Fréttamál

Samherjaskjölin

Greinar

Fjármálastjóri Samherja í Namibíu vissi ekkert um mútugreiðslurnar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri Sam­herja í Namib­íu vissi ekk­ert um mútu­greiðsl­urn­ar

Adéll Pay, fjár­mála­stjóri Sam­herja í Namib­íu á ár­un­um 2016 til 2020, vissi að eig­in sögn ekki um mútu­greiðsl­ur fé­lags­ins til ráða­manna í land­inu. Pay gerð­ist upp­ljóstr­ari hjá ákæru­vald­inu í Namib­íu í mál­inu, með sams kon­ar hætti og Jó­hann­es Stef­áns­son'. Fjár­mála­stjóri Sam­herja á Spáni, Ingvar Júlí­us­son, seg­ir Pay hafa vit­að af greiðsl­un­um.
Opinberanir í tölvupóstum: Samherjamaður lagði á ráðin með Namibíumanni um að fela greiðslurnar
FréttirSamherjaskjölin

Op­in­ber­an­ir í tölvu­póst­um: Sam­herja­mað­ur lagði á ráð­in með Namib­íu­manni um að fela greiðsl­urn­ar

Jón Ótt­ar Ólafs­son, starfs­mað­ur Sam­herja, ræddi við einn af Namib­íu­mönn­un­um sem sit­ur í gæslu­varð­haldi grun­að­ur um að þiggja mút­ur frá út­gerð­inni um hvernig hægt væri að fela milli­færsl­urn­ar til þeirra. Namib­íu­mað­ur­inn vildi að Sam­herji milli­færði pen­inga úr öðr­um namib­ísk­um banka þar sem upp­lýs­ing­ar virt­ust leka úr bank­an­um sem ís­lenska út­gerð­in not­aði.
Afhjúpandi tölvupóstar um mútur í Samherjamálinu: ,,Honum hefur verið greitt, beint að utan"
FréttirSamherjaskjölin

Af­hjúp­andi tölvu­póst­ar um mút­ur í Sam­herja­mál­inu: ,,Hon­um hef­ur ver­ið greitt, beint að ut­an"

Tölvu­póst­ar milli starfs­manna Sam­herja, sem ekki hafa kom­ið fram áð­ur, sýna hvernig Að­al­steinn Helga­son stakk upp á því að ráða­mönn­um í Namib­íu yrði mútað í lok árs 2011. Póst­arn­ir sýna með­al ann­ars að Jó­hann­es Stef­áns­son get­ur ekki hafa ver­ið einn um að ákveða að greiða ráða­mönn­un­um mút­ur.
Sagan af „smurningum“ Íslendinga í Nígeríu í ljósi Namibíumáls Samherja
Rannsókn

Sag­an af „smurn­ing­um“ Ís­lend­inga í Níg­er­íu í ljósi Namib­íu­máls Sam­herja

Sag­an um skreið­ar­við­skipti Ís­lands í Níg­er­íu kann að eiga þátt í skoð­un­um sumra út­gerð­ar­manna á Ís­landi á Namib­íu­mál­inu þar sem mút­ur og hvers kyns sporsl­ur tíðk­ist víða í lönd­um Afr­íku. Ólaf­ur Björns­son hjá sam­lagi skreið­ar­fram­leið­enda tal­aði fjálg­lega um mút­ur og „smurn­ing­ar“ í bók sinni um við­skipti Ís­lend­inga með skreið til Níg­er­íu. Ís­lensk­ir út­gerð­ar­menn, eins og Gunn­ar Tóm­as­son, vísa til skreið­ar­við­skipt­anna sem ákveð­inni hlið­stæðu Namib­íu­máls Sam­herja þeg­ar þeir eru spurð­ir um mat sitt á þessu máli.
Mörg ár liðu þar til ákært var í málum sem líkjast Samherjamálinu í Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Mörg ár liðu þar til ákært var í mál­um sem líkj­ast Sam­herja­mál­inu í Namib­íu

Tvö af þekkt­ustu mál­um Sví­þjóð­ar þar sem mútu­greiðsl­ur í öðr­um lönd­um voru rann­sök­uð í fimm og átta ár áð­ur en. ákær­ur voru gefn­ar út í þeim. Í báð­um til­fell­um höfðu fyr­ir­tæk­in við­ur­kennt að hafa mútað áhrifa­mönn­um í Ús­bekist­an og Dji­bouti. Ólaf­ur Hauks­son hér­aðssak­sókn­ari seg­ir ómögu­legt að full­yrða hvenær rann­sókn Sam­herja­máls­ins í Namib­íu muni ljúka.
Þorsteinn biðst afsökunar en segir aðeins Jóhannes hafa brotið lög
FréttirSamherjaskjölin

Þor­steinn biðst af­sök­un­ar en seg­ir að­eins Jó­hann­es hafa brot­ið lög

Sam­herji og Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri út­gerð­ar­inn­ar biðj­ast af­sök­un­ar á starf­semi fé­lags­ins í Namib­íu. Þetta ger­ir fé­lag­ið í yf­ir­lýs­ingu á vef sín­um sem aug­lýst er í Morg­un­blað­inu og Frétta­blað­inu í dag. Full­yrt er að eng­inn starfs­mað­ur nema upp­ljóstr­ar­inn Jó­hann­es Stef­áns­son hafi fram­ið refsi­verð brot og að tengda­son­ur sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu hafi veitt raun­veru­lega ráð­gjöf.
Bandarísk stjórnvöld banna Esau og Shanghala að ferðast til landsins
FréttirSamherjaskjölin

Banda­rísk stjórn­völd banna Es­au og Shang­hala að ferð­ast til lands­ins

Ut­an­rík­is­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna hef­ur bann­að Bern­h­ard Es­au, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu, og Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu, að ferð­ast til lands­ins. Ástæð­an er þátt­taka þeirra í spill­ingu. Þeir sitja í varð­haldi vegna við­skipta sinna við Sam­herja.
Namibíska lögreglan bað Interpol að hafa uppi á nýráðnum fjármálastjóra Orkusölunnar
FréttirSamherjaskjölin

Namib­íska lög­regl­an bað In­terpol að hafa uppi á ný­ráðn­um fjár­mála­stjóra Orku­söl­unn­ar

Elísa­bet Ýr Sveins­dótt­ir kom að milli­færsl­um Sam­herja­fé­laga á Kýp­ur inn á leyni­reikn­ing James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns Fis­hcor, í Dúbaí. Til­kynnt var í dag um ráðn­ingu henn­ar í starf fjár­mála­stjóra Orku­söl­unn­ar, sem er að fullu í eigu ís­lenska rík­is­ins.
Töluðu sig saman um að taka yfir Dropbox Jóhannesar
FréttirSamherjaskjölin

Töl­uðu sig sam­an um að taka yf­ir Drop­box Jó­hann­es­ar

„Það þarf að loka net­fang­inu hans og end­urstilla lyk­il­orð­ið á drop­box reikn­ingn­um til að læsa hann úti af því,“ sagði Ingvar Júlí­us­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kýp­ur, í skila­boð­um til Örnu McClure, inn­an­hús­lög­fræð­ings út­gerð­ar­inn­ar, og Að­al­steins Helga­son­ar lyk­il­starfs­manns. Jón Ótt­ar Ólafs­son rek­ur ná­kvæm­lega hvernig hann braust inn á Drop­box upp­ljóstr­ar­ans í Namib­íu­mál­inu í yf­ir­lýs­ingu sinni til dóm­stóla.

Mest lesið undanfarið ár