Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Herkænska gegn örveruárásum

Herkænska gegn örveruárásum

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (e. World Health Organization) þá er sýklalyfjaónæmi baktería ein mesta ógn við hnattræna heilsu mannkyns. Það að bakteríur myndi með tímanum ónæmi gegn sýklalyfjum er eðlileg þróun, en aukin notkun á sýklalyfjum hraðar ferlinu til muna og hjálpar bakteríum til þess að koma upp sterkum stofni með ónæmi.

Með auknu sýklalyfjaónæmi þá verður erfiðara að meðhöndla alvarleg veikindi og léttvæg veikindi á borð við sár, hálsbólgu og eyrnabólgu, geta orðið alvarleg. Nú þegar hýsa milljónir manna ónæmar bakteríur og um 750 þúsund manns láta lífið af völdum ónæmra baktería á hverju ári. Sýklalyfjaónæmi á meðal baktería hefur aukist mikið á seinustu árum og má ætla, ef ekkert verður að gert, að margar milljónir manna komi til með að deyja í auknum mæli. Spár sýna að árleg dauðsföll vegna þessa gætu verið í kringum 10 milljónir árið 2050. Það er því ljóst að til þess að takast á við þetta vandamál af einhverju ráði þá verðum við að draga verulega úr notkun á sýklalyfjum.
   Hvernig ætli það sé best farið að því? Í hvað erum við að nota þessi sýklalyf og er mögulega hægt að draga úr þeirri notkun? Það eru sennilega fæst okkar sem aldrei hafa notað sýklalyf og flest erum við þakklát fyrir það aðgengi sem við höfum að sýklalyfjum þegar á þarf að halda.
   Ættum við þá sjálf að forðast, eða bíða með að nota sýklalyf þegar við verðum veik? Myndi sú minnkun sýklalyfjanotkunar stuðla að því að stemma stigu við stökkbreytingum baktería í átt að ónæmi? Kannski að einhverju leyti. Það er í sjálfu sér skynsamlegt að taka ekki sýklalyf að óþörfu en notkun mannfólks á sýklalyfjum er í raun ekki helsti drifkraftur að ónæmi baktería gegn sýklalyfjum.

Staðreyndin er sú að það eru önnur dýr heldur en mannfólk sem neyta hvað mest af sýklalyfjum. Þettu eru dýr sem búa við mjög fábrotnar og þröngar aðstæður, til að mynda langflest svín og langflest hænsn sem búa á jörðinni. Önnur dýr sem búa við sambærilegar aðstæður eru svo laxar í laxeldi. Þetta ferli sem gengur út á að fjöldaframleiða þessi dýr til manneldis krefst þess að dýrunum sé gefið mikið af sýklalyfjum. Þeim eru ekki gefin þessi lyf beinlínis til þess að meðhöndla eða lækna einhver veikindi, líkt og við mannfólkið notum þessi lyf yfirleitt, heldur eru þeim gefin sýklalyf í massavís til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma og veikindi áður en þau spretta fram.
   Ástæðan fyrir því að þessi dýr, fremur en önnur, þurfa að taka inn sýklalyf í fyrirbyggjandi skyni er tilkomin vegna þeirra aðstæðna sem við búum þeim í framleiðsluferlinu en þær aðstæður einkennast einna helst af óeðlilega miklum þrengslum og frelsisskerðingu. Þessar aðstæður fela bæði í sér að dýrin eru mjög nálægt hverju öðru sem og eigin úrgangi. Þessi tvö atriði skapa svo kjöraðstæður fyrir bakteríur til að þrífast, þróast og valda usla.
   Þessar aðstæður og almenn sýklalyfjanotkun í dýraiðnaði eins
korðast samt engan vegin við þessa þrjá hópa dýra sem nefndir eru hér að ofan. Meir að segja íslenska kindin er stórtækur neytandi sýklalyfja, eða öllu heldur íslensku lömbin. Íslensk lömb eiga það nefninlega á hættu á fá sjúkdóm sem heitir slefsýki sem leiðir til dauða (lömbin missa matarlystina og deyja úr hungri). Valdur slefsýki eru e. coli bakteríur sem finnast í saur. Ef að spenar mæðranna eru skítugar þá geta lömbin innbyrt þessar bakteríur við að næra sig. Eins eru eflaust aðrar skítugar leiðir fyrir bakteríunar að komast í lömbin. 
   Fyrir utan þessa notkun á sýklalyfjum, til þess að lækna og koma í veg fyrir sjúkdóma, þá eru sýklalyf í dýraiðnaði einnig mikið notuð einfaldlega vegna þess að neyslan hefur þau áhrif að dýrin
 þurfa minni fæðu til þess að ná fullnægjandi þyngd fyrir slátrun.



