Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Yfirráð

Yfirráð

Á mánudaginn er kvikmyndin Dominion sýnd í Bíó Paradís. Dominion notast við dróna og leynilegar upptökur til þess að afhjúpa þær öfgafullu aðstæður og slæma meðferð sem dýr þurfa að þola vegna valdníðslu mannsins. Vegna þess að myndefnið kemur að megninu til frá Ástralíu þá má fastlega gera ráð fyrir að helstu gagnrýnisraddir komi til með að segja: „Já, þetta er hræðilegt hvernig komið er fram við dýrin en þetta er ekki svona á Íslandi“. Og þar er látið við sitja. Eins og ekkert drífandi tilefni sé til þess að breyta hegðun okkar á neinn hátt til þess að koma í veg fyrir óþarfa ofbeldi gegn ómennskum dýrum.


„Þetta er ekki svona á Íslandi“

Í fyrsta lagi þá er með öllu ómögulegt að vita hvernig aðstæður og meðferð dýra á Íslandi eru. Landið er víðfeðmt og dýr að miklu leiti haldin inni fyrir luktum dyrum. Jafnvel íslenskar kindur, sem eru þau eldisdýr sem fá að njóta hvað mest frelsis, eru lokaðar inn í húsum yfir vetrartímann. Það er ógjörningur fyrir eftirlitsstofnanir að sjá til þess að viðunandi stöðlum sé haldið fyrir aðstæður og meðferð dýranna. Með þessu vil ég ekki meina að fólk sem heldur dýr noti hvert tækifæri sem gefst til að gera dýrunum ljótan grikk en það er hafið yfir allan vafa að slæm atvik eiga sér stað, oftar en við viljum vera láta. Það hefur komið oft fram, aftur og aftur, í athugasemdum eftirlitsstofnananna og er þar kannski efst í minni hið alræmda Brúneggjamál. Aðstæður hænsnanna í Brúneggjamálinu voru svo hræðilegar að nánast öllum landsmönnum blöskraði og margir færðu eggjaviðskipti sín annað og aðrir, ekki nógu margir kannski, hættu eggjaviðskiptum alveg. Á endanum fóru Brúnegg í gjaldþrot. En það sem fór kannski framhjá mörgum voru ummæli fulltrúa frá MAST sem sagði eitthvað á þá leið að „víða væri pottur brotinn, en ekki í þessum mæli“. Það er því ljóst að aðstæður eru víða ekki eins og sett var upp með og ekki eins og á verður kosið.

Kvikmyndin Dominon sýnir meðal annars aðstæður svína og kjúklinga. Fyrir þessi dýr stenst einfaldlega sú fullyrðing að þetta sé ekki svona hér á Íslandi ekki nokkra skoðun því framleiðsla á þessum dýrum er nánast eins hvar sem er á jörðinni. Dýrin fæðast, vaxa og deyja í engu samræmi við hvað þekkist í náttúrunni og fá engin tækifæri til að tjá sína eðlislægu hegðun nokkurn hátt. Þau lifa í þrengslum í sínum eigin úrgangi og fá aldrei að fara út. Yfir 90% af þeim landdýrum sem maðurinn drepur ár hvert eru kjúklingar. Af þeim 6 milljón landdýrum sem drepin eru á Íslandi ár hvert eru um 5.5 milljón kjúklingar.

Í lokin má svo velta fyrir sér hvaða máli í raun og veru skiptir það hvernig aðstæður dýranna eru nákvæmlega hér á Íslandi. Baráttan fyrir dýrin er réttindabarátta, líklega sú stærsta frá upphafi. Ekki í neinni réttindabaráttu hefur verið barist fyrir jafn mörgum fórnarlömbum og aldrei hafa fórnarlömbin þurft að þola jafnmikla ánauð. Þegar Bandaríkjastjórn aðskildi nýlega börn frá foreldrum sínum þegar flóttafólk kom yfir landamærin frá Mexíkó sagði enginn „En þetta er ekki svona á Íslandi“. Þegar Rússar settu vafasöm lög sem juku ofbeldi þar í garð samkynhneigðra sagði enginn „En þetta er ekki svona á Íslandi“. Í mörgum löndum, enn þann dag í dag, eru konur undirokaðar og beittar ofbeldi en það dettur engum í hug að yppa öxlum og segja „En þetta er ekki svona á Íslandi“. Nei, okkur blöskrar. Við mótmælum og látum í okkur heyra einmitt af því að þetta er alls ekki svona á Íslandi og vegna þess að þegar það kemur að siðferði viljum við vera góðar fyrirmyndir. Það er nákvæmlega það sem við ættum að gera fyrir dýrin.

 

Frítt í bíó

Heimildarmyndin Dominion er sýnd á vegum Samtaka grænmetisæta á Íslandi og Vegan samtakanna.

Myndin er sýnd í sal 1 í Bíó Paradís, 3. september klukkan 20:00 og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Facebook atburður fyrir sýninguna:
Frumsýning á Dominion á Íslandi

Stikla fyrir myndina:

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Rómantísk Reykvísk tímavél
Gagnrýni

Róm­an­tísk Reyk­vísk tíma­vél

Ás­geir H. Ing­ólfs­son bók­mennta­fræð­ing­ur skrif­ar um fyrstu frum­sömdu bók árs­ins hér á mark­aði – Þar sem mal­bik­ið end­ar eft­ir Magneu J. Matth­ías­dótt­ur.
Það er ekki laust við að þetta sé magnaður tími
Eggert Gunnarsson
Aðsent

Eggert Gunnarsson

Það er ekki laust við að þetta sé magn­að­ur tími

Eggert Gunn­ars­son kryf­ur helstu tíð­indi janú­ar­mánuð­ar með­an hann velt­ir fyr­ir sér hvað hann eigi að gera við tíu­þús­und­kall­inn sem enn leyn­ist í rassvas­an­um.
Erum við að tala um krónur eða kaupmátt?
Kjartan Broddi Bragason
Aðsent

Kjartan Broddi Bragason

Er­um við að tala um krón­ur eða kaup­mátt?

