Nýtt efni

Samfylkingin stærsti flokkurinn hjá Gallup í fyrsta sinn síðan 2009
Grænu flokkarnir í ríkisstjórn hafa tapað miklu fylgi það sem af er kjörtímabili og hafa ekki mælst minni síðan það hófst. Sjálfstæðisflokkurinn er í námunda við kjörfylgi sitt en mælist ekki lengur stærsti flokkur landsins. Ríkisstjórnin mælist kolfallin.

Kvika óskar eftir því að sameinast Íslandsbanka
Fjórði stærsti banki landsins hefur óskað eftir því við stjórn Íslandsbanka að bankarnir renni saman. Íslenska ríkið er langstærsti eigandi Íslandsbanka með 42,5 prósent eignarhlut.

Hagnaður Landsbankans var 17 milljarðar í fyrra en dróst verulega saman milli ára
Þrátt fyrir að vaxtatekjur Landsbankans hafi aukist gríðarlega milli ára dróst arðsemi bankans verulega saman milli ára. Ástæðan er fyrst og síðast óbeinn eignarhlutur í Marel, sem hríðféll í virði á árinu 2022.

„Svelta flóttafólk til hlýðni“
Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur í málefnum flóttamanna, segir stjórnvöld svelta flóttafólk til hlýðni með því að þrengja að þeim þar til að þau samþykkja að yfirgefa landið. Með nýju útlendingafrumvarpi segir hann að eigi að skrúfa fyrir „seinustu brauðmolana“ fyrir þetta fólk. Ný skýrsla á vegum Rauða Krossins sýnir fram á bága stöðu þeirra sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en ílengjast hér á landi.

Formaður fjárlaganefndar kannast ekki við söluheimild á TF-SIF í fjárlögum
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur boðað dómsmálaráðherra og fulltrúa Landhelgisgæslunnar á fund fjárlaganefndar á morgun, föstudag til að ræða ákvörðun dómsmálaráðherra að selja TF-SIF, einu eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar.

Lestur Fréttablaðsins hrundi í janúarmánuði
Í kjölfar breytinga á dreifingu Fréttablaðsins, sem fólu í sér að hætt var að dreifa blaðinu heim til fólks á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri í upphafi árs, hrundi lestur þess samkvæmt samræmdum lestrarmælingum Gallup. Morgunblaðið mælist nú með meiri lestur hjá öllum hópum lesenda.

Eitt þekktasta nafn evrópsku sviðslistasenunnar
Salka Guðmundsdóttir skrifar um áhrif Berlínarleikhússins á Íslandi og þýska leikhússkáldið Marius von Mayenburg sem er höfundur þriggja verka í þríleik sem er á fjölunum í vetur í Þjóðleikhúsinu.

„Algjörlega óásættanlegt“ að sjúklingar séu rukkaðir fyrir nauðsynlega læknisþjónustu
Þingflokkur Samfylkingarinnar vill tryggja að greiðsluþátttöku sjúklinga verði haldið í lágmarki og viðmið greiðsluþátttökukerfisins virt. Í nýju frumvarpi sem lagt hefur verið fram á þingi segir að renni samningur við veitendur heilbrigðisþjónustu út og árangurslausar viðræður um endurnýjun samnings hafa staðið lengur en í níu mánuði frá lokum gildistíma samnings skuli deilunni skotið til gerðardóms.

Kventárin
Lóa Hjálmtýsdóttir hreiðrar um sig í stellingum sófakartöflu og rýnir í Netflix, bíómyndina White Noise
með Adam Driver í aðalhlutverki.

Telur hugmyndafræði Eflingar úrelta – „Snýst um átök átakanna vegna“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Guðrún Hafsteinsdóttir, blandaði sér í umræður um kjaramál á þinginu í dag. Hún telur að „einföld og úrelt mynd“ sé dregin upp varðandi samband og samskipti launafólks og atvinnurekenda.

Ríkissáttasemjari: Skipaði Eflingu að afhenda kjörskrá en átti eftir að semja um vinnsluna
Ríkissáttasemjari fyrirskipaði Eflingu að afhenda kjörskrá þegar hann kynnti stéttarfélaginu miðlunartillögu. Daginn eftir lýsti hann því hins vegar yfir að aðeins hefði verið um tilmæli að ræða. Áður en Efling gat brugðist við hafði ríkissáttasemjari svo stefnt félaginu fyrir dómstóla og krafist afhendingar kjörskrár. Tímalína atburða er rakin hér.