Ásgerður um baráttuna við háværa minnihlutann sem vill rukka 4500 í sund
ViðtalElítusamfélagið á Nesinu

Ás­gerð­ur um bar­átt­una við há­væra minni­hlut­ann sem vill rukka 4500 í sund

Ás­gerð­ur Hall­dórs­dótt­ir, sem var bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi í 13 ár, seg­ir ákveð­inn arm sjálf­stæð­is­manna á Seltjarn­ar­nesi hafa í gegn­um tíð­ina beitt sér fyr­ir því að lág­marka kostn­að­ar­þátt­töku bæj­ar­fé­lags­ins í op­in­berri þjón­ustu. Hún nefn­ir sem dæmi hug­mynd­ir um að rukka bæj­ar­búa um kostn­að­ar­verð fyr­ir að­gang að sund­laug­inni og leik­skóla­pláss, sem væri um 310 þús­und á mán­uði.
„Það er erfitt að hætta þessu“
Viðtal

„Það er erfitt að hætta þessu“

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra, sem fer með hús­næð­is­mál í rík­is­stjórn­inni, seg­ir að sá hús­næð­isstuðn­ing­ur sem ver­ið sé að veita í gegn­um skatt­frjáls­an sér­eign­ar­sparn­að til að greiða nið­ur íbúðalán sé „gríð­ar­leg­ur“. Hann gengst við því að stuðn­ing­ur­inn sé að uppi­stöðu ekki að lenda hjá hóp­um sem þurfi helst á hon­um að halda. Reynt hafi ver­ið að hætta með úr­ræð­ið en þrýst­ing­ur hafi ver­ið sett­ur á að við­halda því. Því verði þó hætt í lok næsta árs og fram und­an sé við­snún­ing­ur á því hús­næð­isstuðn­ings­kerfi sem ver­ið hef­ur við lýði.
Fór með Valgerði Sverris til Úganda og tekur nú fjölskylduna með
Allt af létta

Fór með Val­gerði Sverr­is til Úg­anda og tek­ur nú fjöl­skyld­una með

Sveinn H. Guð­mars­son, fjöl­miðla­full­trúi ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, mun í lok sum­ars flytj­ast til Úg­anda til starfa í sendi­ráði Ís­lands í Kampala. Hann vænt­ir þess að flutn­ing­arn­ir, sem hugs­að­ir eru til nokk­urra ára, verði tals­verð við­brigði fyr­ir fjöl­skyld­una og sér í lagi börn­in tvö, en von­andi góð reynsla sem þau búi að ævi­langt.
„Ég er föst á heimilinu“
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi

„Ég er föst á heim­il­inu“

Kona sem beitt er fjár­hags­legu, and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi af eig­in­manni sín­um er föst með hon­um á sam­eig­in­legu heim­ili þeirra. Þar sem þau eiga íbúð á hún ekki rétt á fjár­hags­leg­um stuðn­ingi til að flýja út af heim­il­inu. Mað­ur­inn neit­ar að skrifa und­ir skiln­að­ar­papp­íra og neit­ar að selja íbúð­ina. Hann skamm­ar hana ef hún kaup­ir sér peysu án þess að fá leyfi.
Loksins frjáls úr helvíti
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi

Loks­ins frjáls úr hel­víti

Kona sem er að losna úr ára­tuga hjóna­bandi átt­aði sig ekki á því fyrr en fyr­ir þrem­ur ár­um að hún væri beitt and­legu of­beldi af eig­in­manni sín­um, og enn síð­ar að of­beld­ið væri einnig bæði kyn­ferð­is­legt og fjár­hags­legt. Hún seg­ir hann iðu­lega koma með nýj­ar af­sak­an­ir fyr­ir því að skrifa ekki fjár­skipta­samn­ing og draga þannig að klára skiln­að­inn. Hún seg­ist stund­um hafa ósk­að þess að hann myndi lenda í bíl­slysi og deyja. Að­eins þannig yrði hún frjáls.
Fann fjölina sína á fyrsta degi
Allt af létta

Fann fjöl­ina sína á fyrsta degi

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir snýr aft­ur á vett­fang fjöl­miðl­un­ar eft­ir fæð­ing­ar­or­lof en hún er nú tveggja barna móð­ir og nýj­asta stúlku­barn henn­ar að verða 11 mán­aða. Fann­ey hef­ur ný­lega ver­ið ráð­in dag­skrár­stjóri hjá RÚV (Rás 1) og hlakk­ar til að mæta til starfa í byrj­un maí. Henni finnst út­varp­ið vera af­slapp­aðri mið­ill en sjón­varp­ið en úti­lok­ar þó ekki að snúa aft­ur á skjá­inn í fram­tíð­inni.

Mest lesið undanfarið ár