðs­stjóri eru á með­al um­sækj­enda um ráðu­neyt­is­stjóra menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins.
Sáttasemjari bregst
Sverrir Mar Albertsson
Aðsent

Sverrir Mar Albertsson

Sátta­semj­ari bregst

Fram­­kvæmda­­stjóri AFLs starfs­­greina­­fé­lags seg­ir að rík­is­sátta­semj­ari hafi af­tengt eðli­legt samn­inga­ferli inn­an Efl­ing­ar og hann treysti á áhuga­leysi og þátt­töku­leysi hins al­menna fé­lags­manns.
Könnunin olli titringi í Ölfusi: Ríflega tvöfalt fleiri íbúar á móti verksmiðjunni
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Könn­un­in olli titr­ingi í Ölfusi: Ríf­lega tvö­falt fleiri íbú­ar á móti verk­smiðj­unni

44,7 pró­sent íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi eru mjög eða frem­ur and­víg­ir bygg­ingu möl­un­ar­verk­smiðj­unn­ar í bæn­um. Til sam­an­burð­ar eru ein­ung­is 19,3 pró­sent íbúa frem­ur eða mjög hlynnt­ir bygg­ingu verk­smiðj­unn­ar. Þetta er nið­ur­stað­an úr við­horfs­könn­un sem Maskína gerði fyr­ir Heim­ild­ina með­al 382 íbúa í Ölfusi. Könn­un­in olli titr­ingi í Ölfusi þeg­ar hún var gerð á síð­ustu dög­um.
En öllu er á rönguna snúið
Aðsent

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson

En öllu er á röng­una snú­ið

Þing­mað­ur Flokks fólks­ins og Formað­ur VR kalla eft­ir því að sett verði neyð­ar­lög vegna ástands­ins á hús­næð­is­mark­aði, bæði vegna skuld­ara og leigj­enda.
Telja að samþjöppun valds innan Seðlabankans kunni að vera varhugaverð
Fréttir

Telja að sam­þjöpp­un valds inn­an Seðla­bank­ans kunni að vera var­huga­verð

Al­þingi ákvað, er ver­ið var að sam­eina Seðla­bank­ann og Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, að láta seðla­banka­stjóra ekki leiða fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd bank­ans, m.a. vegna mögu­legr­ar orð­sporðs­áhættu. Nú stend­ur til að breyta því. Í um­ræð­um um þær breyt­ing­ar kom til tals hvort slíkt feli í sér sam­þjöpp­un valds og hvort það kunni að vera var­huga­vert.