Þýskir krimmar, geislavirkir vísindamenn og himintunglin
Tónleikar, viðburðir og sýningar 12. mars til 1. apríl.
Menning
Kvikmynd Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós
Tónlistarmyndin When We Are Born afhjúpar persónulega sögu síðustu plötu Ólafs Arnalds. Hún var tekin upp síðasta sumar, en verður frumsýnd á netinu 7. mars.
Greining
Britney Spears: Frelsi og fjötrar
Britney Spears skaust upp á himininn sem skærasta poppstjarna þúsaldarinnar. Lólítu-markaðssetning ímyndar hennar var hins vegar byggð á brauðfótum hugmyndafræðilegs ómöguleika. Heimurinn beið eftir því að hún myndi falla. Hún var svipt sjálfræði aðeins tuttugu og sex ára gömul, en #freebritney hreyfingin berst nú fyrir endurnýjun sjálfræðis hennar.
Stundarskráin
Innsetningar, djass og afmæli
Tónleikar, viðburðir og sýningar á næstunni.
Menning
Hvíti hertoginn heldur upp á afmælið
Um þessar mundir eru 45 ár frá útgáfu meistarverks Davids Bowie, Station to Station, plata sem markaði djúp spor í feril tónlistarmannsins og tónlistarsögu 20. aldar. Af því tilefni rýnir Sindri Freysson rithöfundur í skrautlega tilurð þessa merkilega listaverks þar sem dulspeki, trúargrufl, nornir, kólumbískt lyftiduft og Hitler koma meðal annars við sögu.
Stundarskráin
Endalok mannkyns, ljósmyndasýningar og klassísk tónlist
Tónleikar, viðburðir og sýningar 29. janúar til 18. febrúar.
Stundarskráin
Kvikmyndahátíð, uppistand og bleiki liturinn
Tónleikar, viðburðir og sýningar 8.-28. janúar.
Viðtal
Bubbi skrifaði sig frá sjálfsvígshugsununum
Þrátt fyrir að líf Bubba Morthens hafi verið rússíbanareið með áföllum, mistökum og ótal vondum hlutum sér hann ekki eftir neinu. Fengi hann tækifæri til að endurlifa líf sitt myndi hann vilja að það yrði nákvæmlega eins. Orðin og músíkin urðu hans höfuðlausn og hans bjargráð á úrslitastundum í lífinu.
StreymiJazz í Salnum streymir fram
Tónleikar: Enginn standard spuni
Á þessum þriðju og næstsíðustu Jazz í Salnum streymir fram tónleikum verður fluttur enginn standard spuni af munnhörpuleikaranum Þorleifi Gauki Davíðssyni og píanóleikaranum Davíð Þór Jónssyni. Þeir slógu í gegn á opnunarkvöldi Jazzhátíðar Reykjavíkur 2018. Listrænn stjórnandi og skipuleggjandi Jazz í Salnum – streymir fram er Sunna Gunnlaugsdóttir og er verkefnið styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs og Tónlistarsjóði. Streymið hefst klukkan 20.
Viðtal
Tilfinningarík plata verður að tilfinningaríkri kvikmynd
Ólafur Arnalds hefur lokið tökum á tónlistarmyndinni When We Are Born með Vincent Moon, Ernu Ómarsdóttur og Íslenska dansflokknum. Myndin afhjúpar persónulegu söguna sem síðasta plata Ólafs segir.
Menning
Breiðir yfir „Hugurinn fer hærra“ í stað jólatónleika
Frístundaleiðbeinandinn Sædís Sif Harðardóttir tók menntastefnu Reykjavíkurborgar, „Látum draumana rætast,“ til sín og ákvað að verða fyrirmynd fyrir nemendur sína með því að skrá sig í langþráð tónlistarnám.
Stundarskráin
Jólatónleikar, ljóðalestur og netsýningar
Tónleikar, viðburðir og sýningar 18. desember–7. janúar.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.