Hvernig getum við minnkað þessa notkun á sýklalyfjum á meðal laxa, svína og kjúklinga? Á meðal lambanna okkar og annarra dýra? Ein hugmynd væri, að þar sem að þessi dýr eru ekki að taka þessi lyf sjálfviljug heldur erum við að gefa þeim þau, að þá liggur beinast við að við ættum að hætta að gefa þeim öll þessi sýklalyf. Það er góð hugmynd en ekki fullkomin því ef við hættum að gefa þessum dýrum þessi lyf í forvarnarskyni þá kemur stór hluti þeirra til með að veikjast, jafnvel deyja, og hugsanlega smita aðra. Þá mætti nálgast vandamálið frá annarri hlið:

Í stað þess að fallast á að það sé nauðsynlegt að gefa þurfi ótal dýrum, sem alin eru til manneldis, gífurlegt magn sýklalyfja þá ættum við að breyta framleiðsluháttum á þann veg að notkun sýklalyfja væri nær óþörf.

Besta leiðin að því markmiði er að draga úr framleiðslu okkar á þessum dýrum á afgerandi hátt og samhliða því að auka verulega það rými sem þessi dýr hafa þar sem þau myndu fá að búa við mun meira frelsi og meira hreinlæti en þau þekkja í dag. Með færri dýr við betri heilsu þá eru allar líkur á því að notkun sýklalyfja komi til með að minnka verulega.
   Sýklalyfjaónæmi er ógn sem þarf að bregðast við. Við vitum hvernig á að gera það og við vitum að við getum gert það. Verum til fyrirmyndar og gerum róttækar breytingar til þess að stöðva verksmiðjuframleiðslu á dýrum til manneldis, sér í lagi þar sem að sjúkdómaáhætta og sýklalyfjanotkun er sem mest. Þannig verjumst við hvað best næstu árásum örvera á heilsufar mannkyns.



Myndefni tengt þessu:
Í hnotskurn: The Antibiotic Apocalypse Explained

NY Times: Revenge of the bacteria: Why we're losing the war

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Leyndardómsfullar vatnsbirgðir Líbíu
Flækjusagan

Leynd­ar­dóms­full­ar vatns­birgð­ir Líb­íu

Hinar hræði­legu hörm­ung­ar í Derna hafa beint at­hygl­inni að Líb­íu sem hef­ur ver­ið ut­an sjónsviðs fjöl­miðl­anna um skeið. En þótt land­ið sé þekkt fyr­ir þurr­ar eyði­merk­ur er þetta ekki í fyrsta sinn sem vatn hef­ur spil­að stóra rullu fyr­ir lands­menn. Fyrsta líb­íska þjóð­in byggði til­veru sína á leynd­um vatns­ból­um.
Fjöldagröf eftir flóð
Myndir

Fjölda­gröf eft­ir flóð

Tæp­lega fjög­ur þús­und eru látn­ir og mörg þús­und fleiri er sakn­að eft­ir gríð­ar­leg flóð í borg­inni Derna í Líb­íu. Lík­um hef­ur ver­ið safn­að sam­an und­an­farna daga og fjölda­graf­ir und­ir­bún­ar.
„Ég hef ekki mikinn áhuga á pólitík“
Fréttir

„Ég hef ekki mik­inn áhuga á póli­tík“

Eg­ill Helga­son seg­ir að hóf­sömu öfl­um hafi al­gjör­lega mistek­ist að halda í sína kjós­end­ur. „Heim­ur­inn hef­ur ekki versn­að mik­ið, held ég. Það er bara um­ræð­an sem hef­ur súrn­að svo svaka­lega.“
„Það skín enn þá í skriðusárin“
Allt af létta

„Það skín enn þá í skriðusár­in“

Guð­rún Ásta Tryggva­dótt­ir flutti ár­ið 2018 til Seyð­is­fjarð­ar til að kenna í grunn­skól­an­um þar. Hún býr, ásamt fjöl­skyldu sinni, efst í fjall­inu, eins og hún orð­ar það, á skil­greindu C-svæði, eða því hættu­leg­asta í bæn­um. Hún seg­ir enn þá „skína í skriðusár­in“ í Botns­hlíð þar sem hún býr frá því fyr­ir þrem­ur ár­um þeg­ar stærsta aur­skriða sem fall­ið hef­ur á byggð á Ís­landi féll á Seyð­is­firði. Hún seg­ir Seyð­firð­inga, þrátt fyr­ir þetta, vera seiga, sam­heldna og æðru­lausa.
„Samherji hefur verið stolt Akureyrar og Norðurlands þar til nýverið“
Menning

