Aðili

Samherji

Greinar

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ sat fund með namibísku mútuþegunum
FréttirSamherjaskjölin

„Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur Sam­herja“ sat fund með namib­ísku mútu­þeg­un­um

Sam­herji seg­ir að fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur hafi far­ið til Namib­íu og gert út­tekt á rekstri fyr­ir­tæk­is­ins. Um er að ræða Jón Ótt­ar Ólafs­son, sem var rek­inn frá Sér­stök­um sak­sókn­ara fyr­ir brot í starfi. Sam­herja­skjöl­in sýna að hann var full­ur þátt­tak­andi í starf­sem­inni, fund­aði með Þor­steini Má Bald­vins­syni og namib­ísku mútu­þeg­un­um og fékk af­rit af póst­um um milli­færsl­ur til skatta­skjóls.
Sagður hafa fyrirskipað mútugreiðslur: „Það eru lygar“
FréttirSamherjaskjölin

Sagð­ur hafa fyr­ir­skip­að mútu­greiðsl­ur: „Það eru lyg­ar“

Fyrr­ver­andi starfs­mað­ur Sam­herja, Jó­hann­es Stef­áns­son, seg­ir að Að­al­steinn Helga­son hafi gef­ið hon­um fyr­ir­mæli um að greiða sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu mút­ur. Að­al­steinn neit­ar að svara fyr­ir mútu­greiðsl­urn­ar því hann sé orð­inn gam­all mað­ur, en hann hætti að vinna fyr­ir þrem­ur ár­um. Ráð­herr­ann sagði af sér í dag vegna máls­ins.
„Til skammar fyrir Samherja,“ segir forsætis­ráðherra
FréttirSamherjaskjölin

„Til skamm­ar fyr­ir Sam­herja,“ seg­ir for­sæt­is­ráð­herra

Katrínu Jak­obs­dótt­ur var „per­sónu­lega mjög brugð­ið“ yf­ir mútu­máli Sam­herja. Hún legg­ur áherslu á að fram­ferði Sam­herja verði rann­sak­að. Hún treyst­ir Kristjáni Þór Júlí­us­syni sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra þrátt fyr­ir teng­ing­ar hans við fyr­ir­tæk­ið. Katrín seg­ir að skoð­að verði að Vinstri græn skili styrkj­um sem flokk­ur­inn fékk frá Sam­herja.
Lögðu grunn að máls­vörn vegna mútu­greiðslna dagana fyrir birtingu
GreiningSamherjaskjölin

Lögðu grunn að máls­vörn vegna mútu­greiðslna dag­ana fyr­ir birt­ingu

Yf­ir­lýs­ing Sam­herja og við­töl sem Þor­steinn Már Bald­vins­son hef­ur gef­ið eft­ir að hon­um varð ljóst um um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og fleiri fjöl­miðla hafa snú­ið að því að kasta rýrð á Seðla­bank­ann og RÚV. Sam­herji seg­ir mútu­mál tengt ein­um starfs­manni, en þau héldu áfram og juk­ust með vit­und Þor­steins Más eft­ir að starfs­mað­ur­inn lauk störf­um.

Mest lesið undanfarið ár