Ef hús­næð­is­kostn­að­ur á höf­uð­borg­ar­svæði er mun hærri en á Ísa­firði, Eg­ils­stöð­um eða Ak­ur­eyri þá kaupa sömu krón­ur minna af hús­næði, kaup­mátt­ur er minni.
Ríkissáttasemjari: Lagði tillöguna fram og kynnti hana sem ákvörðun án kosts á samráði
Fréttir

Rík­is­sátta­semj­ari: Lagði til­lög­una fram og kynnti hana sem ákvörð­un án kosts á sam­ráði

Í grein­ar­gerð Efl­ing­ar fyr­ir Fé­lags­dómi er því hald­ið fram að Efl­ingu hafi aldrei gef­ist tæki­færi á að ræða miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara held­ur hafi hún ver­ið kynnt sem ákvörð­un sem bú­ið væri að taka. Efl­ing tel­ur það í and­stöðu við lög um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur.
N4 hættir starfsemi og óskar eftir gjaldþrotaskiptum
Fréttir

N4 hætt­ir starf­semi og ósk­ar eft­ir gjald­þrota­skipt­um

Fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið N4 ehf. hef­ur ósk­að eft­ir gjald­þrota­skipt­um í kjöl­far þess að til­raun­ir til að tryggja fram­tíð fyr­ir­tæk­is­ins gengu ekki upp.
Auðsveipnin við auðræðið
Jóhann Hauksson
Aðsent

Jóhann Hauksson

Auð­sveipn­in við auð­ræð­ið

Jó­hann Hauks­son seg­ir í að­sendri grein að deil­an um miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara snú­ist ekki um heim­ild­ir embætt­is­ins „held­ur verk­falls­rétt­inn sjálf­an sem með lævís­leg­um hætti hef­ur ver­ið skert­ur á Ís­landi“.
Icelandair sér fram á bjartari tíma eftir 80 milljarða tap frá 2018
Fréttir

Icelanda­ir sér fram á bjart­ari tíma eft­ir 80 millj­arða tap frá 2018

Upp­gjör Icelanda­ir Group fyr­ir ár­ið 2022 var birt í gær. Þar má lesa að fé­lag­ið horfi fram á bjart­ari tíma, í kjöl­far þess að hafa tap­að 826 millj­ón­um króna á síð­asta ári, sé mið­að við árs­loka­gengi banda­ríkja­dals. Upp­safn­að tap fé­lags­ins frá ár­inu 2018 nem­ur um 80 millj­örð­um. „Við höf­um náð vopn­um okk­ar,“ seg­ir Bogi Nils Boga­son for­stjóri.
Hvers vegna er hann á nærbuxunum?
Helga Rakel Rafnsdóttir
Pistill

Helga Rakel Rafnsdóttir

Hvers vegna er hann á nær­bux­un­um?

Helga Rakel Rafns­dótt­ir skrif­ar rýni og pæl­ing­ar um menn­ing­ar­ástand. Hér fjall­ar hún um ásýnd fólks með fötl­un á ljós­mynd­um.
Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Þröst­ur Helga­son hætt­ir sem dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Þröst­ur mun starfa á Rás 1 út mán­uð­inn en Þór­unn Elísa­bet Boga­dótt­ir tek­ur við skyld­um hans sem dag­skrár­stjóri.
Bæjarstjórinn á Akranesi ráðinn forstjóri Orkuveitunnar
Fréttir

Bæj­ar­stjór­inn á Akra­nesi ráð­inn for­stjóri Orku­veit­unn­ar

Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son tek­ur við af Bjarna Bjarna­syni sem for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur 1. apríl næst­kom­andi. Rúm­lega tutt­ugu manns sótt­ust eft­ir starf­inu, sem var aug­lýst í nóv­em­ber­mán­uði. Sæv­ar Freyr hef­ur ver­ið bæj­ar­stjóri á Akra­nesi frá ár­inu 2017 en var áð­ur for­stjóri bæði Sím­ans og 365 miðla.
Flugmenn segja söluna á TF-SIF brot á alþjóðaskuldbindingum
Fréttir

Flug­menn segja söl­una á TF-SIF brot á al­þjóða­skuld­bind­ing­um

Fé­lag ís­lenskra at­vinnuflug­manna tel­ur að Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra vegi að þjóðarör­ygg­is­stefnu Ís­lands með ákvörð­un sinni um að selja skuli flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar.
Erlendum ríkisborgurum aldrei fjölgað meira á einu ári í Íslandssögunni
ÚttektTíu staðreyndir

Er­lend­um rík­is­borg­ur­um aldrei fjölg­að meira á einu ári í Ís­lands­sög­unni

Fjöldi er­lendra rík­is­borg­ara sem búa á Ís­landi hef­ur þre­fald­ast á ell­efu ár­um. Nú búa fleiri slík­ir hér­lend­is en sem búa sam­an­lagt í Reykja­nes­næ, Ak­ur­eyri og Garða­bæ. Heim­ild­in tók sam­an tíu stað­reynd­ir um mann­fjölda­þró­un á Ís­landi ár­ið 2022.