„Sam­herji hef­ur ver­ið stolt Ak­ur­eyr­ar og Norð­ur­lands þar til ný­ver­ið“

Birg­ir Snæ­björn Birg­is­son mynd­list­ar­mað­ur opn­ar sýn­ingu um Sam­herja á Dal­vík. Hann seg­ir að með verk­inu vilji hann eiga í sam­tali við Norð­lend­inga um Sam­herja og þær snúnu til­finn­ing­ar sem fólk ber í brjósti í garð fyr­ir­tæk­is­ins.
„Þetta er sárt að horfa upp á“
Fréttir

„Þetta er sárt að horfa upp á“

Þeg­ar kálfa­full­ar lang­reyða­kýr eru veidd­ar er ver­ið að veiða tvö dýr en ekki eitt, seg­ir Edda Elísa­bet Magnús­dótt­ir hvala­sér­fræð­ing­ur. Fóstr­ið sem skor­ið var úr kú í hval­stöð­inni í gær átti lík­lega 1-2 mán­uði eft­ir í móð­urkviði.
Elliði telur sig vera undanþeginn siðareglum Ölfuss
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Elliði tel­ur sig vera und­an­þeg­inn siða­regl­um Ölfuss

Í siða­regl­um kjör­inna full­trúa í Ölfusi kem­ur fram að þær eigi við um alla þá sem sitja í nefnd­um og ráð­um á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Elliði Vign­is­son sit­ur í nefnd­um á veg­um bæj­ar­stjórn­ar Ölfuss auk þess sem hann sit­ur alla bæj­ar­stjórn­ar- og bæj­ar­ráðs­fundi. Hann tel­ur sig samt vera und­an­þeg­inn siða­regl­um kjör­inna full­trúa sem koma eiga í veg fyr­ir hags­muna­árekstra.
Einkaleyfi á kærleikanum
Sif Sigmarsdóttir
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Einka­leyfi á kær­leik­an­um

Kirkj­unni er frjálst að reyna að fá fólk til liðs við sig. En krafa þjóna henn­ar um að krist­in­fræði sé sett skör hærra en aðr­ar lífs­skoð­an­ir í mennta­stofn­un­um lands­ins á eng­an rétt á sér.
Ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir

Ekki leng­ur bóla á íbúða­mark­aði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Fjór­tán vaxta­hækk­an­ir í röð og hert lán­þega­skil­yrði hafa skil­að því að íbúða­verð er far­ið að lækka að raun­virði á Ís­landi. Á einu ári, frá ág­úst 2022 til sama mán­að­ar í ár, nem­ur sú lækk­un 5,3 pró­sent.
Nýtni var það, heillin
Halla Hrund Logadóttir
AðsentOrkumál

Halla Hrund Logadóttir

Nýtni var það, heill­in

Orku­mála­stjóri skrif­ar um tæki­færi í betri nýt­ingu auð­linda okk­ar. „Nýtni er nefni­lega ekki stöðn­un held­ur hvet­ur hún til ný­sköp­un­ar og sókn­ar með það sem við höf­um á milli hand­anna hverju sinni og styð­ur við sjálf­bærni um leið.“
Forstjóri Arctic Fish segir skoðun á kynþroska eldislaxa í slysasleppingu ólokið
FréttirLaxeldi

For­stjóri Arctic Fish seg­ir skoð­un á kyn­þroska eld­islaxa í slysaslepp­ingu ólok­ið

Stein Ove Tveiten, for­stjóri Arctic Fish, get­ur ekki svar­að spurn­ing­um um hvort ljós­stýr­ing hafi ver­ið not­uð eða ekki í kví fé­lags­ins í Pat­reks­firði. 3500 lax­ar sluppu úr kvínni í sum­ar og er grun­ur um að stór hluti þeirra hafi ver­ið kyn­þroska vegna mistaka við ljós­a­stýr­ingu. Slíkt væri brot á rekstr­ar­leyfi Arctic Fish.
Stór kálfur skorinn úr kviði langreyðar
Fréttir

Stór kálf­ur skor­inn úr kviði lang­reyð­ar

Hval­ur 9 kom með tvær dauð­ar lang­reyð­ar að landi í morg­un og úr kviði annarr­ar þeirra var skor­ið 3,5-4 metra fóst­ur. Móð­ir­in hef­ur því ver­ið langt geng­in með kálf sinn er hún var skot­in.